Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Að taka ábyrgð á eigin rekstri

Opinbert menntakerfi frá leikskóla til háskóla er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Þessir skólar veita góða og víðtæka menntun og þorri nemenda sækir nám sitt í þá. Auk opinberu skólanna eru reknir margvíslegir einkaskólar á öllum skólastigum, sumir veita sértæka menntun svo sem í tónlist en aðrir eru almennir skólar, leik- og grunnskólar, framhalds- og háskólar. Starfsemi einkaskóla er misumfangsmikil milli skólastiga. Í sumum þeirra er kennt í samræmi við skólastefnur ýmsar sem að öllum líkindum myndu ekki þrífast sérstaklega vel innan opinbera kerfisins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óvænta kreppuráðið

Er hægt að stunda ókeypis sport þar sem hverjum og einum er frjálst að gera nákvæmlega eftir eigin getu og fá um leið dagsskammt af nauðsynlegu, fersku lofti? Svarið er já.

Bakþankar
Fréttamynd

Fyndni fulli kallinn

Á mínum bernskuárum hafði ég óskaplega gaman af fullum körlum. Það var hreinn hvalreki fyrir okkur krakkana í þorpinu þegar við fundum karla sem höfðu slysast til að vera ölvaðir á kristilegum tíma. Vorum við þá ekki lengi að fjölmenna í kringum þessa ólánsömu menn sem létu kjánalega okkur krökkunum til ómældrar kátínu. Samtal þeirra og hátterni allt var svo absúrd að úr varð hin mesta skemmtan.

Bakþankar
Fréttamynd

Gatið á miðjunni

Stjórnmálaflokkarnir berjast ekki beint um miðjufylgið þessa dagana, þótt eðli málsins samkvæmt sé býsna marga kjósendur að finna á miðjunni. Vinstri grænir eru þar sem þeir eru, lengst til vinstri. Þeir hafa aldrei haft áhuga á miðjufylginu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óvissa í bland við sigurgleði

Sigur uppreisnarmanna í Líbíu á einræðisherranum Gaddafí og sveitum hans virðist nú nokkuð öruggur. Innreið uppreisnarherjanna í Trípólí hefur verið fagnað víða um heim. Sá fögnuður er þó blandaður óvissu um hvað tekur við í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóru draumarnir?

Hvað er á bak við drauma um ríkidæmi, "ógeðslega flott hús“, komast á heimsmeistaramótið í skák eða að taka í höndina á Alex Ferguson og Manchester United-liðinu? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir og niðurstaðan er stórmerkileg.

Bakþankar
Fréttamynd

Ævintýralandið Pólland

Mig mætti mögulega kalla Austur-Evrópu perra því ég er afskaplega hrifin af öllu sem tengist því svæði, sama hvort það er menningin, sagan, fólkið eða maturinn. Samt hafði ég aldrei komið til Austur-Evrópu fyrr en nú í ágúst þegar ég heimsótti Pólland.

Bakþankar
Fréttamynd

Vönduð vinnubrögð

Ekki er ofmælt hjá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þingsályktunartillagan um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða sé sigur fyrir náttúruvernd í landinu. Tuttugu svæði þar sem orkufyrirtækin hafa haft fullan hug á að virkja og varið hundruðum milljóna eða milljörðum króna til rannsókna og undirbúnings eru samkvæmt tillögunni sett í verndarflokk. Þau verða ósnortin af virkjanaframkvæmdum og nýtast með öðrum hætti, til dæmis útivistar og ferðaþjónustu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Möffins-ógnin

Eins og meðalmennskan er nú útbreidd hér á landi og sýnist stundum allsráðandi þá má það merkilegt heita að það er stundum eins og vanti alveg meðalhóf í íslenskt samfélag, eitthvert milliregistur sem er að finna meðal fjölmennari þjóða en á erfitt uppdráttar hér: einhverja skynsemi. Íslendingum er stjórnað af fólki sem bannar kökubasara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byrjað á öfugum enda

Tuttugu þúsund hafa skrifað undir áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingarinnar. Skiljanlega er fólki í nöp við hana; eftir hrun hafa skuldir hækkað um tugi prósenta, greiðslubyrðin þyngzt að sama skapi og lífskjörin versnað sem því nemur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lessurnar í Úganda

Kasha Jacqueline Nabagesera á við vandamál að stríða. Hún er lesbía. Það er samt ekki vandamálið. Vandamálið er að hún er frá Úganda. Í Úganda er samfélagið gegnsýrt af hómófóbíu. Samkynhneigð varðar við lög og ævilangur fangelsisdómur liggur við "ítrekaðri samkynhneigð“.

Bakþankar
Fréttamynd

Ríkið mun hjálpa

Sumir leigja þær íbúðir sem þeir búa í. Aðrir eiga þær íbúðir sem þeir búa í. Flestir þeirra sem eiga íbúðirnar eiga þær þó einungis í þeim skilningi að þeir hafa skuldbundið sig til að greiða einhverjum öðrum stóran hluta tekna sinna nær alla starfsævi fyrir að fá að búa þar. Þú átt íbúðina en bankinn á þig. Snilldarfyrirkomulag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í boði Samkeppniseftirlits

Á þessum óvissutímum þegar við Íslendingar reynum að byggja úr rústum loftkastala og skýjaborga þjóðfélag sem byggist á raunverulegri verðmætasköpun af raunverulegri starfsemi raunverulegra fyrirtækja þar sem vinnur raunverulegt fólk þá kemur það manni spánskt fyrir sjónir að vinna hjá fyrirtæki sem sætir ofsóknum frá yfirvöldum samkeppnismála fyrir ímyndaðar sakir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bráðskemmtilegt veður

Veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið, alltaf!“ sagði sessunautur minn með miklum þunga, þegar ég velti fyrir mér að skrifa um veðrið og komandi haust í þessum pistli mínum í dag. Hún bætti því svo við að veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið alltaf og klykkti út með því að samræður um veður og veðurtengd málefni gætu verið svo rosalega skemmtilegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Háskattalandið

Ríkisstjórnin stefnir enn að því að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum sköttum. Fjármálaráðherrann er ekki sammála því að skattlagning sé komin að þolmörkum og að skattar séu háir á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litla lambið mitt

Íslenska sauðkindin er misvinsæl hjá landanum. Sumir segja hana heimska og ljóta og eigna henni gróðureyðingu landsins frá fjöru til fjalls. Vestfirskar kindur komust einmitt í fréttir í vor fyrir að éta sumarblómin í görðum Bolvíkinga. Mér finnst hún alls ekki ljót og hélt hún ekki lífinu í íslensku þjóðinni gegnum aldirnar? Það kemur líka annað hljóð í strokkinn þegar búið er að matreiða hana á disk, þá erum við sammála um að íslenskt lambakjöt sé það besta í heimi!

Bakþankar
Fréttamynd

Grikkland, Grikkland

Kreppan í Grikklandi nú er ekki bankakreppa, heldur ríkisfjármálakreppa. Vandi Grikklands er að þessu leyti gerólíkur efnahagsvanda Íslands. Skoðum það eftir andartak, en fyrst þetta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þröngir hagsmunir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingin var ekki nýmæli. Rökstuðningurinn var það hins vegar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikilvægar stéttir hafa orðið eftir

Ef fram heldur sem horfir skellur á verkfall meðal leikskólakennara á mánudag. Verkfallið er sagt munu hafa áhrif á fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn. Þegar þetta er skrifað bendir fátt til þess að samið verði á næstunni; deilan virðist frekar fara harðnandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Arnaldur Indriða og lambakjötið

Það var fyrir framan smurostadeildina sem ég varð fyrir opinberuninni. Ég hafði lofað "gúrme“ veislu, lambalæri með geitaostafyllingu eftir uppskrift úr erlendri kokkabók. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að ég hafði lofað upp í ermina á mér. Í versluninni voru ekki til lambalæri. Þau höfðu líklega öll verið flutt til útlanda. Enginn geitaostur fannst heldur. Hann hafði líklega aldrei verið fluttur inn.

Bakþankar
Fréttamynd

Tekið til í ruslinu

Sorp er sannarlega ein af umhverfisógnum þróaðra samfélaga. Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu hefur sem betur fer víða tekist að stemma stigu við og jafnvel snúa við hraðri aukningu sem orðið hefur í magni sorps sem kemur frá nútímaheimilum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reiði er réttmæt pólitísk afstaða

Menn keppast nú við að skilgreina hvað er á seyði í Bretlandi og gengur misvel. Helst er það skortur á pólitískum stefnumiðum sem stendur í fólki og verður til þess að ekki eru allir tilbúnir til að skrifa upp á að það sem á sér stað í borgum Bretlands núna sé annað en skrílslæti. Í slíkum hugleiðingum gleymist hins vegar að skrílslæti geta verið yfirlýsing, reiði getur verið réttmæt pólitísk afstaða.

Bakþankar
Fréttamynd

Sumargleði og vetrarþankar

Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hljóð. Þetta lag og ljóð þeirra Árna úr Eyjum og Oddgeirs Kristjánssonar sveimar meira og minna um vitundina þegar líða fer á ágúst ár hvert: "Hjá þér ljómar ljúf og hýr, lífsins töfraglóð.”

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað er fæðuöryggi?

Sú stefna að hafa sem hörðust höft á innflutningi landbúnaðarafurða, leggja ofurtolla á erlenda búvöru og styrkja innlenda framleiðendur um háar fjárhæðir sem koma úr vösum skattgreiðenda er gjarnan réttlætt með því að verið sé að tryggja „fæðuöryggi“. Stefnan ber þessa dagana þann athyglisverða árangur að skortur er á ákveðnum kjöttegundum í búðum, af því að landbúnaðarráðherrann er svo harður á að tryggja fæðuöryggi!

Fastir pennar
Fréttamynd

Skip sem aldrei landi ná

Einu sinni bjó ég í sama stigagangi og fíkniefnaneytandi. Þrátt fyrir ónæði af hans hálfu á öllum tímum sólarhrings var engin leið að koma honum í burtu því foreldrar hans áttu íbúðina. Virtust þeir hafa keypt hana til að hola manninum einhvers staðar niður en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pattstaða fyrir þau en sömuleiðis hjá fjölskyldu minni því ekki gátum við búið við ónæðið og því síður selt íbúðina með svona nágranna. Eftir því sem maðurinn sökk dýpra í dópneysluna fór gestakomum til hans fækkandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Kögun og kúgun

Deyr fé osfrv… en orðstír deyr aldregi, hveim sér vondan getur. Þannig að þegar menn eru að víla og díla og græða þurfa menn helst að muna eftir því líka. Á því hefur orðið misbrestur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tollasaga

Þegar innflutningsbann á landbúnaðarafurðum var afnumið árið 1995 var það vegna þess að Ísland hafði gerzt aðili að GATT-samningnum svokallaða, sem Heimsviðskiptastofnunin (WTO) starfar eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stór tíðindi

Þau pólitísku kaflaskil urðu í vikunni að fjármálaráðherra viðurkenndi í fyrsta sinn opinberlega að hann hefði gefist upp við að ná þeim markmiðum í ríkisfjármálum sem ákveðin voru í samkomulaginu við AGS. Þetta var þó eini þráðurinn í þeirri endurreisnaráætlun sem ekki hafði verið slitinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rolusamfélagið

Einu sinni var ég yngri og vitlausari en ég er í dag. Þegar ég horfi til baka hlæ ég yfirlætislega að bernskubrekunum, sem fólu meðal annars í sér að klifra upp á hótel til að komast inn á böll og skoða stelpur, drekka tekíla og haga mér eins og fífl á netinu í skjóli nafnleyndar. Nú, meira en áratug síðar, geng ég upp stiga til að skoða stelpur, læt tekíla vera (enda ginmaður) og kvitta undir skoðanir mínar með nafni.

Bakþankar