Bræðralag rokksins í Kaplakrika 10. september 2012 09:16 Að mati Trausta gagnrýnanda náði stemningin á tónleikunum hámarki þegar rokksveitin Skálmöld ríkti í salnum. Fréttablaðið/stefán Það voru sannkallaðir maraþonrokktónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika á laugardaginn. Átta rokkhljómsveitir í þyngri kantinum stigu á svið. Sú fyrsta, Endless Dark, hóf leik um fjögurleytið, en sú síðasta, Ham, lokaði dagskránni tæpum níu klukkutímum síðar. Þetta var í fyrsta sinn sem haldnir hafa verið rokktónleikar af þessari stærðargráðu hér á landi, án þess að erlendar sveitir séu á dagskránni. Rokkjötnarnir tókust frábærlega. Það var góð stemning í húsinu frá byrjun og það var góður stígandi í dagskránni. Það voru frekar fáir mættir þegar ég kom á staðinn. Þá var kynnir kvöldsins, Haukur Morðingi, að kynna hljómsveitina Momentum á svið, en hún var önnur í röðinni á laugardaginn. Það fjölgaði hins vegar fljótt í salnum. Momentum stóð sig vel, þeir félagar komu sínu níðþunga og þróaða rokki vel til skila. Á eftir þeim var röðin komin að gömlu brýnunum í Bootlegs. Þeir tóku þetta á keyrslunni og enduðu á því að fá 25 manna kór á svið, Karlakór Sjómannaskólans söng með þeim lagið Krummi svaf í klettagjá. Vintage Caravan var næst. Þetta er ung sveit, var að gefa út plötu númer tvö. Þeir eru hins vegar greinilega sviðsvanir og sýndu fín tilþrif. Salurinn var orðinn mjög heitur þegar Brain Police spilaði sitt sett. Þeir voru drulluþéttir og náðu upp mikilli stemningu. Flott sveit á sviði. Jónbi trommari vakti líka mikla lukku þegar hann tók sóló með logandi kjuðum. Eins og fyrr segir var góður stígandi í dagskránni. Sólstafir eru ein af bestu rokkhljómsveitum Íslands og stækkaði áhangendahóp sinn mikið með plötunni Svartir sandar og laginu Fjara. Þeir kláruðu sitt með stæl á Rokkjötnum, sýndu meðal annars myndbönd á risatjaldi fyrir ofan sviðið. Stemningin náði svo hápunkti þegar Skálmöld ríkti í salnum. Þá var húsið fullt og greinilegt að tónleikagestir kunnu plötuna Baldur utan að. Þeir sungu, öskruðu og steyttu hnefann í takt við kraftmikið Skálmaldarrokkið. Hljómsveitin tók nokkur ný lög af væntanlegri plötu og miðað við þau eiga aðdáendur von á góðu. Mögnuð frammistaða. Ofursveitin Ham kláraði svo kvöldið. Hún klikkaði ekkert og fékk góð viðbrögð við lögum eins og Animaliu, Ingimar og Partýbæ, en mættu nú alveg hræra aðeins upp í lagavalinu hjá sér. Þeir komu svo aftur á svið ásamt meðlimum úr Skálmöld og tóku lagið Musculus. Frábær endapunktur! Eins og áður segir var góð stemning á Rokkjötnum. Margumtalað bræðralag rokksins var í fullu gildi. Ákall Björgvins Sigurðssonar Skálmaldarsöngvara var lýsandi fyrir stemninguna: "Ef þið sjáið einhvern í vanda hérna á gólfinu, frammi, eða fyrir utan, hjálpið honum þá og ekkert rugl!" sagði hann og rokkarar landsins fögnuðu ákaft. Svona á þetta að vera! Trausti Júlíusson Tónlist Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Það voru sannkallaðir maraþonrokktónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika á laugardaginn. Átta rokkhljómsveitir í þyngri kantinum stigu á svið. Sú fyrsta, Endless Dark, hóf leik um fjögurleytið, en sú síðasta, Ham, lokaði dagskránni tæpum níu klukkutímum síðar. Þetta var í fyrsta sinn sem haldnir hafa verið rokktónleikar af þessari stærðargráðu hér á landi, án þess að erlendar sveitir séu á dagskránni. Rokkjötnarnir tókust frábærlega. Það var góð stemning í húsinu frá byrjun og það var góður stígandi í dagskránni. Það voru frekar fáir mættir þegar ég kom á staðinn. Þá var kynnir kvöldsins, Haukur Morðingi, að kynna hljómsveitina Momentum á svið, en hún var önnur í röðinni á laugardaginn. Það fjölgaði hins vegar fljótt í salnum. Momentum stóð sig vel, þeir félagar komu sínu níðþunga og þróaða rokki vel til skila. Á eftir þeim var röðin komin að gömlu brýnunum í Bootlegs. Þeir tóku þetta á keyrslunni og enduðu á því að fá 25 manna kór á svið, Karlakór Sjómannaskólans söng með þeim lagið Krummi svaf í klettagjá. Vintage Caravan var næst. Þetta er ung sveit, var að gefa út plötu númer tvö. Þeir eru hins vegar greinilega sviðsvanir og sýndu fín tilþrif. Salurinn var orðinn mjög heitur þegar Brain Police spilaði sitt sett. Þeir voru drulluþéttir og náðu upp mikilli stemningu. Flott sveit á sviði. Jónbi trommari vakti líka mikla lukku þegar hann tók sóló með logandi kjuðum. Eins og fyrr segir var góður stígandi í dagskránni. Sólstafir eru ein af bestu rokkhljómsveitum Íslands og stækkaði áhangendahóp sinn mikið með plötunni Svartir sandar og laginu Fjara. Þeir kláruðu sitt með stæl á Rokkjötnum, sýndu meðal annars myndbönd á risatjaldi fyrir ofan sviðið. Stemningin náði svo hápunkti þegar Skálmöld ríkti í salnum. Þá var húsið fullt og greinilegt að tónleikagestir kunnu plötuna Baldur utan að. Þeir sungu, öskruðu og steyttu hnefann í takt við kraftmikið Skálmaldarrokkið. Hljómsveitin tók nokkur ný lög af væntanlegri plötu og miðað við þau eiga aðdáendur von á góðu. Mögnuð frammistaða. Ofursveitin Ham kláraði svo kvöldið. Hún klikkaði ekkert og fékk góð viðbrögð við lögum eins og Animaliu, Ingimar og Partýbæ, en mættu nú alveg hræra aðeins upp í lagavalinu hjá sér. Þeir komu svo aftur á svið ásamt meðlimum úr Skálmöld og tóku lagið Musculus. Frábær endapunktur! Eins og áður segir var góð stemning á Rokkjötnum. Margumtalað bræðralag rokksins var í fullu gildi. Ákall Björgvins Sigurðssonar Skálmaldarsöngvara var lýsandi fyrir stemninguna: "Ef þið sjáið einhvern í vanda hérna á gólfinu, frammi, eða fyrir utan, hjálpið honum þá og ekkert rugl!" sagði hann og rokkarar landsins fögnuðu ákaft. Svona á þetta að vera! Trausti Júlíusson
Tónlist Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira