Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Kærir Ögmundur sig einn ekki kollóttan?

Frá siðferðilegu sjónarmiði er til lengri tíma litið brýnast að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins og styrkja stjórnkerfið; bæta þarf viðskiptasiðferði, stjórnsiði og vinnulag, efla fagmennsku og siðferðisvitund.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Ofbeldi er aldrei einkamál

Knattspyrnumaður var nýlega dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eftir að hafa kastað bjórglasi í annan mann. Skömmu eftir að hann var dæmdur kom í ljós að hann hefur jafnframt verið ákærður fyrir tvær aðrar líkamsárásir, í þau skiptin gegn þáverandi kærustu sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lauflétt um lífshamingjuna

Hvað veitir þér lífshamingju? Ef svarið þitt er að fylgjast með sápuóperum og bresku konungsfjölskyldunni, þá eigum við ekki skap saman. Þér er þó vorkunn því það er merkilega erfitt að svara þessari spurningu án umhugsunar. Ég átti í það minnsta erfitt með það þegar hún var borin undir mig fyrir skömmu. Merkilega erfitt segi ég því hamingja er alveg við toppinn á lista okkar flestra yfir það sem við sækjumst eftir í lífinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Ljúka verður við rammaáætlun

Orkustofnun gaf í gær út rannsóknarleyfi til Landsvirkjunar vegna virkjunar í Stóru Laxá í Hrunamannahreppi. Landsvirkjun hyggst rannsaka hagkvæmni þess að að nýta rennsli árinnar og fall frá miðlunarlóni í Illaveri að fyrirhugaðri virkjun sem yrði skammt frá Hrunakrók í Hrunamannahreppi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hið landlæga stefnuleysi

Við Íslendingar erum skorpuþjóð. Já, þetta er klisja og jafn fúl og aðrar slíkar, en það þarf ekki að þýða að hún sé ekki sönn. Þessi fullyrðing gerir líka ráð fyrir því að hægt sé að fullyrða um þjóðareðli, sem er hæpið og byggir aftur á því að hægt sé að fullyrða um að þjóð sé til, sem er einnig hæpið. En hér erum við komin út í póstmódernísk fræði sem gætu leitt okkur í karp um hugtök, sem er hið besta mál en skilar kannski ekki endilega miklu. Það getur verið kostur að geta einhent sér í verkin, að láta ekki fyrirframgefið skipulag niðurnjörva allt og geta brugðist við breyttum aðstæðum hratt. Það er hins vegar galli hve víða alla stefnu skortir í íslensku samfélagi.

Bakþankar
Fréttamynd

Bleikir fílar

Framkvæmdastjóri UNICEF, Stefán Ingi Stefánsson, telur að of lítið sé gert til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi hér á landi og hefur áhyggjur af því að forvarnir gegn kynferðisbrotum séu ekki í nægilega markvissum farvegi. Í viðtali í kvöldfréttum RÚV á mánudag benti hann á að þó að mikið og gott starf væri unnið bæði hjá félagasamtökum og annars staðar í grasrót þá skorti þunga í málaflokkinn af hendi stjórnvalda. Að mati Stefáns Inga ætti að nálgast kynferðisbrotamál með svipuðum hætti og önnur málefni sem unnið er gegn með forvörnum, svo sem vímuefnamál, til dæmis með því að fela tiltekinni stofnun að fara með forvarnir í málaflokknum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannúð á hrakhólum

Stundum virðist sem Íslendingum hafi tekist að flækja hluti sem mest þeir mega þegar kemur að blessaðri stjórnsýslunni, bæði hvað pólitíkina og embættin sjálf varðar. Hvernig stendur til dæmis á því að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem hælisleitendur bíða árum saman á milli vonar og ótta eftir afgreiðslu umsókna sinna? Trauðla er það skilvirkt, hvað þá mannúðlegt, að kippa fólki út úr mannlegu samfélagi og geyma í limbói í nokkur ár á meðan umsóknir velkjast í kerfinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Minna er meira

Reykjavík sumarið 2012 er svo sannarlega lifandi borg. Veðrið í sumar hefur auðvitað verið í liði með mannlífinu en til viðbótar hefur fjölgun ferðamanna aukið umsvifin í miðborginni sem aftur gerir að verkum að borgarbúar eiga frekar erindi niður í bæ en áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óréttlæti

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst að þeirri niðurstöðu nýverið að kaup nýju bankanna þriggja á ónýtum skuldabréfum úr átta fjárfestingasjóðum, þar á meðal peningamarkaðssjóðum, væri samræmanleg EES-samningnum. Í niðurstöðu þeirra segir: ?ESA lítur svo á að kaupin á skuldabréfasöfnunum, sem sýnilega höfðu skerst verulega í virði, hafi verið fjármögnuð af ríkisfjármunum og að ákvarðanirnar um kaupin megi rekja til íslenska ríkisins?. Síðar segist

Fastir pennar
Fréttamynd

Börn á fjöll?

Geta börn gengið Laugaveginn, leiðina úr Landmannalaugum í Þórsmörk? Ég og kona mín kynntumst á fjöllum og erum í ?essinu? okkar á hálendinu. Við viljum því gjarnan leyfa sex ára drengjum okkar að njóta fjalllendis Íslands. Er Laugavegurinn barnvænn? Gætum við borið drengina til byggða, ef þeir gæfust upp? Myndi slagviðri hugsanlega bólusetja þá fyrir lífstíð gagnvart fjallaferðum? Við tókum öll ákvörðun að gera tilraun og lögðum af stað inn í dýrðarríki friðlandsins að fjallabaki.

Bakþankar
Fréttamynd

Trúverðugleikaklípa

Fiskveiðihagsmunir Íslands eru svo mikilvægir að í samningum við aðrar þjóðir um þau efni er aldrei svigrúm til að gefa þumlung eftir vegna annarra víðtækari hagsmuna. Fyrir þá sök er þeim einfaldlega ekki blandað inn í samninga um önnur efni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vitorðsríkin

Enn heldur blóðbaðið í Sýrlandi áfram. Ríkisstjórn Bashars al Assad forseta virðist ekki eiga langt eftir. Í örvæntingunni hefur stjórnarherinn gripið til enn grimmilegri ofbeldisverka en áður. Nú er talið að 17.000 manns hafi fallið í landinu frá því uppreisnin hófst, flestir óbreyttir borgarar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ský á mig

Snjór úti, snjór inni, snjór í hjarta, snjór í sinni. Snjó meiri snjó!“ söng þriggja ára dóttir mín og gerði snjóengil á stofugólfið sem skýringu á því af hverju hún vildi ekki fara út. Þetta var á fimmtánda degi í sumarfríi þar sem einu sinni hafði komið dropi úr lofti en sólin annars bulið á glaðbeittum hægfara hringförum allan tímann með tilheyrandi bílahita og rykmekki á fáfarnari leiðum. Breyttir tííímaar, hugsaði ég og mundaði sólarvörnina.

Bakþankar
Fréttamynd

Öl-drunarheimili

Sú jákvæða og skemmtilega frétt var á forsíðu Fréttablaðsins í fyrradag að á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra í Reykjavík, stæði til að endurnýja matsalinn, gera þar kaffihúsastemningu og gefa vistmönnum og gestum þeirra kost á að kaupa sér bjór og léttvín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í stjörnuþokunni

Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?“ spurði trúbadorinn Insól í frægu lagi um árið. Og nú er einmitt lag því á Íslandi er sægur af stjörnum – Hollywoodstjörnum það er að segja, í slíkri þyrpingu að stappar nærri íbúafjölda á Þingeyri.

Bakþankar
Fréttamynd

Hótel í Vatnsmýrina

Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða.

Bakþankar
Fréttamynd

Ólympísk vitleysa

Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að horfur væru á að verðfall yrði á afla strandveiðimanna eftir mánaðamótin. Strandveiðibátunum er heimilt að halda til veiða 1. ágúst, en þremur dögum síðar kemur verzlunarmannahelgi og þá eru flestar fiskvinnslur lokaðar. Ef enginn mætir á fiskmarkað til að bjóða í aflann verður honum annaðhvort hent eða minni vinnslur kaupa hann á mjög lágu verði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eistnaflug og aðdráttaraflið

Ég fór ásamt fimm félögum á þungarokkshátíðina Eistnaflug á Neskaupstað um liðna helgi. Það var stórkostleg skemmtun. Við leigðum okkur gistingu á hlöðulofti á Skorrastað, fjórum kílómetrum fyrir utan bæinn, sem breytt hefur verið í skínandi aðstöðu fyrir ferðamenn. Uppábúin rúm, og allt til alls, en í boði eru hestaferðir fyrir ferðamenn sem ábúendur á Skorrastað sjá um. Við fórum reyndar ekki í hestaferðir, heldur héldum okkur við þungarokkið, ásamt því að reyna að veiða fisk í Norðfjarðará.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ef ekki tölvan þá eitthvað annað

Netfíkn barna er sögð vaxandi vandamál. Þannig greindi Fréttablaðið frá því í byrjun vikunnar að stór hópur 14 til 18 ára drengja í meðferð á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) glímdi við netfíkn. Í alvarlegustu tilvikum hefðu börn verið lögð inn á spítala vegna þess að þau væru beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni sem fylgdi því að geta ekki slitið sig frá tölvunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að endimörkum hipstersins

Ég las í DV um daginn að íslenski hipsterinn væri í andarslitrunum. Einmitt það, hugsaði ég og glotti, vitandi betur eftir heimsókn mína til Berlínar, bækistöðvar alls þess sem er hipp og kúl. Þar fann ég nefnilega sjálf endimörk hipstersins – og þau hafa enn ekki náð til Íslands.

Bakþankar
Fréttamynd

Kæra dóttir

Sagan sem ég ætla alltaf að segja dóttur minni þegar hún verður eldri, fékk skyndilega enn betri endi. Ég var vart orðin ólétt af henni þegar ég fékk fregnir af því að eigandi strippstaðarins Strawberries við Lækjargötu hefði stefnt mér fyrir meiðyrði. Hann stefndi mér, og bara mér, vegna ummæla sem ég hafði orðrétt eftir viðmælanda mínum. Ummælin sem ég var dæmd fyrir voru (samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur): "Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni.“ Þá var ég líka dæmd fyrir að skrifa millifyrirsögnina "Orðrómur um mafíuna“.

Bakþankar
Fréttamynd

Sumarið er tíminn

Þegar grasið verður grænt, og ofnæmið þitt verður, óþolandi, ójá! Bubbi vonandi fyrirgefur mér að ég sé að breyta texta hans við frábært lag þessa meistara í íslenskri tónlistarsögu, en þetta á bara svo ansi vel við! Það er ljóst að við sem erum svo óheppin að vera með ofnæmi höfum heldur betur fundið fyrir því að sumarið er komið í allri sinni frjókornadýrð. Ekki hefur bætt úr skák að veðurblíðan og lítil rigning hefur viðhaldið háu frjókornamagni í loftinu auk þess sem annar frábær listamaður og núverandi borgarstjóri hefur lagt rækt við óræktina og forðast slátt þetta sumarið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar eru talsmenn neytenda?

Íslenzk stjórnvöld hafa engan vilja sýnt til að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi, þótt það sé eitt það dýrasta í heimi, eða nýta tækifæri sem alþjóðlegir samningar gefa til að auka samkeppni í viðskiptum með búvörur. Ekki er hægt að sjá neinn mun á viljaleysinu á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á þingi undanfarin ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Taktu Kúlusúkk á þetta

Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina.

Bakþankar
Fréttamynd

Tjáningar- og upplýsingafrelsi styrkt

Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að stýrihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra hefði nú til skoðunar hvernig breyta þyrfti lögum til að styrkja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi á Íslandi. Þetta er þarft verkefni, en hópurinn var settur á fót í framhaldi af því að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri þingmanna um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ofan af stallinum

Einu sinni þótti í hæsta máta óviðeigandi að gagnrýna orð og gerðir forseta Íslands á opinberum vettvangi. En það var þegar þeir sem forsetaembættinu gegndu lögðu áherzlu á að skapa samstöðu frekar en klofning meðal þjóðarinnar og forðuðust að taka afstöðu til pólitískra deilumála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vonandi skemmtið' ykkur vel

Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var tilkynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slíkar tilkynningar eru umdeildar og baráttukonan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið "fullkomlega misheppnuð og skammarleg“.

Bakþankar
Fréttamynd

Eintal um Evrópu

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa réttilega bent á að umræðan um aðildarumsóknina hefur um nokkra hríð verið eintal þeirra sjálfra. Þeir eyða miklu púðri í sleggjudóma gegn því sem enginn berst fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Made in Iceland

Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi.

Fastir pennar