Efla verður kynferðisbrotadeild Stöðug fjölgun kynferðisbrota á borði lögreglu er mikið áhyggjuefni. Jafnvel þótt líklegt teljist að kynferðisbrotum hafi í raun ekki fjölgað jafnmikið og þeim málum sem koma á borð lögreglu heldur skýrist fjölgunin að minnsta kosti að hluta af góðu heilli þverrandi umburðarlyndi í samfélaginu gagnvart slíkum brotum, eins og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur bendir á í frétt í blaðinu í dag. Fastir pennar 12. maí 2011 06:00
Erum við of fá? Oft heyri ég sagt, einkum eftir hrun, að Íslendingar séu of fáir til að geta haldið uppi hagsælu og heilbrigðu samfélagi. Þessi skoðun hvílir á tveim meginstoðum. Önnur er þessi: Lítið land líður fyrir skort á hæfum mannskap. Fastir pennar 12. maí 2011 05:00
"Cheated by Iceland" Gljáfægðir liðu búðargluggarnir hjá, fullir af handgerðu súkkulaði og hátískufatnaði. Fyrirhafnarlaus fegurð geislaði af farðalitlum andlitum Parísar-skvísanna. Eftir bökkum Signu stikuðu franskir herramenn svo ábúðarfullir á svip að um huga þeirra hlutu að fara hugsanir samboðnar Descartes þótt umbúðirnar jöfnuðust á við Olivier Martinez. Þar sem ég sat í aftursæti leigubíls sem ók mér frá aðallestarstöð Parísarborgar á hótelið sem ég hugðist dvelja á eina helgi hríslaðist um mig eftirvænting sem aðeins yfirvofandi „croissant"-át og biðin eftir kampavíni geta framkallað. Ekkert gat raskað fullkomleika helgarinnar sem fram undan var. Eða næstum ekkert. Bakþankar 11. maí 2011 07:00
Tandurhrein blekking Á dögunum sótti ég námskeið ásamt norrænum kollegum mínum í New York. Meðal staða sem við heimsóttum í ferðinni var Scandinavian House, stofnun sem vinnur að framgangi norrænnar menningar vestra. Bakþankar 10. maí 2011 07:00
Góðir siðir og vondir Það kviknaði í mörgum hjörtum á fyrstu tónleikum Hörpunnar og gaman að skynja síðustu daga almenna gleði yfir þessu langþráða mannvirki. Fastir pennar 10. maí 2011 07:00
Yfirvofandi læknaskortur Kjör heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi standast engan veginn samjöfnuð við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ein birtingarmynd þess kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær, þar sem sagt var frá því að margir læknar og hjúkrunarfræðingar á Íslandi notuðu sumarleyfi sín og uppsöfnuð vaktafrí til að fara á nokkurs konar vertíð í Svíþjóð og Noregi og hala inn margra mánaða laun á stuttum tíma. Fastir pennar 10. maí 2011 06:00
Mörg spurningamerki Gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er alla jafna fagnaðarefni. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar til þriggja ára. Það eykur vissulega líkurnar á stöðugleika og friði á vinnumarkaðnum á þeim tíma og að íslenzkt atvinnulíf nái vopnum sínum og geti á nýjan leik farið að skapa atvinnu og hagvöxt. Fastir pennar 8. maí 2011 09:55
Glötuð æska Körfuboltamaðurinn Derrick Rose var í vikunni valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Rose er yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að hljóta þennan heiður, en hann er aðeins 22 ára gamall – fæddur í oktbóber árið 1988. Bakþankar 7. maí 2011 08:00
Forystan í Evrópumálum Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda. Fastir pennar 7. maí 2011 08:00
Hættulegar fantasíur og tottkeppnir Sæl Sigga, hvaða fantasíur teljast afbrigðilegar/hættulegar í kynlífi? Svar: Fantasíur verða í raun aðeins hættulegar þegar þær hætta að verða fantasíur í hugarheimi viðkomandi og verða gjörðir. Þannig gætu hættulegar fantasíur talist þær sem eru ólöglegar samkvæmt gildandi lögum þess lands sem viðkomandi er í hverju sinni. Þá mætti einnig líta á fantasíur sem snúa að sjálfsmeiðingum sem mögulega "hættulegar" ef þær valda einstaklingnum alvarlegum líkamsskaða og gætu leitt til dauða, eins og til dæmis erótísk köfnun. Fastir pennar 6. maí 2011 21:00
Til hamingju með Hörpu Full ástæða er til að óska Íslendingum til hamingju með tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, þar sem fyrstu sinfóníutónleikarnir voru haldnir í fyrrakvöld. Loksins hefur Ísland eignazt tónlistarhús sem stenzt samjöfnuð við mörg þau beztu í nágrannalöndum okkar. Loksins hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands fengið samastað sem henni hæfir og leyfir henni að hljóma eins og hún á skilið. Loksins fær Íslenzka óperan sal þar sem von er til að stórar sýningar standi undir sér. Fastir pennar 6. maí 2011 07:00
Hættuleg tilraunastarfsemi Innan Evrópusambandsins hafa um nokkurt skeið verið til umræðu hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem taka mjög mið af íslenzka kvótakerfinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt sér íslenzka kerfið vel, leitað til íslenzkra ráðgjafa um endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB og litið um margt til Íslands sem fyrirmyndar um stjórn fiskveiða. Fastir pennar 4. maí 2011 06:00
Önnur Kalifornía? Beint lýðræði er í sókn víða um heim, einkum á Vesturlöndum. Yfir helmingur þjóðaratkvæðagreiðslna, sem efnt hefur verið til frá frönsku byltingunni, hefur átt sér stað á undanförnum 25 árum. Nýlega ákváðu íbúar í Suður-Súdan í Fastir pennar 3. maí 2011 06:00
Kvótamálið og launafólkið Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli stilla almennu launafólki upp við vegg og halda því í gíslingu vegna fiskveiðikvótamáls sem er svo stórgallað að brýn þörf er á að breyta því. Fastir pennar 30. apríl 2011 06:00
Hreinasta vatnið, skítugustu kynfærin Undirrituð er nú í smokkaherferð sem herjar á landann. Herferðin er endurvakning á sambærilegri herferð sem fór af stað fyrir 25 árum og náði ágætis árangri samkvæmt Landlækni. Hér erum við öllum þessum árum seinna og þurfum enn sérstaka herferð fyrir smokkanotkun. Staðreyndin er sú að í samanburði við nágrannaþjóðir trónum við á toppnum hvað varðar ótímabærar þunganir, fjölda bólfélaga og grasserandi kynsjúkdóma. Sama hvað líður og bíður virðist hugsunarhátturinn „ég sef ekki hjá sóðum“ lifa góðu lífi. Fastir pennar 29. apríl 2011 14:45
Myglað blátt blóð Frá því í nóvember í fyrra hefur heimsbyggðin fylgst með undirbúningi brúðkaups eldri sonar Karls Bretaprins og unnustu hans, Kate Middleton. Fólk virðist hafa gríðarlegan áhuga á samruna parsins og fjölmiðlar um allan heim birta fréttir af brúðkaupinu daglega. Stærsta fréttin hefur hingað til verið sú að parið ætlar ekki að bjóða upp á bjór í veislunni – aðeins kampavín. Eins og það sé einhver leið að sitja undir ræðuhöldum breskra hefðarmanna án þess að fá einn ískaldan. Bakþankar 29. apríl 2011 06:00