Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Dagur og félagar unnu gegn toppliðinu | Óvænt tap Nökkva og félaga

Bandaríska MLS-deildinn í knattspyrnu hélt áfram í nótt og komu tveir Íslendingar við sögu í leikjum næturinnar. Dagur Dan Þórhallsson og félagar hans í Orlando City unnu góðan 0-1 útisigur gegn FC Cincinnati, en Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar í St. Louis City máttu þola 2-1 tap gegn Sporting Kansas City.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fót­bolti snýst um að gera ekki mis­tök“

„Við erum svekktir því gerðum allt til að ná í önnur úrslit en fótbolti snýst um að gera ekki mistök. Við gerðum ein og okkur var refsað,“ sagði Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Diljá Ýr fer vel af stað í Belgíu

Diljá Ýr Zomers virðist kunna vel við sig í Belgíu þar sem hún spilar með Leuven í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Hún skoraði eitt mark í góðum sigri í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við verðum bara betri“

Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að lið sitt verði bara betra þegar fram líði stundir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu Hákon Rafn fá rautt og stoð­sendingu Arons

Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var rekinn af velli þegar Elfsborg, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, tapaði 1-0 gegn Varnamo á útivelli. Þá tapaði Íslendingalið Sirius fyrir Halmstad þó Aron Bjarnason hafi lagt upp mark.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmbert og félagar á toppinn

Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Holstein Kiel lyftu sér á topp þýsku B-deildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn Paderborn í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Egypski auð­kýfingurinn Al Fayed látinn

Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni.

Erlent