Veisla fyrir augu og eyru Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. september 2012 19:00 Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira