Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Köld rökhyggja

Mörg þeirra bjargráða sem nú er verið að véla um munu hafa áhrif langt inn í ófyrirséða framtíð. Eins er með hugarástand eins og réttláta reiði heillar þjóðar. Hún getur að vísu eftir eðli sínu verið skammvinn. Áhrifi hennar eru á hinn bóginn líkleg til langlífis verði hún allsráðandi um ákvarðanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki einkamál Íslendinga

Þegar Ísland lendir í stórfelldum kröggum, eru þær ekki einkamál Íslendinga. Til þess liggja tvær höfuðástæður. Í fyrsta lagi þurfa Íslendingar nú á erlendri aðstoð að halda, og okkur er flestum engin mikils háttar minnkun að því. Sælla er að gefa en þiggja, satt er það, en nú þurfum við að þiggja liðsinni annarra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veðrið

Íslendingar kunna að lifa við knappan kost. Sú list hefur ekki tapast á þessum fáu góðærisárum. Ekki frekar en að við gleymum hvernig elda skal kjötbollur þó við förum á jólahlaðborð eitt kvöld.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóð í þoku

Íslenska þjóðin er í frjálsu falli og nær ekki lendingu, ekki fyrr en hún fær að vita hver raunveruleg staða þjóðarbúsins, og heimilanna, er. Ráðherrar hafa talað um að staðan sé slæm, jafnvel verri en þeir héldu, en ekki er skýrt hversu slæm hún er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að sigra heiminn

Samkvæmt sálfræðinni eru viðbrögð við skyndilegu andlegu áfalli eða sálarkreppu æði sammannleg og hafa verið greind í nokkur stig. Höggdofi strax eftir ótíðindin, afneitun eða martraðarkenndir.

Bakþankar
Fréttamynd

Skýrir kostir

Árin fyrir heimskreppuna á fjórða áratugnum deildu menn um grundvallarhugmyndir er lutu að peningamálastjórn landsins. Ríkisstjórnir þeirrar tíðar fundu hins vegar ekki réttan tíma til að taka ákvarðanir til lengri framtíðar. Eftir að kreppan skall á voru menn uppteknir við skammtímaviðbrögð. Lag til að ákveða langtímastefnu í peningamálum kom aldrei. Niðurstaðan var sú að þjóðin sat uppi með hafta- og millifærslukerfi með fjölgengi í þrjá áratugi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kavíar í kvöldmatinn

Um daginn hringdi ég til vinkonu minnar sem býr í smábæ í Suður-Frakklandi; bóndi hennar er yfirmaður í fyrirtæki sem hefur mikil umsvif í Austur-Evrópu og ræður yfir alls kyns verksmiðjum á víð og dreif frá Hvíta-Rússlandi til Svarta-Hafsins, og var ég orðinn dálítið kvíðinn yfir velferð fjölskyldunnar í þeirri kreppu sem virðist ætla að vaða yfir allt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Auðmagnið

Engum dylst lengur að heimskerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu og að meginorsökin er hrun fjármálastofnana í Bandaríkjunum. Nú beinist athyglin að undirstöðum þessa kerfis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðspyrnan

Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið henni í. Rúin trausti og virðingu umheimsins, niðurlægð og ófær um að bjarga sér sjálf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjarnvísindamenn

Ólafur Ragnar sem Íslendingar kynntust fyrst í þáttunum Næturvaktinni er drengur góður. Manni finnst óskiljanlegt að hægt sé að níðast á jafn hrekklausri sál eins og Georg Bjarnfreðarson, Nígeríu­svindlarinn og pervertinn hún Gugga gera. Einhverra hluta vegna skellihlæja áhorfendur að óhamingju hans.

Bakþankar
Fréttamynd

Reiðarekstefnan

Maður horfir á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra standa við hliðina á Geir Haarde og segja að ekki sé tímabært að huga að mannabreytingum í stjórn Seðlabankans, þótt leitun sé á bankastjórum í mannkynssögunni sem jafn rúnir eru öllu trausti, alls staðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skerið sem á steytti

Gera má ráð fyrir að skatttekjur ríkisins rýrni um sem nemur rúmum 25 milljörðum króna vegna falls Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, samkvæmt útreikningum sem birtir voru í Fréttablaðinu í gær. Upphæðin er gífurleg, enda hefði hún á næsta ári að öllum líkindum nægt til að standa undir framlagi ríkisins til bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, Atvinnuleysistryggingasjóðs, Sinfóníuhljómsveitarinnar og Landsbókasafnsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýir tímar

Nornaveiðar eru sport sem felst í því að finna rosknar konur sem búa einar og fleygja þeim í dýflissur og pynta þær til að játa að þær hafi mök við makt myrkranna - og brenna þær síðan á báli.

Bakþankar
Fréttamynd

Að mega það sem aðrir mega ekki

Bretum er oft legið á hálsi fyrir að telja að Bretland sé eitthvað sem það er ekki. Heimsveldið er hrunið, en þjóðarsálin hefur ekki uppgötvað það enn og því hagi Bretar sér enn eins og herraþjóð sem getur gert það sem hún vill, þrátt fyrir að í samfélagi þjóðanna séu þegnarnir engir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ertu skræfa?

Dóttir mín, sem segist vera þriggja og hálfs árs en alls ekki þriggja, spurði mig að því um daginn hvort Ísland væri farið á hausinn. Eldri systir hennar sem er sex ára skólastelpa veit líka hvað það þýðir að fara á hausinn eftir að það urðu örlög vinsællar leikfangaverslunar.

Bakþankar
Fréttamynd

Sko

Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvistarfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi baráttukveðjur.

Bakþankar
Fréttamynd

Sýsifos á Bessastöðum

Áhugamenn um goðafræði eru sjálfsagt í essinu sínu nú þegar allt úir og grúir af dæmum sem hreinlega hrópa á að fornar táknmyndir verði heimfærðar upp á. Útrásarvíkingarnir ósnertanlegu eru til dæmis komnir í hlutverk Íkarusar, sem flaug of nálægt sólinni og hrapaði til jarðar. Einn beljakinn hét meira að segja Samson, eins og þessi í Biblíunni, og þegar síðast fréttist var bæði búið að skera af honum hárið og rýja hann inn að skinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Breytt staða

Nú er augljóst að hrun viðskiptabankanna og Seðlabankans mun hafa margvísleg og víðtæk áhrif á utanríkispólitíkina bæði í bráð og lengd. Tvö stór mál eru þegar komin upp á yfirborðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað gerðist?

Kapítalismanum hefur verið spáð dauða í þrjú hundruð ár, enda á hann ófáa andstæðinga. Síðasta spáin mun ekki rætast fremur en hinar fyrri. Við frjáls viðskipti skapast mestu verðmætin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjól atvinnulífsins snúist

Óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér er líklega það sem þyngst hvílir á þeim sem fyrir fjölskyldum eiga að sjá nú á tímum bankakreppu. Sumar afleiðingar bankakreppunnar eru vissulega komnar í ljós, til dæmis hækkandi vöruverð. Flest heimili í landinu eru einnig skuldsett og hækkandi afborganir setja mark sitt á heimilisbókhaldið og þá ekki síst í þeim tilvikum að lán hafa verið tekin í erlendri mynt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Saklausir vegfarendur

Of hraður bankavöxtur án öflugs eftirlits endar ævinlega á einn veg: með ósköpum. Þetta er hryggileg niðurstaða í ljósi nýlegrar reynslu nokkurra Asíulanda, þar sem stríðir, óheftir og eftirlitslausir fjármagnsflutningar stráfelldu gjaldmiðla, hlutabréf og banka fyrir aðeins ellefu árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Traust

Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Strax í dag

Fréttir af hækkun á vísitölum í útlöndum í gær varðar okkur nokkuð. Alkul á markaði víða um lönd auðveldar ekki endurskipulagningu á viðskiptum okkar við útlönd sem hafa verið í maski undanfarna daga. Og sér ekki fyrir endann á því ástandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Köttur út í mýri

Eftir heila viku af uppnámi sem einkenndist mest af fréttum af því hvað Davíð hafi eiginlega verið að meina höfum við nú hneppt börnin okkar og barnabörn í ævilangt skuldafangelsi.

Bakþankar
Fréttamynd

Glápritinn

Um hvað hugsa þeir sem stjórna sjónvarpsþáttum? Ef marka má frönsku heimildarmyndina „20 mínútna hamingja“ sem nú er verið að sýna í kvikmyndahúsum Parísar hafa þeir hugann fyrst og fremst við það sem kallað er „audimat“ á frönsku og hægt væri að kalla „gláprita“ á vora tungu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til að læra þarf að upplýsa um mistökin

Göfugt er að fyrirgefa og þá er iðrunin ekki síður mikilvæg þegar fólk hefur farið út af sporinu og rangar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægt er hins vegar, áður en til slíkra uppgjöra kemur, að fyrir liggi hvað er verið að fyrirgefa eða hvers sé iðrast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýir tímar

Börn eru undursamlega vitur áður en þeim er kennt hvernig á að hugsa og bregðast við umhverfinu. Mig minnir að hún hún hafi verið þriggja ára, dóttir vinkonu minnar, þegar hún fékk eitt sinn brunasár á hendi. Hún grét auðvitað um stund en fór svo að leika sér eins og ekkert hefði í skorist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýja Ísland

Hremmingar síðustu daga hafa vissulega sigið yfir þjóðina eins og svartnætti. Það gæfulega er að á sama tíma er að spretta fram málefnaleg umræða um þá nýju framtíð sem við göngum til móts við. Ekki er við því að búast að umræða af því tagi framkalli einfaldar skyndilausnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sirkus Geira smart

Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig við komum okkur í þessa krísu sem nú hefur kverkatak á þjóðinni. Ég fæ ekki betur séð en við höfum misstigið okkur líkt og sirkus einn sem starfaði við fádæma vinsældir þar til efinn sáði frækornum sínum þar eina kvöldstund.

Bakþankar
Fréttamynd

Bankahrunið

Leiðtogar fimmtán Evrópuríkja sem hafa evruna sem gjaldmiðil funduðu í París um helgina. Fundarefnið var vitaskuld sú ótrúlega fjármálakreppa sem nú ríður yfir heimsbyggðina og brennir upp verðmætum með meiri hraða en áður hefur sést.

Fastir pennar