Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Gera ekki neitt

Ef allt væri eðlilegt – núna þegar næstum níu ár eru liðin frá fjármálahruninu – þá hefði íslenska ríkið fyrir löngu hafist handa við að hefja sölu á eignarhlutum sínum í bönkunum. Svo er hins vegar ekki. Þess í stað er ríkið enn alltumlykjandi á fjármálamarkaði en sú fjárhæð sem það er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um nítján prósentum af landsframleiðslu. Slík staða þekkist hvergi í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda um að til standi, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að grynnka á eignarhlutum ríkisins í bankakerfinu hefur ekkert gerst – þvert á móti hafa umsvif þess aukist eftir að Íslandsbanki féll í skaut ríkisins í ársbyrjun 2016.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afleikur

Um eitt hundrað og þrjátíu stöður eru lausar í leikskólum Reykjavíkur nú í ágústbyrjun, þegar starf í leikskólunum er um það bil að hefjast. Og þetta er bara í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að staðan sé svipuð í mörgum öðrum sveitarfélögum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stalín á Google

Staðreyndir eiga undir högg að sækja. Bæði frá hægri og vinstri vængnum. Eins dapurlega og það nú kann að hljóma.

Bakþankar
Fréttamynd

Við munum

Fyrir aðeins sjötíu og tveimur árum kviknaði í himninum yfir japanskri borg, í annað sinn á örfáum dögum, og síðan splundraðist allt. Heimili, skólar og vinnustaðir – allt tættist í sundur og logaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Von

Um daginn annaðist ég hjónavígslu í samstarfi við fyrirtækið Pink Iceland. Þetta var bjart og fallegt ungt fólk sem býr í San Francisco.

Bakþankar
Fréttamynd

Þýska stálið til bjargar

Gallinn við Strætó er samt leiðakerfið. Í Berlín er maður hálftíma að öllu, með nánast hvaða samgönguleið sem er. Hér er maður fjóra klukkutíma að komast á milli borgarhluta.

Bakþankar
Fréttamynd

Ferðamannaóværan

Fjögurra fermetra herbergi undir súð með aðgangi að salerni kostar viðlíka og gisting á fjögurra stjörnu hóteli í Evrópu.

Bakþankar
Fréttamynd

Sokkinn kostnaður

Ef ég ætti að nota hugtakið "sokkinn kostnaður“ um eitthvað þá væri það um borgarfulltrúann sem lét þetta út úr sér og skoðanasystkin hennar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lög og venjur

Fyrirgefningin er vissulega stór og mikilvægur þáttur í okkar samfélagsgerð. Hana öðlast þeir sem til alvarlegra saka hafa unnið einungis með því að breyta hegðun sinni og taka upp nýja siði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Helgarboðskapur

Það er gott að vera mikilvægur, en það er mikilvægara að vera góður. Þetta merkingarþrungna spakmæli hefur verið eignað þýska samtímaskáldinu Scooter á síðari árum.

Bakþankar
Fréttamynd

Síðasta kynslóðin

Það sem sameinar hugsuði úr öllum kimum samfélagsins er að vilja skilgreina nýja kynslóð. Skáldin vilja gera það, stjórnmálastéttin líka að ógleymdu markaðsfólkinu sem elskar að þrusa út glæru eftir glæru um ufsilón-kynslóðina, zeta-kynslóðina eða hvers vegna baby-boom kynslóðin elskar Ford Explorer jeppa. Ég er engin undantekning. Ég hef oft hugsað um hvaða kynslóð ég tilheyri og hvort hún hafi nægilega skýra rödd og sérkenni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Komið á kortið

Sterk staða efnahagsmála hér á landi fer ekki fram hjá erlendum fjárfestum. Áhugi þeirra á Íslandi hefur aukist til muna eftir að áætlun um losun hafta var kynnt sumarið 2015. Í þetta sinn er sú þróun ekki fyrst og fremst drifin áfram af vaxtamunarviðskiptum, eins og á árunum í aðdraganda fjármálahrunsins, heldur fjárfestingum erlendra sjóða og fyrirtækja í fjölmörgum geirum atvinnulífsins – Ísland er komið á kortið. Þar er ferðaþjónustan ekki undanskilin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnmál og lygar

Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti.

Skoðun
Fréttamynd

Eigin ábyrgð

Miðað við þá staðreynd að Íslendingar eru meðal feitustu þjóða í Evrópu er viðbúið að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við sjúkdómana og aðstandendur þeirra, heldur hvert einasta mannsbarn í landinu sem stendur undir heilbrigðis- og velferðarkerfinu gegnum sínar skattgreiðslur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að fara illa með dýr í friði

Með öðrum orðum, þú mátt halda dýr í friði þó þú sért ófær um það, svo lengi sem þú tryggir að það sért þú sem gerir það en ekki fyrirtæki þitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekkert að fara

Ef það er eitthvað sem einkennir íslensk stjórnmál öðru fremur þá er það að láta mál reka á reiðanum þar til allt er komið í óefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hin verstu hugsanlegu örlög

Foreldrar vinkonu minnar fóru nýlega í frí. Þau báðu mig að passa heimilið og köttinn í fjarveru sinni, sem ég gerði. Kettinum varð ekki alvarlega meint af viðveru minni, nartaði í fullt af rækjum, og innbú foreldranna er í svo gott sem fullkomnu ásigkomulagi.

Bakþankar
Fréttamynd

Næsta skref

Börnin eru framtíðin, segja stjórnmálamenn á tyllidögum og bæta svo einhverju við um að þess vegna verðum við að gera vel við þau, sjá þeim fyrir góðu atlæti og menntun því lengi býr að fyrstu gerð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýja ferðamannalandið Ísland

Ekkert er að óttast þó við Íslendingar klúðrum ferðamennskunni með verðlagi í ólagi. Ég hef komið auga á nýjan ferðaiðnað sem er bæði umhverfisvænn og gróðavænlegur.

Bakþankar
Fréttamynd

Eilíf bið

Það er alltaf ánægjulegt að sjá ráðherrra málaflokks bregðast við athugasemdum og gagnrýni eins og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra gerði á Facebook-síðu sinni í kjölfar viðtals við Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur í Fréttablaðinu um helgina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öfgasinnaðir mammonistar

Hagfræðin er að sönnu nytsamleg grein og getur komið að góðu haldi sem hjálpartæki þegar taka þarf ákvarðanir. En hún segir ekki til um rétt og rangt og þegar kemur að náttúrufræðum er Ragnar augljóslega eins og hver annar grillufangari.

Skoðun
Fréttamynd

Koffínbörnin

Það er kvöldmatarleyti og tvö börn, giska 12 ára, eru á undan mér við kassa í matvörubúð.

Bakþankar
Fréttamynd

Berjumst fyrir jafnrétti með skæruhernaði

Þegar breska ríkisútvarpið, BBC, var skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar var öllum ljóst að uppþot var í vændum. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum ofurlaun að óþörfu. Nú skyldi það staðfest svart á hvítu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Myglaðir leikskólar

Fréttamaður: "Nú hefur komið í ljós að leikskólarnir eru að grotna niður vegna skorts á viðhaldi. Hver eru þín viðbrögð?“

Bakþankar
Fréttamynd

Tillitslaust bákn

Meðferð krabbameinssjúkra þarf að taka miklum og hröðum breytingum. Strax. Eftir meðferð ætti að taka við orlof, sem mætti líkja við fæðingarorlof. Því þú ert að byggja þig upp aftur til þess að funkera fyrir þig og fólkið þitt. Orlof þar sem þú safnar kröftum að læknisráði. Þess í stað er fólk í fjárhagskröggum og í stöðugri baráttu við kerfið.“

Fastir pennar
Fréttamynd

#dóttir

Hef ekki hundsvit á knattspyrnu. Hefur aldrei höfðað til mín frekar en aðrar íþróttir. Áhugaleysið ásamt fullkomnum skorti á keppnisskapi er ákveðinn lúxus.

Bakþankar
Fréttamynd

Óráð

Fyrr á árinu skipaði forsætisráðherra verkefnisstjórn sem á að koma með tillögur um endurmat á forsendum peninga- og gjaldmiðlastefnu Íslands. Óhætt er að segja að um sé að ræða eitt stærsta verkefni stjórnvalda. Öllum má enda vera ljóst að núverandi stefna er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Endurskoða þarf peningastefnuna með hliðsjón af þeirri byltingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað höfum við gert til þess að verðskulda þetta?

Fátt er manninum eðlislægara heldur en að líta til fortíðarinnar með tregafullum söknuði en til framtíðarinnar með kvíðablandinni von. Líklega er það vegna þess að fortíðin er skrifað blað og þrátt fyrir öll vandamál hennar þá vitum við að okkur sem einstaklingum og mannkyninu í heild tókst að komast einhvern veginn í gegnum hana. Það sama er ekki hægt að segja um framtíðina; það er ómögulegt að útiloka að hún fari illa.

Fastir pennar