Fyrirgefðu dr. Gunni skrifar 19. febrúar 2009 00:01 Sorry seems to be the hardest word, söng Elton John um árið. Hann hitti í mark því flestir kannast við þetta: Það er bara svo fjári erfitt að biðjast afsökunar. Sérstaklega ef manni finnst maður ekki hafa gert neitt rangt. Hversu mörg pör hafa ekki setið í þrúgandi þögn yfir sjónvarpinu eftir að annað lét eitthvað vanhugsað út úr sér eða gerði einhverja vitleysu sem hitt er hundfúlt yfir? Ekkert fær haggað þannig þögn nema eitt almennilegt „fyrirgefðu". Og hvílíkur léttir sem það er. Það er ekki í íslenskum þjóðarkarakter að biðjast afsökunar. Meira svona fyrir Kana sem alltaf eru vælandi. Að þessu komst Felix Bergsson þegar hann sá um vonlausan þátt á Skjá einum um árið, Fyrirgefðu. Þetta var pínlegt prógramm og fáir þættir. Það fannst bara ekkert fólk sem vildi koma og biðjast afsökunar. Nú ætti ekki að vera erfitt að finna fólk í Fyrirgefðu. Stjórnmálalið, bankakarlar og afturbata peningapungar gætu viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, mætt með tárin í augunum og sagst vera sorrí. Elsku þjóð, viltu fyrirgefa mér fyrir að hafa komið Íslandi á hausinn? Ég vissi ekki betur. Ég var bara svona gráðugur og heimskur. Allt sem ég stóð fyrir er della. Nú skal ég taka mig á. Alveg satt! Ég spái hrinu afsökunarbeiðna. Þótt Geir sé enn harður af sér er járnkarlinn Árni Mathiesen byrjaður að bogna. „Við þurfum að gæta hófs og virða gömul gildi og gæta þess að fara ekki yfir þau strik sem ofbjóða umhverfinu. Samskipti við nágranna eiga ekki að vera í formi keppni um hver eigi stærsta garðinn eða stærsta bílinn. Við eigum að leitast við að láta okkur líða vel saman í okkar umhverfi og sýna hvert öðru meiri umhyggju," segir Árni í Mogganum eins og hver annar afturhaldskommatittur. Nei, sko! Skærasta stjarna annars frumskógarlögmáls, Annþór Karlsson, kemur líka sterkur til leiks, alveg bullandi sorrí, strokinn og lítandi út eins og hann ætli að biðja mann um að styrkja Amnesty frekar en að berja mann í klessu. Húrra fyrir því! Auðvitað á að gefa öllum - flestum - séns. Batnandi mönnum er best að lifa. Svo er bara að vona að menn byrji ekki aftur að handrukka þegar þeir sleppa úr steininum. Eða verða kosnir aftur á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun
Sorry seems to be the hardest word, söng Elton John um árið. Hann hitti í mark því flestir kannast við þetta: Það er bara svo fjári erfitt að biðjast afsökunar. Sérstaklega ef manni finnst maður ekki hafa gert neitt rangt. Hversu mörg pör hafa ekki setið í þrúgandi þögn yfir sjónvarpinu eftir að annað lét eitthvað vanhugsað út úr sér eða gerði einhverja vitleysu sem hitt er hundfúlt yfir? Ekkert fær haggað þannig þögn nema eitt almennilegt „fyrirgefðu". Og hvílíkur léttir sem það er. Það er ekki í íslenskum þjóðarkarakter að biðjast afsökunar. Meira svona fyrir Kana sem alltaf eru vælandi. Að þessu komst Felix Bergsson þegar hann sá um vonlausan þátt á Skjá einum um árið, Fyrirgefðu. Þetta var pínlegt prógramm og fáir þættir. Það fannst bara ekkert fólk sem vildi koma og biðjast afsökunar. Nú ætti ekki að vera erfitt að finna fólk í Fyrirgefðu. Stjórnmálalið, bankakarlar og afturbata peningapungar gætu viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, mætt með tárin í augunum og sagst vera sorrí. Elsku þjóð, viltu fyrirgefa mér fyrir að hafa komið Íslandi á hausinn? Ég vissi ekki betur. Ég var bara svona gráðugur og heimskur. Allt sem ég stóð fyrir er della. Nú skal ég taka mig á. Alveg satt! Ég spái hrinu afsökunarbeiðna. Þótt Geir sé enn harður af sér er járnkarlinn Árni Mathiesen byrjaður að bogna. „Við þurfum að gæta hófs og virða gömul gildi og gæta þess að fara ekki yfir þau strik sem ofbjóða umhverfinu. Samskipti við nágranna eiga ekki að vera í formi keppni um hver eigi stærsta garðinn eða stærsta bílinn. Við eigum að leitast við að láta okkur líða vel saman í okkar umhverfi og sýna hvert öðru meiri umhyggju," segir Árni í Mogganum eins og hver annar afturhaldskommatittur. Nei, sko! Skærasta stjarna annars frumskógarlögmáls, Annþór Karlsson, kemur líka sterkur til leiks, alveg bullandi sorrí, strokinn og lítandi út eins og hann ætli að biðja mann um að styrkja Amnesty frekar en að berja mann í klessu. Húrra fyrir því! Auðvitað á að gefa öllum - flestum - séns. Batnandi mönnum er best að lifa. Svo er bara að vona að menn byrji ekki aftur að handrukka þegar þeir sleppa úr steininum. Eða verða kosnir aftur á þing.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun