Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Räikkönen refsað á ráslínu

Kimi Räikkönen hefur verið færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í malasíska kappakstrinum á morgun. Hann náði sjötta besta tíma í tímatökunum í morgun en ræsir nú tíundi.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel langfljótastur í tímatökum í Malasíu

Sebastian Vettel ók hraðast allra umhverfis Sepang-brautina í Malasíu í morgun þegar tímatökur fóru fram fyrir kappaksturinn þar í landi. Red Bull-lið Vettels var í vandræðum í fystu tveimur lotum tímatökunnar áður en það fór að rigna og síðasta lotan var ekin í bleytu.

Formúla 1
Fréttamynd

Räikkönen fljótastur á æfingum í Malasíu

Kimi Räikkönen á Lotus var fljótastur á seinni æfingunni í Malasíu sem fram fór í morgun. Hann var örlítið fljótari en Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari. Rigning setti strik í reikninginn á seinni æfingunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Räikkönen segir sigurinn engu breyta

Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton ætlaði frekar að hætta

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt við breska götublaðið The Sun að Lewis Hamilton hafi frekar viljað hætta í Formúlu 1 en að aka eitt ár í viðbót fyrir McLaren. Hann hafi verið orðinn svo þreyttur á liðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg vill rigningu í Malasíu

Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar.

Formúla 1
Fréttamynd

Hugur í Bottas eftir góð úrslit í Melbourne

Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum.

Formúla 1
Fréttamynd

Vandræði McLaren enn til staðar í Malasíu

Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons.

Formúla 1
Fréttamynd

Hraðinn kom Sutil á óvart

Sjö ökumenn skiptust á að leiða kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Kimi Räikkönen stóð á endanum uppi sem sigurvegari en óvæntast var hversu fljótur Adrian Sutil var í Force India-bíl sínum um stræti Melbourne.

Formúla 1
Fréttamynd

Boullier: Räikkönen í sínu besta formi

Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen vann fyrsta mót ársins

Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel á ráspól í fyrsta móti ársins

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fljótastur á æfingum í Ástralíu

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber ætlar að vera betri í ár

Ástralinn Mark Webber verður á heimavelli í Melbourne um helgina þegar keppnistímabilið í Formúlu 1 hefst þar. Hann áttar sig hins vegar á því að hann þurfi að skila stöðugari niðurstöðum.

Formúla 1
Fréttamynd

McLaren opið fyrir Honda-vélum 2015

Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman.

Formúla 1
Fréttamynd

Vaktir með lyfjaprófum

Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur.

Formúla 1
Fréttamynd

Sauber-liðið harlem-sjeikaði

Það er ekki mikið að gera fyrir vélvirkja í Formúlu 1 þessa dagana enda tvær vikur í fyrsta kappakstursmótið og allar æfingarnar á undirbúningstímabilinu búnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton þarf að vara sig á hrekkjum

Þeir Lewis Hamilton og Nico Rosberg munu aka fyrir Mercedes-liðið á þessu keppnistímabili sem liðsfélagar. Það er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar aka fyrir sama liðið því fyrir þrettán árum kepptu þeir saman í gó-karti.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel vonsvikinn með síðustu æfingadagana

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso: Nýi bíllinn 200 sinnum betri

Fernando Alonso er ánægður með nýja keppnisbíl Ferrari-liðsins í Formúlu 1 og segir hann vera um það bil 200 sinnum betri nú á æfingatímabilinu heldur en bíll síðasta árs. Alonso varð annar í heimsmeistarabaráttunni í fyrra á eftir Sebastian Vettel.

Formúla 1
Fréttamynd

Razia rekinn til að koma Bianchi að

Luiz Razia hefur verið sagt upp sem keppnisökuþór Marussia-liðsins í Formúlu 1. Aðeins mánuður er síðan hann var kynntur sem annar ökuþór þerra við hlið Bretans unga Max Chilton. Jules Bianchi mun taka sæti Razia keppnistímabilið 2013.

Formúla 1
Fréttamynd

Dæmdur ofbeldismaður ekur fyrir Force India

Þjóðverjinn Adrian Sutil mun aka fyrir Force India í kappökstrum ársins í ár en hann var staðfestur sem keppnisökuþór liðsins í dag. Jules Biachi þarf því að gera sér hlutverk tilraunaökuþórs að góðu.

Formúla 1