Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Brotist inn hjá Red Bull

Yfir 60 bikurum var stolið úr höfuðstöðvum Formúlu 1 liðs Red Bull í gærkvöldi. Þjófarnir óku jeppa í gegnum hliðið sem var fyrir innkeyrslunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Jules Bianchi ók of hratt

Formúlu 1 ökumaðurinn Jules Bianchi varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum þegar hann lenti á vinnuvél í rigningu í japanska kappakstrinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Carlos Sainz keppir fyrir Toro Rosso

Carlos Sainz fær sæti Jean-Eric Vergne hjá Toro Rosso á næsta tímabili. Hann verður þá liðsfélagi Max Verstappen. Tveir nýliðar verða því hjá Toro Rosso á næsta tímabili.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Besti dagur lífs míns

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2014. Hann náði titlinum í annað sinn eftir að hafa orðið heimsmeistari árið 2008. Hann lýsti deginum í dag sem besta degi lífs síns.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg: Lewis var besti ökumaðurinn í ár

Nico Rosberg átti möguleika fyrir keppnina á að verða heimsmeistari. Strax í upphafi varð möguleikinn þó lítill eftir frábæra ræsingu Lewis Hamilton. Vélavandræði gerðu svo endanlega út um möguleika Rosberg.

Formúla 1
Fréttamynd

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna

Lewis Hamilton vann í Abú Dabí og tryggði sér þar með heimsmeistaratitil ökumanna í annað sinn. Felipe Massa á Williams varð annar og lisðfélagi hans Valtteri Bottas varð þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg á ráspól í Abú Dabí

Nico Rosberg náði ráspól liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Þessi úrslit auka á spennuna í keppninni á morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Upptökudagur hjá McLaren-Honda

McLaren liðið mun mæta á Silverstone brautina á morgun til að prufukeyra nýja Hondu vél fyrir bíl næsta árs. Slíkt er heimilt undir því yfirskyni að um upptökur á auglýsingum sé að ræða. Aka má 100 kílómetra.

Formúla 1
Fréttamynd

Bílskúrinn: Ballið í Brasilíu í bland við framtíðarspá

Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari?

Formúla 1