Viðspyrnan Jón Kaldal skrifar 21. október 2008 06:00 Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið henni í. Rúin trausti og virðingu umheimsins, niðurlægð og ófær um að bjarga sér sjálf. Koma gjaldeyrissjóðsins gefur von um að nauðsynlegri viðspyrnu verði loks náð. Að frjálsu falli undanfarinna vikna ljúki og að uppbyggingarstarfið geti hafist. Um það starf á öll þjóðin að geta sameinast. En viðspyrnan með komu gjaldeyrissjóðsins gefur líka kost á að fara í það geysilega mikilvæga uppgjör sem verður að fara fram. Mótun nýs samfélags, með breyttri forgangsröðun og nýju vinnulagi, má ekki vera í höndum þeirra sem hafa stýrt þjóðinni undanfarin ár. Óhjákvæmilegt er annað en að Sjálfstæðisflokknum, fremur en öðrum, verði hegnt fyrir þetta hrun. Og það verðskuldað eftir samfellda sautján ára valdasetu. Hversu grimmileg refsing Sjálfstæðisflokksins verður er hins vegar að töluverðu leyti í hans eigin höndum. Það mun velta á uppgjörinu sem hlýtur að fara fram innan raða hans. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur haft sæmilega mótaða sýn og stefnu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Byggir sú stefna bæði á efnahagslegum forsendum og hugsjónum um hvar Ísland á að velja sér stað í samfélagi þjóðanna. Það þótti mörgum heldur klént þegar Samfylkingin lét Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að festa í stjórnarsáttmálann innihaldsrýran kafla um afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Samfylkingin hefur að auki látið yfir sig ganga ítrekaðar yfirlýsingar forystumanna Sjálfstæðisflokksins um að ekki sé tímabært að velta fyrir sér aðild. Í þeirri stöðu sem nú er uppi er rétt að skoða þann stóra hóp sjálfstæðismanna sem hefur aðra skoðun en opinberu flokkslínuna. Mikill og vaxandi Evrópuáhugi hefur verið innan samtaka sem hafa sögulega verið í lykilhlutverki í baklandi Sjálfstæðisflokksins. Þetta á við um Félag íslenskra stórkaupmanna, Samtök iðnaðarins og síðast en ekki síst Samtök atvinnulífsins, sem hafa að auki verið einhver harðskeyttasti gagnrýnandi Seðlabankans undanfarin misseri. Innan þessara samtaka eru áhrifamiklir sjálfstæðismenn sem voru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyrir því að íslenskt efnahagslíf var vaxið upp úr allt of litlum fötum krónunnar. Þessir menn sitja nú uppi með að hafa leyft þeim að ráða ferðinni sem lofsungu sveigjanleika sjálfstæðrar peningamálastefnu og mikilvægi krónunnar. Sú ferð hefur nú endað með stórkostlegum hörmungum fyrir íslenska þjóð. Bróðurpartur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur stutt þessa stefnu og er fyrir vikið að vakna upp við hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Tími þeirra sem hafa haldið fram öðrum sjónarmiðum innan flokksins hlýtur að vera runninn upp. Ef þeir láta ekki sverfa til stáls verður litlu að fagna á áttatíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun
Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið henni í. Rúin trausti og virðingu umheimsins, niðurlægð og ófær um að bjarga sér sjálf. Koma gjaldeyrissjóðsins gefur von um að nauðsynlegri viðspyrnu verði loks náð. Að frjálsu falli undanfarinna vikna ljúki og að uppbyggingarstarfið geti hafist. Um það starf á öll þjóðin að geta sameinast. En viðspyrnan með komu gjaldeyrissjóðsins gefur líka kost á að fara í það geysilega mikilvæga uppgjör sem verður að fara fram. Mótun nýs samfélags, með breyttri forgangsröðun og nýju vinnulagi, má ekki vera í höndum þeirra sem hafa stýrt þjóðinni undanfarin ár. Óhjákvæmilegt er annað en að Sjálfstæðisflokknum, fremur en öðrum, verði hegnt fyrir þetta hrun. Og það verðskuldað eftir samfellda sautján ára valdasetu. Hversu grimmileg refsing Sjálfstæðisflokksins verður er hins vegar að töluverðu leyti í hans eigin höndum. Það mun velta á uppgjörinu sem hlýtur að fara fram innan raða hans. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur haft sæmilega mótaða sýn og stefnu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Byggir sú stefna bæði á efnahagslegum forsendum og hugsjónum um hvar Ísland á að velja sér stað í samfélagi þjóðanna. Það þótti mörgum heldur klént þegar Samfylkingin lét Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að festa í stjórnarsáttmálann innihaldsrýran kafla um afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Samfylkingin hefur að auki látið yfir sig ganga ítrekaðar yfirlýsingar forystumanna Sjálfstæðisflokksins um að ekki sé tímabært að velta fyrir sér aðild. Í þeirri stöðu sem nú er uppi er rétt að skoða þann stóra hóp sjálfstæðismanna sem hefur aðra skoðun en opinberu flokkslínuna. Mikill og vaxandi Evrópuáhugi hefur verið innan samtaka sem hafa sögulega verið í lykilhlutverki í baklandi Sjálfstæðisflokksins. Þetta á við um Félag íslenskra stórkaupmanna, Samtök iðnaðarins og síðast en ekki síst Samtök atvinnulífsins, sem hafa að auki verið einhver harðskeyttasti gagnrýnandi Seðlabankans undanfarin misseri. Innan þessara samtaka eru áhrifamiklir sjálfstæðismenn sem voru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyrir því að íslenskt efnahagslíf var vaxið upp úr allt of litlum fötum krónunnar. Þessir menn sitja nú uppi með að hafa leyft þeim að ráða ferðinni sem lofsungu sveigjanleika sjálfstæðrar peningamálastefnu og mikilvægi krónunnar. Sú ferð hefur nú endað með stórkostlegum hörmungum fyrir íslenska þjóð. Bróðurpartur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur stutt þessa stefnu og er fyrir vikið að vakna upp við hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Tími þeirra sem hafa haldið fram öðrum sjónarmiðum innan flokksins hlýtur að vera runninn upp. Ef þeir láta ekki sverfa til stáls verður litlu að fagna á áttatíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á næsta ári.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun