Vettel list vel á Ricciardo Kristinn Gylfason skrifar 8. febrúar 2014 23:15 Vísir/Getty Sebastian Vettel er viss um að nýji liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo geti lært ýmislegt af honum. Vettel segir Ricciardo vera öðruvísi ökumann og hafa aðra sýn á aksturinn en margir. Ástralinn Mark Webber, fyrrum liðsfélagi Vettel, var vissulega reynslumeiri en hinn ungi landi hans Ricciardo. Þrátt fyrir það telur Vettel að hann geti sjálfur lært margt af Ricciardo. Vettel telur að Ricciardo geti þurft nokkrar keppnir til að ná að finna sig í nýju liði. Red Bull er að vísu ekki alveg nýtt fyrir honum, áður ók hann fyrir Toro Rosso sem er systurlið Red Bull. Hann hefur því kynnst þó nokkuð af starfsfólki og þekkir aðstæður ágætlega. Daniel Ricciardo var valin fram yfir fyrrum liðsfélaga sinn hjá Toro Rosson Jean-Eric Vergne. Ástæðan fyrir valinu var helst sú að Ricciardo hafði verið oftar í stigasæti. Vergne náði í þrettán stig á síðasta ári en Ricciardo 20. Vettel bendir á að allir sitji nokkurn veginn við sama borð í ár - allir þurfi að læra á nýju bílana og tæknina sem þeim fylgir. Það þýði því minna en ella að koma inn í nýtt lið á þessum tímapunkti. Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel er viss um að nýji liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo geti lært ýmislegt af honum. Vettel segir Ricciardo vera öðruvísi ökumann og hafa aðra sýn á aksturinn en margir. Ástralinn Mark Webber, fyrrum liðsfélagi Vettel, var vissulega reynslumeiri en hinn ungi landi hans Ricciardo. Þrátt fyrir það telur Vettel að hann geti sjálfur lært margt af Ricciardo. Vettel telur að Ricciardo geti þurft nokkrar keppnir til að ná að finna sig í nýju liði. Red Bull er að vísu ekki alveg nýtt fyrir honum, áður ók hann fyrir Toro Rosso sem er systurlið Red Bull. Hann hefur því kynnst þó nokkuð af starfsfólki og þekkir aðstæður ágætlega. Daniel Ricciardo var valin fram yfir fyrrum liðsfélaga sinn hjá Toro Rosson Jean-Eric Vergne. Ástæðan fyrir valinu var helst sú að Ricciardo hafði verið oftar í stigasæti. Vergne náði í þrettán stig á síðasta ári en Ricciardo 20. Vettel bendir á að allir sitji nokkurn veginn við sama borð í ár - allir þurfi að læra á nýju bílana og tæknina sem þeim fylgir. Það þýði því minna en ella að koma inn í nýtt lið á þessum tímapunkti.
Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira