Löglaust og siðlaust Þorvaldur Gylfason skrifar 7. febrúar 2008 06:00 Árin í kringum 1970 vöktu hagfræðingar og aðrir máls á nauðsyn þess að hafa stjórn á fiskveiðum við Ísland, þar eð fiskstofnar þyldu ekki lengur frjálsa sókn á miðin. Lagt var til, að veiðum væri stjórnað með gjaldheimtu, þannig að útgerðir greiddu ríkinu fyrir aðgang að fiskimiðunum. Takmarkaður aðgangur hlaut að kalla á aðgangseyri, veiðigjald. Annar viðtakandi gjaldsins en ríkið kom ekki til álita, þar eð fiskimiðin hlutu að teljast vera sameign þjóðarinnar, þótt ekkert ákvæði þess efnis væri þá komið í lög. Þessi einfalda markaðslausn á ofveiðivandanum mætti strax þungum mótbyr í því markaðsfirrta andrúmslofti, sem þjóðin þurfti enn að búa við, þótt viðreisnarstjórnin 1959-71 hefði leyst eða losað suma hörðustu hnútana, einkum með því að leiðrétta gengisskráningu krónunnar og afnema beina styrki til sjávarútvegsins. Stjórnmálamenn héldu þó áfram að skammta lánsfé og gjaldeyri, og fiskverð var ákveðið í reykfylltum herbergjum. Þvæla var allsráðandi í umræðum um efnahagsmál, og hagstjórnin og hagskipulagið voru því marki brennd, kollsteypurnar ráku hver aðra, verðbólga og verkföll. Þess var naumast að vænta, að skynsamleg markaðslausn á ofveiðivandanum næði fram að ganga við þessar aðstæður. Ég man eftir fundi, þar sem prófessor í Háskóla Íslands benti áheyrendum sínum á, hversu fráleitt það myndi þykja að veita veiðimönnum ókeypis aðgang að laxveiðiám. Þá reis einn helzti virðingarmaður útvegsins og alþingismaður upp úr sæti sínu og spurði með þjósti: Er prófessorinn að líkja þorski við lax? Umræður á Alþingi voru á svipuðu stigi.Skipuleg mannréttindabrotLandssamband íslenskra útvegsmanna féllst á að draga úr sókn á miðin gegn því, að þeir fengju þá að hirða allan ávinninginn af hagsbótunum. Þeir hjá LÍÚ sömdu lagafrumvarpið, sem Alþingi samþykkti nánast án nokkurrar vitrænnar umræðu í desember 1983. Í lögunum, sem þá voru samþykkt, var kveðið á um ókeypis úthlutun aflakvóta til skipa miðað við veiðireynslu 1980-83, sem hvíldi sumpart á fyrri úthlutunum.Þá lá þó fyrir lögfræðiálit Gauks Jörundssonar prófessors þess efnis, að lagaheimild hefði brostið til slíkrar úthlutunar árin næst á undan, en það álit kom ekki fyrir sjónir almennings fyrr en nú um daginn, 25 árum of seint. Svo virðist sem upphafleg úthlutun aflaheimilda á grundvelli veiðireynslu 1980-83 hafi því ekki aðeins verið ranglát, eins og margir hafa æ síðan haldið fram, þar eð fiskimenn og aðrir sátu ekki allir við sama borð, heldur einnig beinlínis ólögleg. Lögmæti heimildar sjávarútvegsráðuneytisins til ókeypis kvótaúthlutunar 1983 og eftirleiðis er einnig umdeilt.Förum fljótt yfir sögu. Kvótakerfið var fest í sessi með úthlutun varanlegra veiðiheimilda til skipa 1990, og var þá enn miðað við veiðireynslu 1980-83. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 1998 stríðir kvótakerfið gegn jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæðum í stjórnarskránni (Valdimarsmál), en rétturinn skipti um skoðun 2000 undir þrýstingi frá ríkisstjórninni (Vatneyrarmál). Síðari dómurinn og annar eins voru kærðir til Mannréttindanefndar SÞ, en þar sitja 18 af fremstu mannréttindasérfræðingum heims. Nefndin úrskurðaði, að fiskveiðistjórnarkerfið stríddi gegn alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða, og þá steytir kerfið einnig á jafnræðisákvæðinu í stjórnarskránni. Úrskurði Mannréttindanefndarinnar verður ekki áfrýjað. Alþingi hefur orðið uppvíst að skipulegum mannréttindabrotum langt aftur í tímann með fulltingi Hæstaréttar.Villa Alþingis var að taka sérhagsmuni útgerðarinnar fram yfir almannahag. Kvótakerfið er reist á innbyrðis þversögn. Það er reist á upphaflegri úthlutun, sem var ranglát og líklega einnig ólögleg, og síðan var útvegsmönnum leyft að láta kvótana ganga kaupum og sölum. Frjálst framsal var æskilegt af hagkvæmnisástæðum, en það krafðist réttlátrar og löglegrar úthlutunar í upphafi. Þarna liggur undirrót lögleysunnar og mannréttindabrotanna, sem hafa kallað ómældar hörmungar yfir fjölda fólks um allt land og leyft öðrum að maka krókinn. Vandinn liggur með öðrum orðum ekki í tilvist aflakvótanna, heldur í tilurð þeirra. Kvótakerfið virðist að auki hafa ýtt undir önnur lögbrot, bæði brottkast og löndun fram hjá vikt, í ríkari mæli en yfirvöld hafa fram að þessu fengizt til að viðurkenna.Sama heygarðshornSigurður Líndal prófessor heldur því enn fram opinberlega, að eignarréttarákvæði í 72. grein stjórnarskrárinnar réttlæti kvótakerfið. Þessi skoðun var snar þáttur í málsvörn ríkisins fyrir Mannréttindanefndinni, en nefndin hafnaði henni með þeim rökum, að gera þyrfti greinarmun á lögmætum eignum og öðrum, eins og Aðalheiður Ámundadóttir laganemi í Háskólanum á Akureyri lýsir vel í lærðri ritgerð, sem mun birtast fljótlega í Lögfræðingi, tímariti laganema fyrir norðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Árin í kringum 1970 vöktu hagfræðingar og aðrir máls á nauðsyn þess að hafa stjórn á fiskveiðum við Ísland, þar eð fiskstofnar þyldu ekki lengur frjálsa sókn á miðin. Lagt var til, að veiðum væri stjórnað með gjaldheimtu, þannig að útgerðir greiddu ríkinu fyrir aðgang að fiskimiðunum. Takmarkaður aðgangur hlaut að kalla á aðgangseyri, veiðigjald. Annar viðtakandi gjaldsins en ríkið kom ekki til álita, þar eð fiskimiðin hlutu að teljast vera sameign þjóðarinnar, þótt ekkert ákvæði þess efnis væri þá komið í lög. Þessi einfalda markaðslausn á ofveiðivandanum mætti strax þungum mótbyr í því markaðsfirrta andrúmslofti, sem þjóðin þurfti enn að búa við, þótt viðreisnarstjórnin 1959-71 hefði leyst eða losað suma hörðustu hnútana, einkum með því að leiðrétta gengisskráningu krónunnar og afnema beina styrki til sjávarútvegsins. Stjórnmálamenn héldu þó áfram að skammta lánsfé og gjaldeyri, og fiskverð var ákveðið í reykfylltum herbergjum. Þvæla var allsráðandi í umræðum um efnahagsmál, og hagstjórnin og hagskipulagið voru því marki brennd, kollsteypurnar ráku hver aðra, verðbólga og verkföll. Þess var naumast að vænta, að skynsamleg markaðslausn á ofveiðivandanum næði fram að ganga við þessar aðstæður. Ég man eftir fundi, þar sem prófessor í Háskóla Íslands benti áheyrendum sínum á, hversu fráleitt það myndi þykja að veita veiðimönnum ókeypis aðgang að laxveiðiám. Þá reis einn helzti virðingarmaður útvegsins og alþingismaður upp úr sæti sínu og spurði með þjósti: Er prófessorinn að líkja þorski við lax? Umræður á Alþingi voru á svipuðu stigi.Skipuleg mannréttindabrotLandssamband íslenskra útvegsmanna féllst á að draga úr sókn á miðin gegn því, að þeir fengju þá að hirða allan ávinninginn af hagsbótunum. Þeir hjá LÍÚ sömdu lagafrumvarpið, sem Alþingi samþykkti nánast án nokkurrar vitrænnar umræðu í desember 1983. Í lögunum, sem þá voru samþykkt, var kveðið á um ókeypis úthlutun aflakvóta til skipa miðað við veiðireynslu 1980-83, sem hvíldi sumpart á fyrri úthlutunum.Þá lá þó fyrir lögfræðiálit Gauks Jörundssonar prófessors þess efnis, að lagaheimild hefði brostið til slíkrar úthlutunar árin næst á undan, en það álit kom ekki fyrir sjónir almennings fyrr en nú um daginn, 25 árum of seint. Svo virðist sem upphafleg úthlutun aflaheimilda á grundvelli veiðireynslu 1980-83 hafi því ekki aðeins verið ranglát, eins og margir hafa æ síðan haldið fram, þar eð fiskimenn og aðrir sátu ekki allir við sama borð, heldur einnig beinlínis ólögleg. Lögmæti heimildar sjávarútvegsráðuneytisins til ókeypis kvótaúthlutunar 1983 og eftirleiðis er einnig umdeilt.Förum fljótt yfir sögu. Kvótakerfið var fest í sessi með úthlutun varanlegra veiðiheimilda til skipa 1990, og var þá enn miðað við veiðireynslu 1980-83. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 1998 stríðir kvótakerfið gegn jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæðum í stjórnarskránni (Valdimarsmál), en rétturinn skipti um skoðun 2000 undir þrýstingi frá ríkisstjórninni (Vatneyrarmál). Síðari dómurinn og annar eins voru kærðir til Mannréttindanefndar SÞ, en þar sitja 18 af fremstu mannréttindasérfræðingum heims. Nefndin úrskurðaði, að fiskveiðistjórnarkerfið stríddi gegn alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða, og þá steytir kerfið einnig á jafnræðisákvæðinu í stjórnarskránni. Úrskurði Mannréttindanefndarinnar verður ekki áfrýjað. Alþingi hefur orðið uppvíst að skipulegum mannréttindabrotum langt aftur í tímann með fulltingi Hæstaréttar.Villa Alþingis var að taka sérhagsmuni útgerðarinnar fram yfir almannahag. Kvótakerfið er reist á innbyrðis þversögn. Það er reist á upphaflegri úthlutun, sem var ranglát og líklega einnig ólögleg, og síðan var útvegsmönnum leyft að láta kvótana ganga kaupum og sölum. Frjálst framsal var æskilegt af hagkvæmnisástæðum, en það krafðist réttlátrar og löglegrar úthlutunar í upphafi. Þarna liggur undirrót lögleysunnar og mannréttindabrotanna, sem hafa kallað ómældar hörmungar yfir fjölda fólks um allt land og leyft öðrum að maka krókinn. Vandinn liggur með öðrum orðum ekki í tilvist aflakvótanna, heldur í tilurð þeirra. Kvótakerfið virðist að auki hafa ýtt undir önnur lögbrot, bæði brottkast og löndun fram hjá vikt, í ríkari mæli en yfirvöld hafa fram að þessu fengizt til að viðurkenna.Sama heygarðshornSigurður Líndal prófessor heldur því enn fram opinberlega, að eignarréttarákvæði í 72. grein stjórnarskrárinnar réttlæti kvótakerfið. Þessi skoðun var snar þáttur í málsvörn ríkisins fyrir Mannréttindanefndinni, en nefndin hafnaði henni með þeim rökum, að gera þyrfti greinarmun á lögmætum eignum og öðrum, eins og Aðalheiður Ámundadóttir laganemi í Háskólanum á Akureyri lýsir vel í lærðri ritgerð, sem mun birtast fljótlega í Lögfræðingi, tímariti laganema fyrir norðan.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun