Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Þórir og félagar köstuðu frá sér sigrinum gegn Lazio

Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið tók á móti Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þórir og félagar leiddu fram á síðustu stundu, en niðurstaðan varð jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Er bara að lemja í okkur að þetta sé hægt“

Sævar Atli Magnússon skoraði það sem reyndist sigurmark Lyngby gegn Midtjylland í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Það mark gæti reynst dýrmætt þegar uppi er staðið en á einhvern ótrúlegan hátt á Lyngby enn möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu í Danmörku.

Fótbolti
Fréttamynd

Gatti hetja Juventus | Rómverjar með forystu

Federico Gatti reyndist hetja Juventus er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Sevilla í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Roma góðan 1-0 sigur gegn Bayer Leverkusen í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lundúna­liðin unnu stór­sigra

Chelsea og Arsenal unnu bæði stórsigra í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Bæði lið eru enn í bullandi toppbaráttu en Englandsmeistarar Chelsea eiga leik til góða á Manchester United sem situr á toppi deildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjórir Val­sarar í liði fyrsta fjórðungs Bestu deildarinnar

Strákarnir í Þungavigtinni gerðu upp fyrsta fjórðung í Bestu deild karla og völdu bestu menn og lið fjórðungsins. Þá var veikasti hlekkurinn einnig valinn. Víkingurinn Oliver Ekroth var bestur að mati strákanna og Hlynur Freyr Karlsson Valsari var valinn sá besti ungi eftir mikla samkeppni frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni í Stjörnunni.

Íslenski boltinn