Kuldasamur vetur Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2008 05:00 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafði rétt fyrir sér í gær þegar hún sagði að stjórnmálaflokkar eigi ekki að stjórna starfi sínu í takt við skoðanakannanir. Stundum þurfa stjórnmálamenn að gera áhlaup; taka ákvarðanir sem þeir trúa að séu þjóð og kjósendum til heilla, ákvarðanir sem eru í samræmi við sannfæringu sína, þrátt fyrir að þær séu jafnframt líklegar til óvinsælda. Þá er sannfæringin betri leiðarvísir en skoðanakannanir. Skoðanakannanir gefa mynd af ástandi og ná jafnvel að grípa hugarvíl þeirra sem verið er að kanna. Þannig er hægt að nota kannanir til að fylgjast með því hvort kjósendur telji stjórnmálaflokka vera á réttri leið eða rangri. Hvað stjórnmálamennirnir svo gera við þær upplýsingar er þeirra sjálfra að ákveða. Skoðanakannanir geta einnig verið prýðis staðfesting á því að innanhússmein stjórnmálaflokka fara ekki fram hjá kjósendum. Í borginni hafa þrír listar af fimm átt við mikil innanhússmein og deilur. Hvort sem litið er til skoðanakönnunar Fréttablaðsins eða Gallup frá því að borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, eru það sömu þrír flokkarnir sem fá að gjalda þess í könnunum; Framsóknarflokkur, Frjálsyndi flokkurinn og óháðir og Sjálfstæðisflokkur. Innan sömu þriggja flokka er mikil barátta um næsta leiðtoga. Það þarf ekki útlærða stjórnmálaspekinga til að átta sig á að kjósendur treysta síður stjórnmálaflokkum sem ekki hafa sín mál í lagi. Kjósendur vilja ekki horfa upp á flokksdeilur líkt og geysuðu milli Guðjóns Ólafs Jónssonar og Björns Inga Hrafnssonar. Þó svo aðeins annar þeirra hafi verið í borgarmálunum var það sá sem þekktari var og því munu þessar „persónulegu deilur", eins og formaður þeirra orðaði það á svo óskiljanlegan hátt, hafa áhrif á fylgi flokksins í borginni. Þessar deilur höfðu ekkert með borgina að gera og lítið með hver sagði hvað fyrir löngu liðnar kosningar. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að Guðni verði lengi formaður og baráttan um sætið hans er hafin. Kjósendur vilja heldur ekki horfa upp á flokksdeilur og innanhússátök eins og áttu sér stað innan Sjálfstæðisflokksins í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn á enn eftir að sýna fram á að hann sé heill, flokksdeilurnar séu niðurlagðar og fyrirgefnar. Það er annars vegar „unga fólkið" sem var í uppreisninni gegn Vilhjálmi. Nú er talað um Gísla Martein og Hönnu Birnu gegn Vilhjálmi og Kjartani. Ekki er gert ráð fyrir að Vilhjálmur endist lengi í pólitík og geta átökin innan flokksins orðið enn harkalegri í kapphlaupinu um oddvitasætið. Þá er klofningur innan F-listans aldeilis óleystur og verður svo út kjörtímabilið. Sá klofningur nær út fyrir Reykjavík því ekki er það einungis þannig að F-listinn í Reykjavík skiptist á milli meirihluta og minnihluta í borgarstjórn, heldur tala núverandi og fyrrverandi þingmenn frjálslyndra í kross. Nokkrir vilja eigna sér Ólaf F. með húð og hári. Aðrir segja nýjan borgarstjóra ekkert tengjast flokknum og vilja enga ábyrgð á honum taka. Flækjast málin allverulega þegar núverandi formaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi formaður Nýs afls eru þeir sem tala þvers og kruss og eru lýsandi fyrir enn frekari deilur innan flokksins. Átök um stjórnmál og völd eru eðlileg innan hvers stjórnmálaflokks. En leiðtogar og aðrir liðsmenn stjórnmálaflokkanna þriggja ættu kannski að íhuga hvers vegna það eru Samfylking og Vinstri græn sem ekki tapa á uppstokkuninni í Reykjavík. Það er ekki bara að kjósendur séu mótfallnir nýjum meirihluta í Reykjavík og séu að refsa Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum fyrir að mynda nýjan meirihluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafði rétt fyrir sér í gær þegar hún sagði að stjórnmálaflokkar eigi ekki að stjórna starfi sínu í takt við skoðanakannanir. Stundum þurfa stjórnmálamenn að gera áhlaup; taka ákvarðanir sem þeir trúa að séu þjóð og kjósendum til heilla, ákvarðanir sem eru í samræmi við sannfæringu sína, þrátt fyrir að þær séu jafnframt líklegar til óvinsælda. Þá er sannfæringin betri leiðarvísir en skoðanakannanir. Skoðanakannanir gefa mynd af ástandi og ná jafnvel að grípa hugarvíl þeirra sem verið er að kanna. Þannig er hægt að nota kannanir til að fylgjast með því hvort kjósendur telji stjórnmálaflokka vera á réttri leið eða rangri. Hvað stjórnmálamennirnir svo gera við þær upplýsingar er þeirra sjálfra að ákveða. Skoðanakannanir geta einnig verið prýðis staðfesting á því að innanhússmein stjórnmálaflokka fara ekki fram hjá kjósendum. Í borginni hafa þrír listar af fimm átt við mikil innanhússmein og deilur. Hvort sem litið er til skoðanakönnunar Fréttablaðsins eða Gallup frá því að borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, eru það sömu þrír flokkarnir sem fá að gjalda þess í könnunum; Framsóknarflokkur, Frjálsyndi flokkurinn og óháðir og Sjálfstæðisflokkur. Innan sömu þriggja flokka er mikil barátta um næsta leiðtoga. Það þarf ekki útlærða stjórnmálaspekinga til að átta sig á að kjósendur treysta síður stjórnmálaflokkum sem ekki hafa sín mál í lagi. Kjósendur vilja ekki horfa upp á flokksdeilur líkt og geysuðu milli Guðjóns Ólafs Jónssonar og Björns Inga Hrafnssonar. Þó svo aðeins annar þeirra hafi verið í borgarmálunum var það sá sem þekktari var og því munu þessar „persónulegu deilur", eins og formaður þeirra orðaði það á svo óskiljanlegan hátt, hafa áhrif á fylgi flokksins í borginni. Þessar deilur höfðu ekkert með borgina að gera og lítið með hver sagði hvað fyrir löngu liðnar kosningar. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að Guðni verði lengi formaður og baráttan um sætið hans er hafin. Kjósendur vilja heldur ekki horfa upp á flokksdeilur og innanhússátök eins og áttu sér stað innan Sjálfstæðisflokksins í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn á enn eftir að sýna fram á að hann sé heill, flokksdeilurnar séu niðurlagðar og fyrirgefnar. Það er annars vegar „unga fólkið" sem var í uppreisninni gegn Vilhjálmi. Nú er talað um Gísla Martein og Hönnu Birnu gegn Vilhjálmi og Kjartani. Ekki er gert ráð fyrir að Vilhjálmur endist lengi í pólitík og geta átökin innan flokksins orðið enn harkalegri í kapphlaupinu um oddvitasætið. Þá er klofningur innan F-listans aldeilis óleystur og verður svo út kjörtímabilið. Sá klofningur nær út fyrir Reykjavík því ekki er það einungis þannig að F-listinn í Reykjavík skiptist á milli meirihluta og minnihluta í borgarstjórn, heldur tala núverandi og fyrrverandi þingmenn frjálslyndra í kross. Nokkrir vilja eigna sér Ólaf F. með húð og hári. Aðrir segja nýjan borgarstjóra ekkert tengjast flokknum og vilja enga ábyrgð á honum taka. Flækjast málin allverulega þegar núverandi formaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi formaður Nýs afls eru þeir sem tala þvers og kruss og eru lýsandi fyrir enn frekari deilur innan flokksins. Átök um stjórnmál og völd eru eðlileg innan hvers stjórnmálaflokks. En leiðtogar og aðrir liðsmenn stjórnmálaflokkanna þriggja ættu kannski að íhuga hvers vegna það eru Samfylking og Vinstri græn sem ekki tapa á uppstokkuninni í Reykjavík. Það er ekki bara að kjósendur séu mótfallnir nýjum meirihluta í Reykjavík og séu að refsa Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum fyrir að mynda nýjan meirihluta.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun