Bómullarlífið búið að eilífu Mánuði eftir að ég horfði klökk á eftir litlu dótturinni byrja í skóla, taldist mér til að á tímabilinu væru horfnar þrjár húfur, eitt buff, fjölmargir vettlingar og ullarsokkar auk gullfallegu lopapeysunnar frá ömmu. Þrátt fyrir talsverða vandvirkni höfðum við steingleymt að kenna barninu að passa sjálfu upp á fötin sín. Bakþankar 5. október 2009 12:31
Vatn á myllu íhaldsins Einhver afdrifaríkasti atburður íslenskrar stjórnmálasögu síðustu áratuga var sigur R-listans í Reykjavík fyrir rúmum fimmtán árum. Með R-listanum var hnekkt því sem virtist ósnertanlegt veldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Við tók tólf ára valdaskeið vinstri- og miðjumanna í höfuðborginni. Fastir pennar 5. október 2009 06:00
Fjárfestum í kennurum Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, mánudaginn 5. október, að forgöngu Education International eða Alþjóðasambands kennarafélaga. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu og mikilvægu hlutverki kennara í samfélaginu. Bakþankar 5. október 2009 00:01
Þjóðin þarf nýtt sóknarskeið strax Forseti Íslands sagði við setningu Alþingis á fimmtudag að sóknarskeið fyrir Ísland væri raunhæft haustið 2010 og nú þyrfti að hætta flokkadráttum. Fastir pennar 3. október 2009 06:30
Glíman við samviskuna Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar Hvað þýðir afsögn Ögmundar Jónassonar? Sjálfur segist hann hafa vikið af ráðherrabekknum til þess að verða ekki viðskila við samviskuna. Er það rétt? Á sama tíma heitir hann fullum stuðningi við ríkisstjórnina. Forystumenn hennar segja hins vegar að hún fari frá fái hún ekki meirihluta Alþingis til að rjúfa samkomulagið um lyktir Icesave-málsins frá því í ágúst. Fastir pennar 3. október 2009 06:00
Bestu batahorfur í heimi Sala bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins er nú hafin í tíunda sinn. Sem fyrr helgar félagið októbermánuð baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna en tólfta hver íslensk kona greinist með meinið. Fastir pennar 2. október 2009 06:00
Millibilsástand Ég hef áður sagt frá því hvernig nýjar starfsgreinar fara nú að blómstra á þessum krepputímum og afsanna það svartagallsraus andstæðinga frjálshyggjunnar að menn þurfi að verða atvinnulausir ef þeim er sagt upp á einum stað. Nefndi ég sem dæmi hina nýju leigubíla sem ætlaðir eru konum einum og gera ekki síst út á þann nýja markað sem olíufurstafrúr og -dætur frá Austurlöndum mynda þegar þær koma í innkaupaferð til Parísar. Önnur stétt manna hefur einnig skotið upp kollinum að undanförnu, þeir kalla sig hljómmiklu en ákaflega sakleysislegu nafni sem því miður er ekki hægt að þýða á íslensku án þess að úr því verði dálítið klúður: þeir eru sem sé „stjórnendur millibilsástands" En öfugt við hinar rósrauðu bílstýrur, sem hafa ekkert á móti því að um starf þeirra sé fjallað í fjölmiðlum, láta þeir lítið á sér bera og forðast sem mest að vera í sviðsljósinu. Best er að sem fæstir viti um þá aðrir en þeir sem ráða þá til vinnu. Fastir pennar 2. október 2009 06:00
Afburðamenn og örlagavaldar Í vikunni afhjúpuðu fornleifafræðingar salarkynni sem þeir telja að hafi tilheyrt Neró Rómarkeisara, sem ríkti frá árinu 54 til 68 eftir Krist. Veislusalur þessi þykir mikið verkfræðiundur því hann er búinn þeim kosti að geta snúist í hringi fyrir vatnsafli. Það verður ekki af Neró tekið að hann hugsaði stórt. Hverjum dettur í hug að reisa veislusal sem snýst í hringi? Bakþankar 2. október 2009 06:00
Þröng staða – þrjár leiðir Íslendingar eiga nú um þrjár leiðir að velja út úr þeirri þröngu stöðu, sem gömlu bankarnir komu landinu í með fulltingi stjórnmálastéttarinnar og stjórnenda nokkurra stórfyrirtækja. Fyrsti kosturinn er að halda í þau áform, sem lýst er í efnahagsáætlun stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) í nóvember 2008, og endurskoða þau eftir því sem aðstæður breytast. Næsti kostur er að hafna lánsfé AGS, en halda áfram að þiggja ráð sjóðsins. Þriðji kosturinn er að hafna bæði lánsfénu og ráðunum og róa á önnur mið. Athugum þessar þrjár leiðir í öfugri röð. Fastir pennar 1. október 2009 06:00
Yfirdrátturinn Hér kem ég með allt niður um mig og játa það möglunarlaust: Ég er óreiðumaður! Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Einu sinni var bankakerfið þannig að manni tókst ekki eins auðveldlega að verða óreiðumaður. Ég átti alltaf pening og skuldaði aldrei neitt í gamla daga, allavega í minningunni. Maður fór til útlanda með ferðatékka og seðlabúnt. Kreditkort voru ekki til. Maður skammtaði sér aur í þrjár vikur, en datt svo auðvitað inn í alltof góða plötubúð og eyddi um efni fram. Mér er minnisstæð síðasta vikan í Interrail-ferðinni 1983. Þá gisti ég á farfuglaheimili sem hafði þann ókost að manni var hent út á milli kl. 9 og 17. Bakþankar 1. október 2009 06:00
VG á tímamótum Fátt bendir til annars en að ríkisstjórnin lifi af brotthvarf Ögmundar Jónassonar úr heilbrigðisráðuneytinu. Hvort stjórnarsamstarfið er á vetur setjandi er allt annað mál. Fastir pennar 1. október 2009 05:30
Það sem landneminn fann ekki Kristófer Kólumbus var víst afskaplega önugt og leiðinlegt gamalmenni. Hann var reyndar ekki svo gamall þegar hann hrökk upp af; einmana og ómeðvitaður um að hafa farið til Ameríku. Bakþankar 30. september 2009 06:00
Ofbeldisvæðingin Fimm ára stúlka var stungin með eggvopni af ungri konu í Keflavík, og liggur þungt haldin á Landspítalanum. Grunur leikur á að konan hafi verið að hefna sín á foreldrum, samkvæmt fjölmiðlum gærdagsins, en ekki er ljóst þegar þetta er skrifað, fyrir hvað. Í gær var líka viðtal við lögreglustjóra Suðurnesja, sem segir skipulagða glæpastarfsemi finnast í umdæminu. Þar séu bæði innlendir og erlendir hópar sem fylgst sé vel með. Hættumat greiningardeildar þjóni embættinu og hún mæli með að fleiri umdæmi verði greind með sambærilegum hætti. Fastir pennar 29. september 2009 06:00
Þar spretta laukar Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmdum laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smáhýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverkamanni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarðvegi, heldur bara íslenskri moldardrullu. Bakþankar 29. september 2009 06:00
Samræður við þjóðina Allir virtust hafa skoðun á því hver ætti að verða næsti ritstjóri Morgunblaðsins en aðallega þó á því hver ætti alls ekki að verma ritstjórastólinn. Fátt þráir fólk meira en stöðugleika og það er einmitt það sem Morgunblaðið þótti sýna hér í eina tíð. Þar störfuðu sömu ritstjórarnir áratugum saman og allir vissu fyrir hvað þeir stóðu. Og þar sem Ólafur Stephensen hafði unnið undir þeim árum saman var ráðning hans ekkert sérstaklega óþægileg. Hann var hluti af gamla Mogganum en þorði samt að bjóða upp á nýjungar. Bakþankar 28. september 2009 06:00
Bónusar bankamanna Ofurlaun og fjallháir bónusar forstjóra fjármálafyrirtækja tilheyra fortíðinni á Íslandi, að minnsta kosti í bili, en eru ennþá deiluefni annars staðar. Þetta mál var meðal annarra sem leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims ræddu á fundi sínum í Pittsburgh á dögunum. Fastir pennar 28. september 2009 06:00
Prófsteinn í orkunýtingarmálum Í þessari viku fengu landsmenn enn eina staðfestingu á að óbreytt peningastefna getur ekki verið undirstaða endurreisnarinnar. Í næstu viku verða síðan kynntar niðurstöður um þrjá aðra prófsteina endurreisnarinnar: Orkunýtingaráformin, eignarhald á bönkunum og ríkisfjármálin. Fastir pennar 26. september 2009 06:00
Að tala við þjóðina Atvinnurekendur vita að á tímum mikilla breytinga er gríðarlega mikilvægt að halda vel utan um starfsfólk sitt. Sameiningar fyrirtækja sem líta vel út á pappírnum geta oft mistekist vegna þess eins að stjórnendur gæta ekki að mannlega þættinum. Á breytinga- og umbrotatímum er nauðsynlegt að halda starfsfólki vel upplýstu, draga úr óvissu eins og kostur er og tryggja þannig stuðning við fyrirhugaðar breytingar. Án stuðnings starfsfólks eru meiri líkur en minni að illa fari - að breytingar nái ekki þeim árangri sem stefnt er að. Fastir pennar 25. september 2009 06:00
Ex Valéry Giscard d’Estaing var lengi vel eini eftirlifandi fyrrverandi forseti Frakklands og því oft kallaður Exið í frönsku pressunni. Bakþankar 25. september 2009 06:00
Hjálpartraust Vaknaðu, sagði konan mín. Klukkan var þrjú um nótt. Ég hlýddi og hlustaði með henni á dynki og brothljóð úr nærliggjandi íbúð, skerandi skaðræðisvein og formælingar með málvillum, fimm á Richter. Fastir pennar 24. september 2009 06:00
Það getur verið dýrt að spara Orðin sparnaður og niðurskurður hafa verið brúkuð meira meðal þjóðarinnar undanfarið ár en allnokkur misseri þar á undan. Víða hafa þessi orð sést í verki, bæði á heimilum og fyrirtækjum þar sem dregið hefur verið úr útgjöldum til að mæta minnkandi tekjum. Fastir pennar 23. september 2009 06:00
Okkar minnstu bræður Fátt segir meira um manneskjuna en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð. Bakþankar 23. september 2009 06:00
Andrúmsloft óvissu og efa Hinn 6. október í fyrra, daginn sem Geir H. Haarde flutti sjónvarpsávarpið sitt, breyttist allt á Íslandi. Tæplega tólf mánuðum síðar vitum við ekki enn hvernig tilveran verður. Fastir pennar 22. september 2009 06:00
Atvinnuleysisvandinn Það dylst engum að ástandið í íslensku efnahagslífi er ekki gott í kjölfar þess að hið mikla krosstengslaveldi útrásarvíkinganna hrundi eins og spilaborg. Margir hafa tapað miklu en fáir meira en erlendir lánveitendur bankanna og íslensku fyrirtækjanna sem þóttu vera að gera það gott í útlöndum. Hér á Íslandi hefur hrunið einkum haft áhrif á tvennt: Annars vegar hækkandi verðbólgu og hins vegar aukið atvinnuleysi. Gengishrun krónunnar hefur á hinn bóginn verið stöðvað með upptöku gjaldeyrishafta en ekki sér fyrir endann á því hversu lengi þau verða í gildi. Gengisvandanum hefur verið slegið á frest í bili, en Íslendingar þurfa að aðlagast nýrri stöðu þar sem innfluttur varningur mun verða frekar dýr um nokkurt skeið. Fastir pennar 22. september 2009 06:00
Tískan og Thatcher Ég heyri oft fólk á besta aldri, sem telur sig svolítið viturt og lífsreynt, segja söguna af því þegar það var ungt og vinstrisinnað. Yfirleitt hljómar þetta einhvern veginn svona: „Einu sinni var ég mikill vinstrisinni, já maður minn, svei mér ef maður daðraði ekki bara við kommúnisma!" og það hlær góðlátlega yfir kjánaskap fortíðarinnar, hristir hausinn og segir svo söguna af því að svo hafi það fullorðnast og kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan. Líkt og það sé eðlilegur hluti þroska þess. Um leið og þetta fólk trúir að allar stjórnmálaskoðanir sem það trúði einlæglega á séu eins vitlausar og hugsast getur, trúir það að tónlistin sem það hlustaði á á sama tíma sé sú besta sem samin hefur verið Bakþankar 22. september 2009 06:00
Örlög Moggans Ritstjórinn á Morgunblaðinu, Ólafur Stephensen, hefur látið af störfum sökum þess að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er nýjum eigendum blaðsins ekki að skapi. Fastir pennar 21. september 2009 06:00
Horfið sakleysi Kvöld eitt hér um árið hringdi ég til systur minnar og bað hana að lána mér hrærivélina sína, því þá átti ég enga sjálf. Þetta var auðsótt mál, systir mín sagði að ég skyldi bara skreppa og sækja hana. Þau hjónin væru reyndar stödd í útlöndum en útidyrnar væru ólæstar auðvitað eins og venjulega, svo ég gæti bara haft mína hentisemi. Þessi notalega gestrisni sem kom af sjálfu sér á upphafsárum búskaparins í dreifbýli reyndist aldrei kosta þau hjónakorn eftirsjá. Bakþankar 21. september 2009 06:00
Sóðinn á númer þrjú Flestar íbúagötur eiga sinn „sóða". Sóðinn geymir þá annaðhvort vörubílinn sinn í garðinum því það má ekki leggja vinnuvélum í götunni eða klárar aldrei húsið sitt því allt er í rugli. Á meðan góðborgararnir, nágrannar hans, eru úti og útbúa litla gervihóla í garðinum og dytta að litlu runnunum sínum og litlu steinunum og stígunum, er sóðinn á númer þrjú að útbúa sér andapoll með svörtum plastpokum. Bakþankar 19. september 2009 06:00