Andrúmsloft óvissu og efa Jón Kaldal skrifar 22. september 2009 06:00 Hinn 6. október í fyrra, daginn sem Geir H. Haarde flutti sjónvarpsávarpið sitt, breyttist allt á Íslandi. Tæplega tólf mánuðum síðar vitum við ekki enn hvernig tilveran verður. Það hefur ýmislegt gerst á þessu ári sem er liðið. Það varð eitt stykki búsáhaldabylting, það var skipt um ríkisstjórn, gengið til alþingiskosninga, samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu og tekist á um mestu fjárhagsskuldbindinga lýðræðistímans. Þetta hefur vissulega verið sögulegt ár. Eftir stendur þó að óvissan um framtíðina er enn svo til hin sama og haustið 2008. Því miður. Hrunið skildi eftir sig risastórt tómarúm sem hefur ekki verið fyllt upp í. Baráttan um hvaða hugmyndafræði á að fylla þetta pláss er rétt að hefjast. Hún snýst um hvernig samfélag verður hér á næstu árum. Það eru mörg grundvallarmál óútkljáð. Hvernig á til dæmis að hátta umgengninni við náttúruauðlindir landsins, við fiskinn í sjónum, fallvötnin, og orkuna sem er undir yfirborðinu? Á að bora og byggja virkjanir og framleiða eins fljótt og mögulegt er gnótt rafmagns til að vinna landið út úr kreppunni? Og ef svo, í hvað á að nota orkuna? Álframleiðslu og aðra stóriðju, gagnaver, samgöngur? Eða á að friða ár og fossa og háhitasvæðin í óbyggðum og finna aðrar leiðir til að skapa nauðsynleg verðmæti? Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur boðað uppstokkun á kvótakerfinu. Hvernig það verður gert veit enginn. Og annar stjórnarflokkanna vill í Evrópusambandið, hinn ekki. Það er ekki skýr framtíðarsýn í boði á Íslandi þessa dagana. Hér eru margir lausir endar. Andrúmsloftið einkennist af óvissu og efa. Vendingar á ritstjórn Morgunblaðsins, elsta dagblaði landsins, verða að skoðast í þessu ljósi. Þær eru klárlega hluti af þeirri valdabaráttu sem er fram undan og snýst um hvernig samfélag rís upp úr ösku hrunsins. Það var fyrirséð að sú barátta yrði háð á mörgum vígstöðvum. Þar á meðal á fjölmiðlunum, sem í augum sumra eru fyrst og fremst valdatæki. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman í hvaða áttir tvö stærstu blöð landsins eru að þróast. Morgunblaðið hefur misst ritstjóra sinn vegna þess að skoðanir hans fóru ekki saman við skoðanir einstaklinga í eigendahópi blaðsins. Í sumar fóru aðstandendur Fréttablaðsins hins vegar þá leið að opna forystugreinaplássið á skoðanasíðu blaðsins fyrir völdum hópi utanhússpenna. Tilgangurinn var tvíþættur, að hnykkja á þeirri yfirlýstu ritstjórnarstefnu að Fréttablaðið hefur ekki skoðun en þó öllu frekar að leitast við að endurspegla sem fjölbreyttust sjónarmið í þjóðmálaumræðunni. Með þeim hætti væri lesendum best þjónað við að móta sína eigin skoðun á málefnum líðandi stundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Hinn 6. október í fyrra, daginn sem Geir H. Haarde flutti sjónvarpsávarpið sitt, breyttist allt á Íslandi. Tæplega tólf mánuðum síðar vitum við ekki enn hvernig tilveran verður. Það hefur ýmislegt gerst á þessu ári sem er liðið. Það varð eitt stykki búsáhaldabylting, það var skipt um ríkisstjórn, gengið til alþingiskosninga, samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu og tekist á um mestu fjárhagsskuldbindinga lýðræðistímans. Þetta hefur vissulega verið sögulegt ár. Eftir stendur þó að óvissan um framtíðina er enn svo til hin sama og haustið 2008. Því miður. Hrunið skildi eftir sig risastórt tómarúm sem hefur ekki verið fyllt upp í. Baráttan um hvaða hugmyndafræði á að fylla þetta pláss er rétt að hefjast. Hún snýst um hvernig samfélag verður hér á næstu árum. Það eru mörg grundvallarmál óútkljáð. Hvernig á til dæmis að hátta umgengninni við náttúruauðlindir landsins, við fiskinn í sjónum, fallvötnin, og orkuna sem er undir yfirborðinu? Á að bora og byggja virkjanir og framleiða eins fljótt og mögulegt er gnótt rafmagns til að vinna landið út úr kreppunni? Og ef svo, í hvað á að nota orkuna? Álframleiðslu og aðra stóriðju, gagnaver, samgöngur? Eða á að friða ár og fossa og háhitasvæðin í óbyggðum og finna aðrar leiðir til að skapa nauðsynleg verðmæti? Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur boðað uppstokkun á kvótakerfinu. Hvernig það verður gert veit enginn. Og annar stjórnarflokkanna vill í Evrópusambandið, hinn ekki. Það er ekki skýr framtíðarsýn í boði á Íslandi þessa dagana. Hér eru margir lausir endar. Andrúmsloftið einkennist af óvissu og efa. Vendingar á ritstjórn Morgunblaðsins, elsta dagblaði landsins, verða að skoðast í þessu ljósi. Þær eru klárlega hluti af þeirri valdabaráttu sem er fram undan og snýst um hvernig samfélag rís upp úr ösku hrunsins. Það var fyrirséð að sú barátta yrði háð á mörgum vígstöðvum. Þar á meðal á fjölmiðlunum, sem í augum sumra eru fyrst og fremst valdatæki. Í þessu samhengi er athyglisvert að bera saman í hvaða áttir tvö stærstu blöð landsins eru að þróast. Morgunblaðið hefur misst ritstjóra sinn vegna þess að skoðanir hans fóru ekki saman við skoðanir einstaklinga í eigendahópi blaðsins. Í sumar fóru aðstandendur Fréttablaðsins hins vegar þá leið að opna forystugreinaplássið á skoðanasíðu blaðsins fyrir völdum hópi utanhússpenna. Tilgangurinn var tvíþættur, að hnykkja á þeirri yfirlýstu ritstjórnarstefnu að Fréttablaðið hefur ekki skoðun en þó öllu frekar að leitast við að endurspegla sem fjölbreyttust sjónarmið í þjóðmálaumræðunni. Með þeim hætti væri lesendum best þjónað við að móta sína eigin skoðun á málefnum líðandi stundar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun