Stjórinn segir að Leno hafi ekki hrint boltastráknum Þýski markvörðurinn Bernd Leno hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hrinda boltastrák í leik Fulham og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en knattspyrnustjóri Fulham kom honum til varnar. Enski boltinn 27. desember 2023 12:31
Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. Enski boltinn 27. desember 2023 12:00
Botna ekkert í viðbrögðum Víkings Forráðamenn Norrköping eru undrandi á viðbrögðum Víkings vegna þeirrar ákvörðunar Íslands- og bikarmeistaranna um að slíta viðræðum félaganna vegna Arnars Gunnlaugssonar. Íslenski boltinn 27. desember 2023 11:19
Conor lofar stórum tíðindum eftir að hann hitti Ronaldo Írski bardagakappinn Conor McGregor segir að stórra tíðinda sé að vænta eftir að hann hitti fótboltastjörnuna Cristiano Ronaldo. Sport 27. desember 2023 09:01
Mourinho truflaði fyrrverandi aðstoðarmann sinn á blaðamannafundi Fyrrverandi aðstoðarmaður Josés Mourinho þurfti að gera hlé á blaðamannafundi sínum til að svara símtali frá Portúgalanum. Fótbolti 27. desember 2023 08:30
Haaland sækir um einkarétt á skammstöfun sinni Erling Haaland, framherji Manchester City, hefur sótt um einkarétt á skammstöfun sinni í Noregi. Enski boltinn 27. desember 2023 08:01
„Ég er glaðasti maður í heimi“ Rasmus Højlund sagðist vera glaðasti maður í heimi eftir að hann tryggði Manchester United sigur á Aston Villa með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið. Enski boltinn 27. desember 2023 07:31
Fyrsta deildarmark Højlund fullkomnaði endurkomuna Manchester United þarf á sigri að halda gegn Aston Villa til að toga sig aðeins nær Villa og öðrum af efstu liðunum í ensku í úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 26. desember 2023 22:00
Hápunktur fótboltajólanna Jólin eru tími samveru, ljóss og friðar. Margir líta á daginn í dag sem síðasta eiginlega daginn í jólafríinu, Fyrir öðrum er um að ræða hápunkt jólanna. Enski boltinn rúllaði í allan dag, meðal annars á sportbarnum Ölveri. Fótbolti 26. desember 2023 21:00
Ratcliffe svarar ósáttum stuðningsmönnum: „Breytingar munu taka tíma“ Sir Jim Ratcliffe sendi frá sér opið bréf til stuðningsmanna þar sem hann svaraði yfirlýsingu MUST (Manchester United Supporters Trust). Enski boltinn 26. desember 2023 20:31
Jóhann Berg klúðraði dauðafæri til að jafna gegn Liverpool Jóhann Berg Guðmundsson klúðraði dauðafæri og mistókst að jafna fyrir Burnley gegn Liverpool í stöðunni 0-1. Diogo Jota skoraði svo í sínum fyrsta leik í rúman mánuð og lokatölur urðu að endingu 0-2. Liverpool kom boltanum þrívegis í netið en eitt markið var dæmt ógilt af VAR dómara leiksins. Enski boltinn 26. desember 2023 19:28
Fyrsti svarti dómarinn í fimmtán ár Sam Allison varð í dag fyrsti svarti maðurinn til að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni síðan 2008, eða allt frá því að Uriah Rennie hætti störfum. Sam var á flautunni í 3-2 sigri Luton gegn Sheffield United. Enski boltinn 26. desember 2023 18:01
Fékk ekkert spjald fyrir að ýta í boltastrák Bernd Leno átti ekki sinn besta dag í dag þegar Fulham tapaði 2-0 fyrir Bournemouth. Hann tók reiðina út á boltastrák sem var við störf á vellinum, en baðst svo afsökunar nokkrum mínútum síðar. Enski boltinn 26. desember 2023 17:38
Jón Dagur skoraði glæsimark og reif liðið upp úr fallsæti Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark úr langskoti þegar OH Leuven vann 3-0 í leik sínum gegn Eupen í fallbaráttuslag belgísku úrvalsdeildarinnar. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Eupen. Fótbolti 26. desember 2023 17:02
Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. Enski boltinn 26. desember 2023 16:59
United gæti fengið tvo leikmenn til baka úr meiðslum í kvöld Það hefur verið lítið um góðar fréttir fyrir Manchester United upp á síðkastið, bæði hvað varðar úrslit en einnig hvað varðar meiðsli en Erik Ten Hag, þjálfari liðsins, hafði þó eitthvað jákvætt að segja fyrir leik liðsins gegn Aston Villa í dag. Enski boltinn 26. desember 2023 16:00
Gerrard biður um fleiri leikmenn Steven Gerrard, þjálfari Al-Ettifaq, sagði í viðtali í gær að félagið hans þurfi að sýna metnað í janúaglugganum og í sumar ætli liðið sér stóra hluti. Fótbolti 26. desember 2023 15:15
Chris Wood með þrennu gegn gömlu félögunum Chris Wood skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum í dag er Nottingham Forrest gerði sér lítið fyrir og vann Newcastle á St. James Park. Enski boltinn 26. desember 2023 14:28
Pochettino: Eðlilegt að finna fyrir pressu Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, segir að hann finni fyrir pressunni eftir lélegt gengi liðsins í deildinni. Enski boltinn 26. desember 2023 13:32
„Honum verður pakkað inn í bómull“ Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir að Joe Gomez sé nú eini leikmaður liðsins sem getur leyst vinstri bakvarðar stöðuna. Enski boltinn 26. desember 2023 12:46
Ten Hag: Þurfum á stuðningi að halda Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, virtist kalla eftir stuðningi frá stuðningsmönnum liðsins er hann talaði við fréttamenn í gær. Enski boltinn 26. desember 2023 12:01
Útilokar að Osimhen sé á förum þrátt fyrir klásúlu í samningi Roberto Calenda, umboðsmaður nígeríska framherjans Victors Osimhen, hefur blásið á þær sögusagnir að leikmaðurinn sé opinn fyrir því að yfirgefa Napoli í sumar. Fótbolti 25. desember 2023 20:00
Evrópumeistararnir að krækja í sautján ára Argentínumann Englands- og Evrópumeistarar Manchester City eru við það að ganga frá samningum við hinn sautján ára gamla Claudio Echeverri frá River Plate. Fótbolti 25. desember 2023 17:01
Búast við nýrri bylgju leikmanna til Sádi-Arabíu næsta sumar Lið í stærstu deildum Evrópu mega búast við því að missa leikmenn í stórum stíl til liða í Sádi-Arabíu næsta sumar, líkt og gerðist síðasta sumar. Fótbolti 25. desember 2023 16:01
Solskjær gæti snúið aftur í þjálfun í Tyrklandi Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, er talinn líklegasti kandídatinn til að taka við tyrkneska liðinu Besiktas. Fótbolti 25. desember 2023 15:00
Braut viðbein og verður lengi frá Kostas Tsimikas, varnarmaður Liverpool, verður lengi frá keppni eftir að hafa viðbeinsbrotnað í viðureign liðsins gegn Arsenal á Þorláksmessu. Fótbolti 25. desember 2023 14:16
Versta byrjun Man Utd síðan 1930: „Þetta er vandræðalegt“ Manchester United mátti þola 2-0 tap er liðið heimsóti West Ham í ensku úrvalsdeildinni á Þorláksmessu. Var það þrettánda tap liðsins í öllum keppnum á tímabilinu. Fótbolti 25. desember 2023 13:31
Þjálfarar lýsa yfir óánægju með VAR: „Eigum skilið meiri virðingu“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton og Nuno Espirito Santo, nýráðinn knattspyrnustjóri Nottingham Forest, létu allir óánægju sína með VAR í ljós eftir leiki liðanna sem fram fór á Þorláksmessu. Fótbolti 25. desember 2023 12:00
Vestramenn fengu góða jólagjöf Vestri tilkynnti framlengingu á samningi þjálfarans Davíðs Smára Lamude til ársins 2025. Fótbolti 24. desember 2023 22:01
Ekki allir ánægðir eftir kaup Ratcliffe Stuðningsmannahópur Manchester United gaf frá sér yfirlýsingu þar sem varpað var ljósi á áhyggjur og efasemdir eftir minnihlutakaup og rekstraryfirtöku Jim Ratcliffe. Viðskiptin höfðu lengi legið fyrir en voru staðfest klukkan 16:00 í gær, aðfangadag. Enski boltinn 24. desember 2023 19:35