Efla verður kynferðisbrotadeild Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. maí 2011 06:00 Stöðug fjölgun kynferðisbrota á borði lögreglu er mikið áhyggjuefni. Jafnvel þótt líklegt teljist að kynferðisbrotum hafi í raun ekki fjölgað jafnmikið og þeim málum sem koma á borð lögreglu heldur skýrist fjölgunin að minnsta kosti að hluta af góðu heilli þverrandi umburðarlyndi í samfélaginu gagnvart slíkum brotum, eins og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur bendir á í frétt í blaðinu í dag. Helgi bendir einnig á að vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot og meiri umræða í fjölmiðlum geti skýrt fjölgun kynferðisbrotamála hjá lögreglu. Það eru út af fyrir sig góðar fréttir að hærra hlutfall þeirra sem fyrir kynferðisbrotum verða skuli fara með þau til lögreglu. Ekki er þó hægt að loka augunum fyrir því að sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að um fjölgun brota sé að ræða. Eins og Helgi bendir á þá er ekki hægt að útiloka að fjölgun brotanna endurspegli sérhyggju og græðgi góðærisáranna „sem líkja má við siðrof“. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Björgvin Björgvinsson, sagði í frétt blaðsins í gær að kynferðisbrotamál kæmu yfirleitt í bylgjum til lögreglu en að nú væri aukningin hins vegar stöðug. Þetta sagði hann valda lögreglunni miklum áhyggjum. „Við höfum hreinlega ekki undan,“ sagði hann. Hver sem skýringin er á fjölgun kynferðisbrotamála hjá lögreglu þá hljóta viðbrögðin að felast í að efla kynferðisbrotadeildina. Lágt hlutfall kæra í kynferðisbrotamálum og enn lægra hlutfall dóma er þekkt staðreynd. Þegar við bætist að rannsóknardeildin annar ekki málafjöldanum verður útlitið enn svartara. Því blasir við að byggja verður kynferðisbrotadeildina upp þannig að hún ekki bara anni málum heldur nái helst að auka hraðann við vinnslu þeirra. Skilvirkt starf kynferðisbrotadeildar er ekki bara lykillinn að því að fjölga ákærum og dómum í kynferðisbrotamálum heldur sjálfsögð þjónusta við þolendur afar sársaukafullra brota. Það blasir við að löng bið brotaþola eftir því að rannsóknadeild ljúki störfum sínum þannig að unnt sé að taka ákvörðum um ákæru hlýtur að taka mjög á og draga úr kjarki til að halda málinu til streitu. Sömuleiðis hlýtur vitneskja um að kynferðisbrotadeild anni illa verkefnum sínum að bera í sér fælingarmátt frá því að kæra kynferðisbrot til lögreglu. Mikill sigur felst í því að þagnarhjúpnum hefur verið svipt af kynferðisbrotum þannig að þeim þolendum kynferðisofbeldis sem bera harm sinn í hljóði fer fækkandi. Við megum ekki gleyma því að ekki er nema um það bil aldarfjórðungur síðan bæði kynferðisbrot, ekki síst gagnvart börnum, og ofbeldi í nánum samböndum lágu nánast í þagnargildi. Næsta verkefni er að bjóða þolendum kynferðisofbeldis upp á skilvirka rannsókn á málum þeirra, allt frá móttöku í kjölfar brots. Í framhaldinu væri svo eðlilegt að sjá fjölgun ákæra og dóma í kynferðisbrotamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Stöðug fjölgun kynferðisbrota á borði lögreglu er mikið áhyggjuefni. Jafnvel þótt líklegt teljist að kynferðisbrotum hafi í raun ekki fjölgað jafnmikið og þeim málum sem koma á borð lögreglu heldur skýrist fjölgunin að minnsta kosti að hluta af góðu heilli þverrandi umburðarlyndi í samfélaginu gagnvart slíkum brotum, eins og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur bendir á í frétt í blaðinu í dag. Helgi bendir einnig á að vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot og meiri umræða í fjölmiðlum geti skýrt fjölgun kynferðisbrotamála hjá lögreglu. Það eru út af fyrir sig góðar fréttir að hærra hlutfall þeirra sem fyrir kynferðisbrotum verða skuli fara með þau til lögreglu. Ekki er þó hægt að loka augunum fyrir því að sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að um fjölgun brota sé að ræða. Eins og Helgi bendir á þá er ekki hægt að útiloka að fjölgun brotanna endurspegli sérhyggju og græðgi góðærisáranna „sem líkja má við siðrof“. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Björgvin Björgvinsson, sagði í frétt blaðsins í gær að kynferðisbrotamál kæmu yfirleitt í bylgjum til lögreglu en að nú væri aukningin hins vegar stöðug. Þetta sagði hann valda lögreglunni miklum áhyggjum. „Við höfum hreinlega ekki undan,“ sagði hann. Hver sem skýringin er á fjölgun kynferðisbrotamála hjá lögreglu þá hljóta viðbrögðin að felast í að efla kynferðisbrotadeildina. Lágt hlutfall kæra í kynferðisbrotamálum og enn lægra hlutfall dóma er þekkt staðreynd. Þegar við bætist að rannsóknardeildin annar ekki málafjöldanum verður útlitið enn svartara. Því blasir við að byggja verður kynferðisbrotadeildina upp þannig að hún ekki bara anni málum heldur nái helst að auka hraðann við vinnslu þeirra. Skilvirkt starf kynferðisbrotadeildar er ekki bara lykillinn að því að fjölga ákærum og dómum í kynferðisbrotamálum heldur sjálfsögð þjónusta við þolendur afar sársaukafullra brota. Það blasir við að löng bið brotaþola eftir því að rannsóknadeild ljúki störfum sínum þannig að unnt sé að taka ákvörðum um ákæru hlýtur að taka mjög á og draga úr kjarki til að halda málinu til streitu. Sömuleiðis hlýtur vitneskja um að kynferðisbrotadeild anni illa verkefnum sínum að bera í sér fælingarmátt frá því að kæra kynferðisbrot til lögreglu. Mikill sigur felst í því að þagnarhjúpnum hefur verið svipt af kynferðisbrotum þannig að þeim þolendum kynferðisofbeldis sem bera harm sinn í hljóði fer fækkandi. Við megum ekki gleyma því að ekki er nema um það bil aldarfjórðungur síðan bæði kynferðisbrot, ekki síst gagnvart börnum, og ofbeldi í nánum samböndum lágu nánast í þagnargildi. Næsta verkefni er að bjóða þolendum kynferðisofbeldis upp á skilvirka rannsókn á málum þeirra, allt frá móttöku í kjölfar brots. Í framhaldinu væri svo eðlilegt að sjá fjölgun ákæra og dóma í kynferðisbrotamálum.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun