Krókódíllinn Einhvern tíma í janúar upplauk Brice Hortefeux, félagsmálaráðherra Frakklands, upp sínum stóra túla og mælti þá orð sem um leið urðu fleyg: „Maður móðgar ekki krókódílinn áður en hann fer yfir fljótið." Þessu til skýringar er rétt að geta þess, að áður en Brice Hortefeux fékk þá stöðu sem hann gegnir nú var hann um skeið innflytjendaráðherra frönsku stjórnarinnar og lærði þá langar runur af spakmælum og orðskviðum upprunnum úr hinni svörtustu Afríku. Hefur hann þennan vísdóm frá Suðurálfu nú á hraðbergi við öll tækifæri og er þetta nokkuð merkilegt dæmi um það hvernig stjórnmálamenn geta lært af erfiðri reynslu. Fastir pennar 4. mars 2009 06:00
Með Claptonúti á engi Dag nokkurn á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar kom ungur maður að tali við stöðvarstjóra á lestarstöð skammt frá Beaulieu á Englandi. Sá ungi bar ekki höfuðið hátt enda hafði hann lognast útaf nóttina áður á drykkjusamkomu á tjaldsvæði í nágrenninu en vaknað síðan glerþunnur og peningalaus úti á engi. Þar að auki var hann búinn að gera í brækurnar og æla yfir sig allan. Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki líklegir til að ná einhverjum árangri í samningaviðræðum. En stöðvarstjóri sá aumur á þeim unga og hripaði skuldarviðurkenningu svo hann kæmist heim til Ripley. Bakþankar 4. mars 2009 06:00
Afskriftir skulda Hvernig skal meðhöndla mjög skuldsett heimili og fyrirtæki er spurning sem enn er ósvarað. Framsóknarmenn hafa kynnt tillögur um að afskrifa flatt 20 prósent skulda íbúðakaupenda og fyrirtækja við vægast sagt dræmar undirtektir. Fastir pennar 3. mars 2009 06:00
Ábyrgð kjósenda Þegar ég var krakki og heyrði talað um bestu manna yfirsýn, velti ég því stundum fyrir mér hverjir þeir væru þessir bestu menn, og hvar þá væri að finna. Í dag er ég að vona að þeir séu önnum kafnir við uppbyggingu samfélagsins með alla sína yfirsýn. Ég treysti því líka að þá sé að finna í fylkingunni sem sækist eftir þingsætum í næstu kosningum. Við hin eigum mikið undir því að svo sé. Fastir pennar 3. mars 2009 06:00
Krafa um ábyrg kosningaloforð Skoðanakannanir þær sem birtust fyrir helgi um stöðu flokkanna segja meira til um það hversu ánægt fólk er með stjórnmálaflokkana í stjórn eða stjórnarandstöðu nú en hvað skuli kjósa eftir tæpa tvo mánuði. Kjósendur hafa enn sem komið er fáar forsendur til að meta hvaða stjórnmálaafl verður best að kjósa, því stefnur eða kosningaloforð eru ekki komin fram. Fastir pennar 2. mars 2009 06:00
Gangan langa Ógleymanleg verður manni myndin af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hún er studd út af heimili Geirs Haarde af Össuri Skarphéðinssyni, sínum nánasta samverkamanni - og hafði risið af sjúkrabeði sínum til að bregðast við kröfu kjósenda um nýja ríkisstjórn, nýja forystu í landsmálum, ný úrræði. Að fara nú að gera eitthvað og hætta þessu ráðleysi. Fastir pennar 2. mars 2009 06:00
Shirley MacLaine á Íslandi Mikið var gaman að Kate Winslet skyldi fá Óskarinn. Hún á metið í tilnefningum miðað við aldur, 33 ára og komin með sex. Samt ákvað fréttastofa Ríkissjónvarpsins að þegja bæði yfir henni og Penelope Cruz og sagði bara frá körlunum sem fengu óskara fyrir leikstjórn, aðal- og aukaleik. Ég varð því að fara inn á youtube til að sjá Kate halda þá alskemmtilegustu ræðu sem flutt hefur verið af þessu tilefni. Samt var gleði mín ekki fölskvalaus því á meðal þeirra sem birtust uppi á sviði með Kate var Shirley MacLaine. Bakþankar 2. mars 2009 06:00
Að halda sig við aðalatriði máls Þriðja umræða og kosning í kjölfarið um ný lög um Seðlabanka Íslands stóð frá því klukkan ellefu árdegis í gær og fram undir klukkan sex síðdegis. Sjálfsagt má deila um hvort afgreiðsla málsins hafi þurft allan þennan tíma og óvíst að gagnið sé í samræmi við lengd umræðunnar. Fastir pennar 27. febrúar 2009 00:01
Hvað um meðaljóninn? Alltaf stal villingurinn í bekknum athyglinni. Í ofan á lag var honum svo hrósað í hástert ef hann slysaðist til að haga sér einu sinni vel. Enginn tók eftir meðaljóninum sem hagaði sér skikkanlega allan tíman. Ég óttast að í aðgerðapakkanum sem bjarga á heimilunum í kreppunni verði meðaljóninn enn útundan. Að þeir taki mestan skellinn sem spiluðu ekki rassinn úr buxunum, höfðu enga kaupréttarsamninga og standa þokkalega í skilum. Splæstu kannski í mesta lagi 20 tommu flatskjá. Bakþankar 26. febrúar 2009 06:00
Rætur hrunsins Ísland þarf nú að margra dómi nýja stjórnarskrá, þótt ófullkomleiki stjórnarskrárinnar sé ekki aðalorsök hrunsins. Íslendingar búa að stofni til við sömu stjórnarskrá og Danir. Þau ákvæði, sem Danir hafa bætt inn í stjórnarskrá sína og Íslendingar ekki, eru ekki frumorsök þess, að fjármálakerfi Danmerkur stendur föstum fótum öndvert bankahruninu hér. Fastir pennar 26. febrúar 2009 06:00
Flýta þarf bata með öllum tiltækum ráðum Næsta sunnudag er fyrsti mars. Sumir halda upp á daginn og nefna hann bjórdaginn. Fyrir fyrsta mars 1989 var einungis á færi útvalinna að flytja inn og drekka bjór. Allur almenningur mátti halda sig við brennda drykki og vín. Fastir pennar 25. febrúar 2009 11:51
Gamla lagið Nýr formaður Framsóknarflokksins tók ákvörðun um að búa til þriggja daga tafaferli með stjórnarandstöðunni í umfjöllun viðskiptanefndar Alþingis um Seðlabankafrumvarpið. Þessi atburður varpar skýru ljósi á tvennt: Breytta taflstöðu Framsóknarflokksins og ráðherraræðið sem herðir nú tökin á Alþingi. Fastir pennar 25. febrúar 2009 06:00
Bankinn minn Þú ert búinn að vera að sverta bankann minn,“ sagði Davíð Oddsson við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi gærkvöldsins. Það er enginn agi í þjóðfélaginu, sagði hann síðar í viðtalinu og í millitíðinni ræddi hann um þann fjölda fólks sem staðið hefur norpandi fyrir utan Seðlabankann og barist fyrir sannfæringu sinni. Þeirri sannfæringu sinni að Davíð eigi að víkja. Um þetta fólk hafði Davíð það að segja að einhverjir væru í því að „flytja fólk að Seðlabankanum“. Bakþankar 25. febrúar 2009 06:00
Friðlýsum Ísland Fyrir viku bárust alvarleg tíðindi af árekstri bresks og fransks kjarnorkukafbáts á Atlantshafi í febrúarbyrjun. Betur fór þar en á horfðist, en fréttirnar vekja mann óneitanlega til umhugsunar um áhrif þess sem skaðlegt kjarnorkuslys á höfunum gæti haft fyrir Ísland og Íslendinga. Auk beinna skaðlegra umhverfisáhrifa sem slíkt slys hefði í för með sér, mætti búast við því að sala og neysla á sjávarafurðum yrði fyrir áfalli með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðarhag sem síst má við miklum skakkaföllum. Þetta er raunveruleg ógn sem vofir yfir Íslendingum. Fastir pennar 24. febrúar 2009 06:00
Smá sannindi og góð Nýverið fór ég inn á spítala. Þar inni rak ég augun í nokkur vönduð tæki og muni sem á stóð að hefðu verið gefin af félagasamtökum á borð við Lions, Kiwanis, Oddfellow og kvenfélögum ýmiss konar. Þessi tæki bættu stofnunina og þar með líðan þeirra sem þurftu á þjónustunni þar inni að halda og ég velti fyrir mér því mikla starfi sem félagasamtök hér á landi inna af hendi án þess að störfum fólksins innan þeirra sé gefinn mikill gaumur, ef nokkur. Bakþankar 24. febrúar 2009 06:00
Endurreisn á trausti Alþingis Hrun íslenska fjármálakerfisins í haust sem leið hefur markað djúp spor í þjóðlífið. Svo djúp að tímatal miðast nú að talsverðu leyti við hrunið og mun áreiðanlega gera um langt skeið. Fastir pennar 24. febrúar 2009 06:00
Mesta steypan Það vantaði tónlistarhús. Árum saman bentu tónlistarmenn og tónlistarunnendur á að óviðunandi væri að hér skyldi ekki vera sérstakt hús fyrir tónlist, líkt og sérstök hús eru fyrir íþróttir í hverjum hreppi eins og vera ber, sérstök hús eru fyrir guðsdýrkun (eins og vera ber), sundiðkun, leiklist, jafnvel bækur, að ógleymdum öllum verslunarhöllunum. Hér hafa verið reist hús sérstaklega í því skyni að þar sé hægt að spila badminton. En ekki tónlist… Jafnvel þótt Íslendingar séu miklu meiri tónlistarmenn en íþróttamenn - og upp til hópa miklu áhugasamari um tónlist en til dæmis hinn ofmetna fótbolta - þá hefur ekki verið til tónlistarhús í höfuðborginni fram að þessu. Kannski er það vegna þess að stjórnmálamenn eru almennt ekki mjög músíkalskt fólk. Kannski ekki. Þetta er ráðgáta: tónlistin, drottning listanna, hefur í höfuðborginni verið iðkuð í bíóum og búllum, kirkjum og - íþróttahúsum. Fastir pennar 23. febrúar 2009 04:30
Upprakning hnattvæðingar Sænska Saab-bílasmiðjan fór fyrir helgi fram á greiðslustöðvun, eftir að móðurfélagið GM í Detroit hafði tilkynnt að það myndi ekki leggja sænska dótturfélaginu til meira fé og sænsk stjórnvöld höfnuðu beiðni um að gangast í ábyrgðir fyrir nýju rekstrarfé. Þar með stefnir allt í endalok merks kafla í sögu bílaiðnaðarins, sem hófst upp úr síðari heimsstyrjöld þegar sænska herflugvélasmiðjan SAAB (Svenska Aeroplan-AB) vantaði ný verkefni og brá á það ráð að fela verkfræðingum sínum að þróa fólksbifreið til að skjóta frekari stoðum undir reksturinn á friðartímum. Fastir pennar 23. febrúar 2009 04:00
Rangar upplýsingar Stjórnvöld hafa mörg undangengin ár fóðrað fólkið í landinu á röngum upplýsingum um sum brýn þjóðmál, í sjálfsvörn að því er virðist. Margir virtust kæra sig kollótta um blekkingaflóðið meðan allt lék í lyndi. Fastir pennar 19. febrúar 2009 05:00
Fyrirgefðu Sorry seems to be the hardest word, söng Elton John um árið. Hann hitti í mark því flestir kannast við þetta: Það er bara svo fjári erfitt að biðjast afsökunar. Sérstaklega ef manni finnst maður ekki hafa gert neitt rangt. Hversu mörg pör hafa ekki setið í þrúgandi þögn yfir sjónvarpinu eftir að annað lét eitthvað vanhugsað út úr sér eða gerði einhverja vitleysu sem hitt er hundfúlt yfir? Bakþankar 19. febrúar 2009 00:01
Sú eina Á Íslandi hafa menn oft spurt mig hvernig franskir fjölmiðlar fjalli um ástandið á skerinu, um bankahrunið, kreppuna og allt það sem siglt hefur í kjölfar hennar, og hvernig þeim liggi yfirleitt orð til Mörlandans; eru þessar spurningar jafnan bornar fram með miklum áhyggjutón og titringi í röddinni. Fastir pennar 18. febrúar 2009 06:00
Hvað ætla Vinstri græn að gera? Þetta er undarleg albanínuumræða gagnvart Vinstri grænum,“ sagði Arnbjörg Sveinsdóttir á Alþingi í gær, þegar Samfylkingin beindi þeirri spurningu að Sjálfstæðisflokknum hver stefna þeirra gagnvart Evrópusambandinu væri, og hvort breytinga á þeirri stefnu væri að vænta á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fastir pennar 18. febrúar 2009 04:00
Sjálfsagðir hlutir í lög leiddir af illri nauðsyn Viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd. Þótt mikilvægt sé að koma á breytingum í yfirstjórn bankans þá er ekki síður mikilvægt að lögin séu vel úr garði gerð. Fastir pennar 18. febrúar 2009 00:01
Hér og nú Árið 1946 gaf Bókaútgáfa Æskunnar út bókina „Sögurnar hans pabba“, eftir Hannes J. Magnússon. Í formála kemur fram að höfundi bókarinnar þyki vanta alíslenskt lesefni fyrir börn. Flestar barnabækur séu þýddar úr öðrum tungumálum og lýsi erlendu fólki, staðháttum og hugsunarhætti. Bókinni var firna vel tekið og næstu árin komu út þrjár með sama sniði; Sögurnar hennar mömmu, og síðar afa og ömmu. Fastir pennar 17. febrúar 2009 05:00
„Kemur manninum mínum ekkert við“ Álfélaginu á Íslandi er ekki lengur rótt. Álverð fer hríðfallandi á heimsmarkaði og grynnkar stöðugt í vösum sem geta lánað stórfyrirtækjum og smáþjóðum milljarða til að byggja ný álver og orkuver sem gefa af sér ódýra orku á þriðjaheimsverði fyrir málmbræðslur. Það er tekið að súrna í augum álvinanna íslensku og þá styttist þráðurinn. Bakþankar 17. febrúar 2009 03:00
Eins flokks ríki Afsagnir Vals Valssonar og Magnúsar Gunnarssonar úr stjórnarformannsstöðum Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings að eigin frumkvæði er lofsvert framtak. Fastir pennar 16. febrúar 2009 06:00
Krúttin í bönkunum Góð úttekt birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar fjallaði Strandakonan sterka, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, um starfsreynslu þeirra sem unnu í bönkunum og sparisjóðunum fyrir hrun. Í ljós kom að 41 prósent þeirra bjó aðeins að fimm ára starfsreynslu eða jafnvel minna. Margir voru ákaflega vel menntaðir en starfsreynslan var samt ekki meiri. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri að þurfa að leggjast undir hnífinn á spítala þar sem engin sérstök reynsla væri fyrir hendi þótt vissulega gæti starfsliðið státað af prófgráðum. Bakþankar 16. febrúar 2009 06:00
Í þjóðarhag Skyldi Davíð hafa ánægju af starfinu? Er eitthvað varðandi starfið sem hann einn getur leyst af hendi en aðrir ekki? Er það landi og þjóð til heilla að hann sitji sem fastast? Er það traustvekjandi fyrir þjóðina að deilt skuli um seðlabanka landsins á slíkum tímum? Er brýnt að ríkisstjórn og Seðlabanki séu ósamstíga um úrlausn efnahagsmála? Er það viskulegt að formaður bankastjórnar Seðlabankans, talsmaður hennar og andlit, treysti sér ekki til að tala við fjölmiðla? Eða yfirhöfuð nokkurn mann nema kannski Alfreð Þorsteinsson ef marka má fréttir? Er það vænlegt að talsmaður bankastjórnar Seðlabankans tjái sig ekki um íslensk efnahagsmál (nema náttúrulega Alfreð). Eflir það orðspor þjóðarinnar að maður sem tilnefndur er sem einn af 25 helstu sökudólgum kreppunnar í Time magazine sé enn holdgervingur íslenskra efnahagsmála? Eða er tímaritið kannski bara með Davíð á heilanum? Fastir pennar 16. febrúar 2009 06:00
„These are not bankers, they are wankers!“ Að undanförnu hef ég átt bágt með að trúa mínum eigin eyrum þegar sjálfstæðismenn tjá sig í fjölmiðlum. Hugsunin sem oftast skýtur upp kollinum þegar það gerist er: „Á hvaða reikistjörnu hefur þetta fólk haldið sig upp á síðkastið?“ Bakþankar 14. febrúar 2009 00:01
Hörkutól og sætar píur Stundum slysast ég til að halda að hlutverk kynjanna séu ekki eins skýrt afmörkuð og þau voru áður fyrr. Mér hefur jafnvel dottið í hug að stelpum og strákum séu allir vegir færir óháð kynferði og að litlar telpur geti orðið Súpermann ef þær bara vilja. Reglulega ná markaðsöflin þó að vekja mig upp af þessum útópísku draumórum. Það gerist til dæmis iðulega á þessum árstíma þegar öskudagsbæklingar dótabúðanna taka að streyma inn um bréfalúguna. Þá man ég að heimurinn enn þá svart/hvítur (eða ætti ég að segja blá/bleikur) í huga markaðsaflanna og skilaboðin skýr: Stelpur eiga að vera sætar og strákar eiga að vera hörkutól. Bakþankar 13. febrúar 2009 06:00