Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Huga þarf að færum leiðum

Skuldavandi heimila á að stórum hluta rót sína í því furðulega kerfi sem landsmenn hafa hér sætt sig við að verðtryggja íbúðarlán. Eiginlega er alveg sama hvaða óáran gengur yfir í heiminum eða hér heima, skuldir almennings hækka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Erum við verri en annað fólk?

Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með

Skoðun
Fréttamynd

Peningar annarra

Skýrsla sjálfstæðrar úttektarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna inniheldur harða gagnrýni á ótal þætti starfsemi sjóðanna fyrir hrun. Tap þeirra á fjárfestingum í íslenzku viðskiptalífi varð gríðarlegt og tjón sjóðfélaganna, almennings í landinu, að sama skapi mikið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilvistarkreppa fausks

Það er erfitt að vera fauskur. Samkvæmt fleygum ummælum eru hvítir, kristnir, gagnkynhneigðir, miðaldra karlmenn þeir einu sem ekkert slæmt má segja um. Fyrir vikið virðist mega láta hvað sem er flakka um þá. Í raun vantar mig aðeins byssuleyfið til að vera að margra mati holdgervingur alls sem að er í heiminum.

Bakþankar
Fréttamynd

Fóstbræðralag

Kópavogur hefur dregið að sér nokkra athygli vegna viðræðna um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn, en þó ekki sem skyldi. Ástæðan fyrir því að þær ættu að vekja meiri athygli er sú að þar birtist fyrirmynd að nýrri pólitískri stöðu á landsvísu. Pólitísk samvinna VG og Samfylkingarinnar sem sjálfstæðra flokka er að breytast í eins konar fóstbræðralag sem kemur fram sem ein heild.

Fastir pennar
Fréttamynd

Harður árekstur

Einn eftirminnilegasti kennari sem ég hef haft í gegnum tíðina er Þorsteinn Gylfason heitinn, heimspekiprófessor. Hann var stórkostlegur kennari, afburðagóður fyrirlesari og með yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu hverju sinni. Ekki aðeins innra lagi þess - fræðilegum kenningum og inntaki þeirra – heldur ekki síður ytra laginu, þ.e. sögulegum rótum fræðanna, uppsprettu hugmyndanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðbúin nýjum hættum

Sprengjan sem sprakk fyrir framan skrifstofur ríkissaksóknara, í næsta nágrenni við Stjórnarráðshúsið, hefur náð að koma inn ónotatilfinningu hjá mörgum þótt hún hafi hvorki valdið meiðslum né eignatjóni. Ísland er friðsamt samfélag, þar sem enginn gerir ráð fyrir að sprengjur springi við opinberar byggingar. Við höfum heldur ekki átt því að venjast að fólk grípi til ofbeldisverka til að undirstrika pólitískar skoðanir sínar. Það hefur þó breytzt á allra síðustu árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég hata þig til dauðadags

Ég mun hata þig til dauðadags og óska þér alls ills í hverju einasta skrefi starfsferils þíns.“ Svo segir í bréfi sem metsöluhöfundurinn Alain de Botton skrifaði bókagagnrýnanda sem gaf nýlegri bók hans afleitan dóm. Höfðu kaldar kveðjurnar áhrif á mat gagnrýnandans? Já. Hann settist niður og skrifaði blaðagrein um að ekki væri bók Botton aðeins léleg heldur væri höfundur hennar í ofanálag bandbrjálaður.

Bakþankar
Fréttamynd

Ætlað samþykki

Nokkrir þingmenn vilja breyta lögum á þann hátt að líffæri verði tekin úr látnum mönnum nema að þeir hafi beðið um annað. Ekki ætla ég að ætla að þeim gangi annað en gott til en eitthvað er óþægilegt við það að vefir okkar renni sjálfkrafa til samfélagsins að okkur látnum. Frekar en að taka "rétta“ ákvörðun fyrir alla, ætti að gera öllum auðvelt að taka rétta ákvörðun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vöggugjöf

Kynjamunur á námsárangri í Reykjavík er fyrst og fremst í íslensku. Munurinn kemur afdráttarlaust fram í lesskimun í 2. bekk grunnskóla og er ekki nýr af nálinni. Kennarar vita þetta vel og misræmið kemur glöggt fram í alþjóðlegum greiningum. Í greiningu starfshóps borgarinnar um stráka og námsárangur kemur fram að einn sterkasti forspárþátturinn fyrir árangri í íslensku hjá bæði hjá stúlkum og drengjum er ánægja af lestri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Moskumótmælin

Kirkjuhúsalandslag Íslands er að breytast. Verða moskur, hindúamusteri, sýnagógur og aðrar byggingar trúfélaga við hliðina á "kirkjunum okkar“ í framtíðinni? Nokkrir Íslendingar mótmæla kröftuglega byggingu mosku. Ýmis rök eru færð og hvíslað er um að slíkar byggingar geti orðið gróðrarstíur samfélagslegrar mengunar. Tortryggnisraddir heyrast í samfélaginu. Gagnrýni er góð en rógur ólíðandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Tómir kofar

Stutt en áhugaverð umræða fór fram um EES-samninginn á Alþingi fyrr í vikunni. Tilefnið var skýrsla norskra stjórnvalda um samninga Noregs við Evrópusambandið. Þar er meðal meginniðurstaðna að EES-samningurinn hafi verið norskum hagsmunum mjög til framdráttar en hins vegar felist í honum verulegt fullveldisafsal, á mun víðtækara sviði en menn sáu fyrir í upphafi, enda taki reglur ESB nánast sjálfkrafa gildi í Noregi án þess að norsk stjórnvöld geti haft á þær áhrif. Í þessu felist sömuleiðis mikill lýðræðisvandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flutt að heiman

Inn um lúguna kom bréf um daginn. Það var stílað á heimasætuna en þó tekið fram að bréfið væri ætlað foreldrunum. Ég reif það upp annars hugar og sá að þetta var tilkynning um skráningu skottunnar í grunnskóla. Fyrstu viðbrögð mín voru að hér væri einhver misskilningur á ferðinni, stelpan rétt nýfædd að mér fannst!

Bakþankar
Fréttamynd

Greiðari leið til lífgjafar eftir andlát

Allmörg nýru úr lifandi gjöfum eru grædd í Íslendinga ár hvert. Vegna þessarar gjafmildi á annað nýra sitt til nákominna fjölskyldumeðlima hefur fjöldi fólks öðlast möguleika til verulega aukinna lífsgæða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um hvað eru hagfræðingar sammála?

Frá bankahruni hafa hagfræðingar verið nokkuð í sviðsljósinu. Stéttin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki varað við ósköpunum en á sama tíma hefur verið leitað til hennar til að skýra hvað gekk hér á. Þá hefur hún verið fyrirferðarmikil í umræðu um nokkur helstu hitamál samtímans svo sem gjaldmiðilinn, verðtrygginguna og Icesave-málið. Í þessum málum og fleiri hafa hagfræðingar viðrað fjölbreyttar skoðanir og virðist

Bakþankar
Fréttamynd

Óklárað uppgjör

Þingmenn úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, munu í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar vilja þingmennirnir, undir forystu Skúla Helgasonar í Samfylkingu, að skoðað verði ferlið við sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankans og Landsbankans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ögmundur og íhaldið

Sagnfræðingar tala um að stéttastjórnmál hafi leyst sjálfstæðisstjórnmál af hólmi árið 1916 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir til að gæta hagsmuna verkalýðs og bænda á meðan höfðingjarnir skiptust í flóknar þversum og langsum fylkingar eftir afstöðunni til sambandsins við Dani og sameinuðust ekki í einn flokk fyrr en 1929 í Sjálfstæðisflokknum. Æ síðan hefur sá flokkur verið okkar Kongressflokkur – valdaflokkurinn, vettvangurinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kostnaður krónu

Samkeppniseftirlitið birti í síðustu viku skýrslu sína um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í henni kom fram að verð á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauðsynjavörum heimila, hefði hækkað um 60% á síðustu sex árum. Sú verðhækkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnað um meira en helming gagnvart evru á umræddu tímabili.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í skjóli veikra innviða

Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs ræðir um fátæktarvandamál Afríku í bókinni Endalok fátæktar (The End of Poverty). Hann segir vanda Afríku vera margslunginn og fjölþættan.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háflug og fullveldi

Þegar Benedikt Sveinsson flutti frumvarp á Alþingi um stofnun háskóla þótti ýmsum nóg um hátt flug þingmannsins. Það minnti Grím Thomsen til að mynda á flug valsins þegar hann er kallaður fálki. Nú bregður svo við að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að fullveldi þjóðarinnar sé í húfi vegna háflugs opinberra starfsmanna til Brussel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hreinskilni einhleypa fólksins

Einhleypa fólkið. Hjörð án leiðtoga. Einmana úlfar og úlfynjur sem ráfa um með veiðihárin missýnileg. Þegar einhleypa fólkið brýnir klærnar beitir það oft flóknum brögðum til fella bráð sína. Sumt fólk villir á sér heimildir, lýgur eða spinnur upp sögur sem bráðin fellur kylliflöt fyrir og gerir eftirleikinn auðveldan. Svik hafa hins vegar afleiðingar og oft endar saklaus bráðin með þung lóð í hjarta sínu.

Bakþankar
Fréttamynd

Samkeppnin er allra hagur

Samkeppniseftirlitið kynnti í gær mikla úttekt á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar eru helztu nýmælin þau sem Fréttablaðið sagði frá í gær, að stofnunin beinir sjónum að birgjum og staðfestir það sem lengi hefur verið staðhæft, að þeir mismuna mjög verzlunum eftir stærð og umfangi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki eins og að stela bíl

Ímyndum okkur skóframleiðanda sem rekur nokkrar verslanir í litlu landi. Skóframleiðandinn ákveður að hann ætli að hafa sumar búðir dýrari en aðrar. Fyrir því gæti hann haft ýmsar ástæður. Það gæti verið að flutningskostnaður væri mishár, að leigan væri sums staðar hærri eða fasteignagjöld breytileg eftir bæjum. Svo gæti hreinlega verið að hann mæti það svo að kúnnar sumra verslana væru almennt ríkari en kúnnar annarra og því mætti reyna að rukka þá um meira.

Fastir pennar
Fréttamynd

Takk

Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: "Sestu niður með mér smástund.“ Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig.

Bakþankar
Fréttamynd

Vítahringur Vestursins

Einn ráðgjafa Clintons forseta sagðist áhugalaus um að eyða næstu jarðvist sinni sem forseti Bandaríkjanna. Hann vildi frekar endurfæðast sem skuldabréfamarkaður. Slíkir hefðu valdið, ekki Hvíta húsið. Nú sjá menn máttvana leiðtoga hinna öflugustu ríkja slaga af einum neyðarfundi á annan og bíða þess í angist að markaðir með skuldabréf opni og felli sína dóma. Sarkozy forseti er sagður viss um að stemmingin á skuldabréfamörkuðum muni ráða því hver sigrar þegar fjörutíu milljónir franskra kjósenda velja þjóð sinni leiðtoga í vor. Stefna forsetans í efnahagsmálum hefur líka mótast af þeirri trú hans að einkunnagjöf matsfyrirtækja muni ráða meiru en hugsjónir frönsku þjóðarinnar. Svo er þá komið fyrir fimmta öflugasta ríki heimsins og vöggu uppreisnar hins almenna manns.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímabært að taka sönsum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu að beiðni ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um ýmsar lífseigar tillögur og tilgátur um lánamál heimilanna. Tveimur hagfræðidoktorum var meðal annars falið að meta hvort það svigrúm sem bankarnir fengu til niðurfellingar lána vegna afsláttar af lánasöfnum væri fullnýtt, hver væri líklegur kostnaður vegna tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna (og raunar margra fleiri) um flata niðurfærslu skulda og á hverjum kostnaðurinn af slíkri niðurfellingu myndi lenda. Svörin koma ekki á óvart, enda hefur spurningunum öllum verið svarað áður. Tilgangur skýrslugerðarinnar var hins vegar að „eyða óvissu". Nú liggur málið býsna ljóst fyrir, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Æfðu þig, barn, æfðu þig

Ég man vel hvað ég hugsaði á mínum fyrstu tónleikum átta ára gömul: "Hvað er ég að gera fyrir framan allt þetta fólk?" Í fátinu sem varð eftir að ég hafði klárað að spila lagið mitt gleymdi ég nótunum á píanóinu. Rak tánna fast í þegar ég hljóp til baka að ná í þær.

Bakþankar
Fréttamynd

Að sniðganga besta kostinn

Starfsemi Barnahúss hefur staðið frá árinu 1998. Hlutverk þess er að sinna málum barna sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreiti. Fljótlega eftir að starfsemi hússins hófst kom í ljós góður árangur af starfinu og starfið í húsinu hefur á þeim árum sem liðin eru frá stofnun þess fengið viðurkenningar og verið fyrirmynd að sambærilegum húsum í öðrum löndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mamma Bobba starfrækir mig

Allir þekkja þá tilhlökkun sem fylgir því að flytja að heiman. Að skapa sér eigin tilveru og skera á naflastrenginn við ma og pa.

Bakþankar