Taktu Kúlusúkk á þetta Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina. Ástæðan fyrir þessu gráa gamni er sú að gamli maðurinn fór fullur bjartsýni til Lundúna á áttunda áratugnum. Ætlaði hann að vinna sig upp til metorða á þessum bagalegu tímum þegar Spánverjar voru versti pappírinn í bresku skúffunni. Hvernig sem hann reyndi komst hann aldrei hærra en í stöðu aðstoðaruppvaskara. Sjálfur er ég ekki alveg saklaus í þessum efnum. Þannig er mál með vexti að ég vann á menningarsetri í Aþenu þar sem einnig var rekinn veitingastaður. Grikkirnir bjuggu svo vel að vera með tvo matseðla, annar var gulur og með háum verðum. Var hann ósjaldan notaður þegar ferðamann bar að garði. Ég hélt mig reyndar glettilega mikið við þann sið kenndan við heiðarleika. En dag einn kemur svo sænskur hópur sem gerði óspart að gamni sínu þegar ég hafði gert grein fyrir þjóðerni mínu. Fóru þeir þá að biðja um ?kókur, vínur og matur? og svo létu þeir ekki undir höfuð leggjast að spyrja hvort þetta væri þungur hnífur þegar ég lagði á borð. Þá kom guli matseðilinn sér afskaplega vel. Svo hef ég sjálfur verið tekinn í bakaríið, bæði á Spáni og Grikklandi, af hinum ýmsu þjónustuaðilum sem telja mig hinn mesta heimskingja um leið og ég skýt upp ljósum kolli með bláum augum. Hinu hef ég líka kynnst að vera settur í sérlegan úrvalshóp eftir að ljóst er hvaðan ég kem. Það var á Grænlandi og finnst mér nú að við Íslendingar mættum alveg endurgjalda þeirri sómaþjóð vináttuhuginn. Um daginn sá ég Spánverja í miðbæ Reykjavíkur sem voru að spyrjast fyrir um Þjóðminjasafnið. Mér varð hugsað til vinar míns í Madríd. Síðan til allra spænsku óþokkanna. Ég var farinn að velta því fyrir mér hvaða vagn færi upp í Norðlingaholt en að lokum tók ég Kúlusúkk á þetta. Mikilvægasta ferðamennska lífsins er ferðin að öðlingnum í sjálfum sér. Þangað er leiðin greið jafnvel þó sumir bregði fyrir mann fæti. Það er nefnilega hægt að húkka sér far með því að halda í stuðarann sem gerði mann glaðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina. Ástæðan fyrir þessu gráa gamni er sú að gamli maðurinn fór fullur bjartsýni til Lundúna á áttunda áratugnum. Ætlaði hann að vinna sig upp til metorða á þessum bagalegu tímum þegar Spánverjar voru versti pappírinn í bresku skúffunni. Hvernig sem hann reyndi komst hann aldrei hærra en í stöðu aðstoðaruppvaskara. Sjálfur er ég ekki alveg saklaus í þessum efnum. Þannig er mál með vexti að ég vann á menningarsetri í Aþenu þar sem einnig var rekinn veitingastaður. Grikkirnir bjuggu svo vel að vera með tvo matseðla, annar var gulur og með háum verðum. Var hann ósjaldan notaður þegar ferðamann bar að garði. Ég hélt mig reyndar glettilega mikið við þann sið kenndan við heiðarleika. En dag einn kemur svo sænskur hópur sem gerði óspart að gamni sínu þegar ég hafði gert grein fyrir þjóðerni mínu. Fóru þeir þá að biðja um ?kókur, vínur og matur? og svo létu þeir ekki undir höfuð leggjast að spyrja hvort þetta væri þungur hnífur þegar ég lagði á borð. Þá kom guli matseðilinn sér afskaplega vel. Svo hef ég sjálfur verið tekinn í bakaríið, bæði á Spáni og Grikklandi, af hinum ýmsu þjónustuaðilum sem telja mig hinn mesta heimskingja um leið og ég skýt upp ljósum kolli með bláum augum. Hinu hef ég líka kynnst að vera settur í sérlegan úrvalshóp eftir að ljóst er hvaðan ég kem. Það var á Grænlandi og finnst mér nú að við Íslendingar mættum alveg endurgjalda þeirri sómaþjóð vináttuhuginn. Um daginn sá ég Spánverja í miðbæ Reykjavíkur sem voru að spyrjast fyrir um Þjóðminjasafnið. Mér varð hugsað til vinar míns í Madríd. Síðan til allra spænsku óþokkanna. Ég var farinn að velta því fyrir mér hvaða vagn færi upp í Norðlingaholt en að lokum tók ég Kúlusúkk á þetta. Mikilvægasta ferðamennska lífsins er ferðin að öðlingnum í sjálfum sér. Þangað er leiðin greið jafnvel þó sumir bregði fyrir mann fæti. Það er nefnilega hægt að húkka sér far með því að halda í stuðarann sem gerði mann glaðan.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun