Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Hryllingurinn á hæðinni

Fimm hundruð pör sækjast nú eftir því að fá að vera með í íslenskum sjónvarpsþætti, þar sem verkefnið er að innrétta hús innan ákveðins tímafrests.

Bakþankar
Fréttamynd

Auli

Fyrir skemmstu tók ég mér frí frá vinnu á föstudegi, drakk kaffi á kaffihúsi og vafraði um netið. Ég notaði líka tækifærið til að skrifa útlenskum vini tölvupóst á ensku. Skyndilega tók ég eftir að tölvan var að verða rafmagnslaus.

Bakþankar
Fréttamynd

Stjórnmálaútlitið

Sá sem fann upp á spekinni um að ekki skuli dæma bókina eftir kápunni var augljóslega að þvaðra út um vitlausan enda.

Bakþankar
Fréttamynd

Löglaust og siðlaust

Árin í kringum 1970 vöktu hagfræðingar og aðrir máls á nauðsyn þess að hafa stjórn á fiskveiðum við Ísland, þar eð fiskstofnar þyldu ekki lengur frjálsa sókn á miðin. Lagt var til, að veiðum væri stjórnað með gjaldheimtu, þannig að útgerðir greiddu ríkinu fyrir aðgang að fiskimiðunum. Takmarkaður aðgangur hlaut að kalla á aðgangseyri, veiðigjald.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orðrómur deyr

Hvort sem meðfæddri leti er um að kenna eða áunnu metnaðarleysi, þá sofnar í mér heilinn um leið og farið er að tala um peninga af alvöru og þekkingu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kraftur upplýsinga

"Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað“, söng Megas með hljómsveitinni Íkarusi fyrir tæpum aldarfjórðungi og vísaði þar til velþekktrar brellu úr stjórnmálaumræðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Konur segja já

Rúmlega eitt hundrað konur hafa í blaðaauglýsingu, og bréfi sem sent var til fimmtán stærstu fyrirtækja landsins, boðið fram krafta sína til stjórnarsetu í fyrirtækjum. Ástæðan fyrir framtaki þessara kvenna er sú að enn árið 2008 eru innan við 10% þeirra sem sitja í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins konur, hundrað árum eftir að fyrsta konan tók sæti í bæjar­stjórn Reykjavíkur og liðlega þrjátíu árum eftir að viður­kennt var í lagasetningu að konur og karlar skyldu hafa jafnan rétt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Elsku Páll

Þegar ég var tvítug festi ég kaup á forláta sjónvarpi í verslun sem seldi notuð tæki.

Bakþankar
Fréttamynd

Ávallt viðbúin

Í tengslum við borgarstjórnarmálin í Reykjavík hafa margir slegið um sig með ávirðingum og lýsingarorðum sem allajafna eru notuð sparlega, en þegar gripið er til þeirra er dómgreindinni yfirleitt gefið frí.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lög og siðræn gildi

Lagareglur þurfa stoð í siðrænum gildum. Án slíkra tengsla milli settra lagareglna og almennt viðurkenndra siðferðilegra viðhorfa er hætt við að lagareglurnar þyki einfaldlega óréttlátar eða reynist illframkvæmanlegar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að flytja flugvöll

Með nýjum og yfirveguðum borgarstjóra er í bili búið að skrúfa fyrir hina flóknu umræðu um hvert skuli flytja Reykjavíkurflugvöll – hvort fara skuli með flugvöllinn upp á heiðar eða út í sjó eins og ýmsir stórgáfaðir menn hafa gert að tillögum sínum.

Bakþankar
Fréttamynd

101 Reykjavík

Borgarstjórinn í Reykjavík er með læknisvottorð upp á að hann ráði við starfið sem hann gegnir. Ég veit ekki til þess að aðrir borgarfulltrúar geti státað af því.

Bakþankar
Fréttamynd

Kuldasamur vetur

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafði rétt fyrir sér í gær þegar hún sagði að stjórnmálaflokkar eigi ekki að stjórna starfi sínu í takt við skoðanakannanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki bara róló

Í tíu ár bjó ég á Sólvallagötu. Þegar ég flutti þangað voru fjórar verslanir í nágrenninu; lítil matvörubúð á horni Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu og önnur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu.

Bakþankar
Fréttamynd

Að stökkva eða hrökkva

Ný stjórn í Orkuveitu Reykjavíkur kom saman í gær. Kjartan Magnússon fékk sinn stærsta bitling til þessa sem laun fyrir ljósmóðurstörf. Það er köttur í bóli bjarnar: um fætur sjálfstæðismanna í stj"roninni hringar sig Ásta Þorleifsdóttir og þeir hlaupa ekkert með hana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þvílík vitleysa

Ég er ekki af þeirri kynslóð sem ólst upp í stöðugum ótta við atómbombuna. Þegar ég var í grunnskóla höfðu annarskonar heimsendaspár tekið við og fólk var farið að trúa því að mengun af mannavöldum myndi tortíma öllu lífi innan skamms.

Bakþankar
Fréttamynd

Aftur á byrjunarreit

Nýjum borgarstjóra voru afhentar í gær um tvö þúsund undirskriftir fólks sem mótmælir niðurrifi í miðbænum. Það sem ýtti við þessum hópi er fyrst og fremst fyrirhugað niðurrif á húsinu sem hýsir uppáhaldsbarinn þeirra, Sirkus við Klapparstíg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Málið er ekki dautt

Noregur hefur tvisvar fengið athugasemdir frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og brást við þeim í bæði skiptin með fullnægjandi hætti að dómi nefndarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rottumaðurinn

Sigmund Freud lýsti eitt sinn samskiptum sínum við sjúkling sem hann nefndi Rottumanninn.

Bakþankar