Skip sem aldrei landi ná Gerður Kristný skrifar 15. ágúst 2011 06:00 Einu sinni bjó ég í sama stigagangi og fíkniefnaneytandi. Þrátt fyrir ónæði af hans hálfu á öllum tímum sólarhrings var engin leið að koma honum í burtu því foreldrar hans áttu íbúðina. Virtust þeir hafa keypt hana til að hola manninum einhvers staðar niður en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pattstaða fyrir þau en sömuleiðis hjá fjölskyldu minni því ekki gátum við búið við ónæðið og því síður selt íbúðina með svona nágranna. Eftir því sem maðurinn sökk dýpra í dópneysluna fór gestakomum til hans fækkandi. Tónlistarsmekkur hans breyttist sömuleiðis. Hann hætti að spila tónlistina úr kvikmyndinni Trainspotting og færði sig yfir í Hótel Kaliforníu með The Eagles. Hasslyktin laumaðist eins og gömul fylgja um stigaganginn. Síðan tók U2-lagið „One" við í flutningi Johnny Cash. Stundum barst líka spurning Pink Floyd neðan úr djúpinu: „Is there anybody out there?" Svarið hefði nágranninn svo sem getað sagt sér sjálfur en hirti ekki um það. Auðvitað var hann óttalega einmana og hvað gera menn þá? Jú, þeir fá sér hund og ekki svona lítið kvikindi sem eitt sinn voru ræktuð til að halda á fólki hita, heldur dóbermanhund. Spurðist út að dýrið héti Mjölnir og hann var nú ekki að fara fínt í hlutina, heldur gerði stykki sín bara úti í garði. Ég leitaði til hundaeftirlitsmanns borgarinnar, ákaflega hjálpsams manns. Hann benti mér á að fyrst að hundur af þessari tegund væri kominn í eigu nágranna míns hefði hann eflaust gengið vafasamra manna á milli um tíma og væri orðinn taugaveiklaður. „Passaðu þig á að horfast ekki í augu við hundinn," ráðlagði hann mér. Skömmu áður höfðum við þá eins og hálfs árs sonur minn verið stödd niðri í þvottahúsi þegar dýrið rölti hjá. Þeir synir mínir voru um það bil í sömu hæð og höfðu því vitaskuld horfst í augu í fáein óhugguleg andartök. Sem betur fer höfðu báðir sýnt stillingu.Hundar sem ekki hefur fengist leyfi fyrir hjá nágrönnunum eru einfaldlega hirtir og þau urðu örlög Mjölnis. Lengi vel óttaðist ég að hann sneri aftur eins og nafni hans úr Ásheimum en það gerðist sem betur fer ekki. Litlu síðar tóku tónar lagsins „Til eru fræ" með Hauki Morthens að óma úr íbúð nágranna míns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Einu sinni bjó ég í sama stigagangi og fíkniefnaneytandi. Þrátt fyrir ónæði af hans hálfu á öllum tímum sólarhrings var engin leið að koma honum í burtu því foreldrar hans áttu íbúðina. Virtust þeir hafa keypt hana til að hola manninum einhvers staðar niður en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pattstaða fyrir þau en sömuleiðis hjá fjölskyldu minni því ekki gátum við búið við ónæðið og því síður selt íbúðina með svona nágranna. Eftir því sem maðurinn sökk dýpra í dópneysluna fór gestakomum til hans fækkandi. Tónlistarsmekkur hans breyttist sömuleiðis. Hann hætti að spila tónlistina úr kvikmyndinni Trainspotting og færði sig yfir í Hótel Kaliforníu með The Eagles. Hasslyktin laumaðist eins og gömul fylgja um stigaganginn. Síðan tók U2-lagið „One" við í flutningi Johnny Cash. Stundum barst líka spurning Pink Floyd neðan úr djúpinu: „Is there anybody out there?" Svarið hefði nágranninn svo sem getað sagt sér sjálfur en hirti ekki um það. Auðvitað var hann óttalega einmana og hvað gera menn þá? Jú, þeir fá sér hund og ekki svona lítið kvikindi sem eitt sinn voru ræktuð til að halda á fólki hita, heldur dóbermanhund. Spurðist út að dýrið héti Mjölnir og hann var nú ekki að fara fínt í hlutina, heldur gerði stykki sín bara úti í garði. Ég leitaði til hundaeftirlitsmanns borgarinnar, ákaflega hjálpsams manns. Hann benti mér á að fyrst að hundur af þessari tegund væri kominn í eigu nágranna míns hefði hann eflaust gengið vafasamra manna á milli um tíma og væri orðinn taugaveiklaður. „Passaðu þig á að horfast ekki í augu við hundinn," ráðlagði hann mér. Skömmu áður höfðum við þá eins og hálfs árs sonur minn verið stödd niðri í þvottahúsi þegar dýrið rölti hjá. Þeir synir mínir voru um það bil í sömu hæð og höfðu því vitaskuld horfst í augu í fáein óhugguleg andartök. Sem betur fer höfðu báðir sýnt stillingu.Hundar sem ekki hefur fengist leyfi fyrir hjá nágrönnunum eru einfaldlega hirtir og þau urðu örlög Mjölnis. Lengi vel óttaðist ég að hann sneri aftur eins og nafni hans úr Ásheimum en það gerðist sem betur fer ekki. Litlu síðar tóku tónar lagsins „Til eru fræ" með Hauki Morthens að óma úr íbúð nágranna míns.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun