Rangar upplýsingar Þorvaldur Gylfason skrifar 19. febrúar 2009 05:00 Stjórnvöld hafa mörg undangengin ár fóðrað fólkið í landinu á röngum upplýsingum um sum brýn þjóðmál, í sjálfsvörn að því er virðist. Margir virtust kæra sig kollótta um blekkingaflóðið meðan allt lék í lyndi. En nú, þegar tjaldið er fallið og efnahagur margra heimila og fyrirtækja er í uppnámi fyrir alvarleg mistök fyrri eigenda og stjórnenda bankanna og meðvirkra stjórnmálamanna og annarra, er vert að rifja upp tvö atriði, sem stjórnvöld sögðu ósatt um. Réttar upplýsingar um þessi atriði skipta máli fyrir skilvirka endurreisn efnahagslífsins. Listann mætti lengja.Aukinn ójöfnuðurÞrátt fyrir skýrar staðtölur frá ríkisskattstjóra um mjög aukinn ójöfnuð í skiptingu ráðstöfunartekna heimilanna ár fram af ári eftir 1993 kannaðist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki við neina slíka þróun.Allt atferli ríkisstjórnar þessara flokka 1995-2007 vitnaði þó um ójafnaðarstefnu þeirra. Þetta voru flokkarnir, sem bjuggu til nýja stétt auðmanna með lögfestingu kvótakerfisins 1984 og héldu síðan uppteknum hætti við einkavæðingu bankanna 1998-2002, þegar nokkrir vel tengdir flokksmenn neyttu lags og gerðust skyndilega auðmenn í boði stjórnvalda. Þetta voru flokkarnir, sem lögðu mun lægri skatt á fjármagnstekjur en launatekjur og lækkuðu skattleysismörk að raungildi og þyngdu með því móti skattbyrði lágtekjufólks.Þrátt fyrir þessar staðreyndir og skilmerkileg gögn og útreikninga ríkisskattstjóra og annarra utan stjórnkerfisins, til dæmis Guðmundar Arnar Jónssonar verkfræðings og Stefáns Ólafssonar prófessors, héldu stjórnvöld og erindrekar þeirra áfram að þræta fyrir aukinn ójöfnuð. Þegar ég lýsti eftir frekari upplýsingum frá ríkisskattstjóra, fékk ég þetta svar 23. apríl 2008:„Þó svo að það felist vissulega hvorki mat né túlkun í útreikningi á gini-tölum þá hefur Gini-talan öðlast ákveðið pólitískt vægi í umræðunni sem einhvers konar einfaldur mælikvarði á réttlæti í samfélaginu. Með útreikningum á Gini-tölum, í nafni embættisins, teljum við okkur því vera komna óþægilega nærri pólitíkinni, nær en við kærum okkur um." Sem sagt: ríkisskattstjóraembættið færðist í fyrra undan að reiða fram réttar upplýsingar um þróun tekjuskiptingar af tillitssemi eða ótta við pólitíska yfirboðara. Þessi boð fólu í sér fráhvarf frá fyrri háttum. Hagstofan skilar auðu. FiskveiðistjórninÞeir, sem þrættu fyrir aukinn ójöfnuð í tekjuskiptingu, vegsömuðu jafnframt fiskveiðistjórnina og sáu engin tormerki á mismununinni í kvótakerfinu. Þeir héldu áfram að þræta fyrir augljóst ranglæti af völdum kvótakerfisins, enda þótt mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi fyrir rösku ári úrskurðað, að mismununin við úthlutun aflaheimilda sé mannréttindabrot, og skorað á stjórnvöld að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu af mannréttindaástæðum. Má ekki bjóða nýrri ríkisstjórn að bregðast við áskorun mannréttindanefndarinnar? Talsmenn kvótakerfisins þrættu ekki aðeins fyrir ranglætið, heldur einnig fyrir óhagkvæmnina, sem ætti þó að blasa við hverjum manni. Kvótakerfið er reist á þversögn, sem hlýtur fyrr eða síðar að verða kerfinu að falli. Þversögnin felst í að veita útvegsmönnum lagaheimild til að höndla með kvóta, sem þeir fengu úthlutað ókeypis úr hendi löggjafans. Frjálst framsal kvóta er að sönnu nauðsynlegt, en það getur ekki gengið til lengdar upp á önnur býti en þau, að allir sitji við sama borð við úthlutun kvótans í upphafi. Útvegsmenn gengu á lagið og veðsettu kvótann í stórum stíl, þótt auðlindin ætti að lögum að heita sameign þjóðarinnar. Þeir notuðu lánsféð til að fjármagna brask með eigur annarra að veði.Skuldir útvegsfyrirtækja eru nú taldar vera um 500 milljarðar króna; fjárhæðin nemur rösklega þreföldu útflutningsverðmæti sjávarafurða 2008. Skuldirnar voru svipaðar útflutningsverðmætinu 1995 og hafa því þrefaldazt á þann kvarða frá 1995. Óvíst er, hvort útvegsfyrirtækin geta borið svo þungar skuldir til langframa á eigin spýtur. Bankarnir veiktu sjávarútveginn með ótæpilegum lánveitingum og stóðu þannig í vegi fyrir þeirri hagræðingu, sem var höfuðréttlæting kvótakerfisins. Yfirbyggingin tærði undirstöðuna. Hagkvæm fiskveiðistjórn hefði leitt til eignamyndunar, en ekki skuldasöfnunar. Stjórnvöld halda einnig áfram að þræta fyrir brottkast á veiddum fiski þrátt fyrir ítrekaðan vitnisburð sjómanna um brottkast og löndun fram hjá vikt. Kvótakerfið hvetur til lögbrota af þessu tagi, en lögreglan og önnur yfirvöld láta málið yfirleitt afskiptalaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Stjórnvöld hafa mörg undangengin ár fóðrað fólkið í landinu á röngum upplýsingum um sum brýn þjóðmál, í sjálfsvörn að því er virðist. Margir virtust kæra sig kollótta um blekkingaflóðið meðan allt lék í lyndi. En nú, þegar tjaldið er fallið og efnahagur margra heimila og fyrirtækja er í uppnámi fyrir alvarleg mistök fyrri eigenda og stjórnenda bankanna og meðvirkra stjórnmálamanna og annarra, er vert að rifja upp tvö atriði, sem stjórnvöld sögðu ósatt um. Réttar upplýsingar um þessi atriði skipta máli fyrir skilvirka endurreisn efnahagslífsins. Listann mætti lengja.Aukinn ójöfnuðurÞrátt fyrir skýrar staðtölur frá ríkisskattstjóra um mjög aukinn ójöfnuð í skiptingu ráðstöfunartekna heimilanna ár fram af ári eftir 1993 kannaðist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki við neina slíka þróun.Allt atferli ríkisstjórnar þessara flokka 1995-2007 vitnaði þó um ójafnaðarstefnu þeirra. Þetta voru flokkarnir, sem bjuggu til nýja stétt auðmanna með lögfestingu kvótakerfisins 1984 og héldu síðan uppteknum hætti við einkavæðingu bankanna 1998-2002, þegar nokkrir vel tengdir flokksmenn neyttu lags og gerðust skyndilega auðmenn í boði stjórnvalda. Þetta voru flokkarnir, sem lögðu mun lægri skatt á fjármagnstekjur en launatekjur og lækkuðu skattleysismörk að raungildi og þyngdu með því móti skattbyrði lágtekjufólks.Þrátt fyrir þessar staðreyndir og skilmerkileg gögn og útreikninga ríkisskattstjóra og annarra utan stjórnkerfisins, til dæmis Guðmundar Arnar Jónssonar verkfræðings og Stefáns Ólafssonar prófessors, héldu stjórnvöld og erindrekar þeirra áfram að þræta fyrir aukinn ójöfnuð. Þegar ég lýsti eftir frekari upplýsingum frá ríkisskattstjóra, fékk ég þetta svar 23. apríl 2008:„Þó svo að það felist vissulega hvorki mat né túlkun í útreikningi á gini-tölum þá hefur Gini-talan öðlast ákveðið pólitískt vægi í umræðunni sem einhvers konar einfaldur mælikvarði á réttlæti í samfélaginu. Með útreikningum á Gini-tölum, í nafni embættisins, teljum við okkur því vera komna óþægilega nærri pólitíkinni, nær en við kærum okkur um." Sem sagt: ríkisskattstjóraembættið færðist í fyrra undan að reiða fram réttar upplýsingar um þróun tekjuskiptingar af tillitssemi eða ótta við pólitíska yfirboðara. Þessi boð fólu í sér fráhvarf frá fyrri háttum. Hagstofan skilar auðu. FiskveiðistjórninÞeir, sem þrættu fyrir aukinn ójöfnuð í tekjuskiptingu, vegsömuðu jafnframt fiskveiðistjórnina og sáu engin tormerki á mismununinni í kvótakerfinu. Þeir héldu áfram að þræta fyrir augljóst ranglæti af völdum kvótakerfisins, enda þótt mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi fyrir rösku ári úrskurðað, að mismununin við úthlutun aflaheimilda sé mannréttindabrot, og skorað á stjórnvöld að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu af mannréttindaástæðum. Má ekki bjóða nýrri ríkisstjórn að bregðast við áskorun mannréttindanefndarinnar? Talsmenn kvótakerfisins þrættu ekki aðeins fyrir ranglætið, heldur einnig fyrir óhagkvæmnina, sem ætti þó að blasa við hverjum manni. Kvótakerfið er reist á þversögn, sem hlýtur fyrr eða síðar að verða kerfinu að falli. Þversögnin felst í að veita útvegsmönnum lagaheimild til að höndla með kvóta, sem þeir fengu úthlutað ókeypis úr hendi löggjafans. Frjálst framsal kvóta er að sönnu nauðsynlegt, en það getur ekki gengið til lengdar upp á önnur býti en þau, að allir sitji við sama borð við úthlutun kvótans í upphafi. Útvegsmenn gengu á lagið og veðsettu kvótann í stórum stíl, þótt auðlindin ætti að lögum að heita sameign þjóðarinnar. Þeir notuðu lánsféð til að fjármagna brask með eigur annarra að veði.Skuldir útvegsfyrirtækja eru nú taldar vera um 500 milljarðar króna; fjárhæðin nemur rösklega þreföldu útflutningsverðmæti sjávarafurða 2008. Skuldirnar voru svipaðar útflutningsverðmætinu 1995 og hafa því þrefaldazt á þann kvarða frá 1995. Óvíst er, hvort útvegsfyrirtækin geta borið svo þungar skuldir til langframa á eigin spýtur. Bankarnir veiktu sjávarútveginn með ótæpilegum lánveitingum og stóðu þannig í vegi fyrir þeirri hagræðingu, sem var höfuðréttlæting kvótakerfisins. Yfirbyggingin tærði undirstöðuna. Hagkvæm fiskveiðistjórn hefði leitt til eignamyndunar, en ekki skuldasöfnunar. Stjórnvöld halda einnig áfram að þræta fyrir brottkast á veiddum fiski þrátt fyrir ítrekaðan vitnisburð sjómanna um brottkast og löndun fram hjá vikt. Kvótakerfið hvetur til lögbrota af þessu tagi, en lögreglan og önnur yfirvöld láta málið yfirleitt afskiptalaust.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun