Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Frelsari eða syndari?

Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra skrifaði athyglisverða grein í Financial Times á dögunum til að auka hróður Íslands. Þar beindi hann sjónum manna einkum að tvennu:

Fastir pennar
Fréttamynd

Sérmerkjum líka landnemavörur

Fagna ber viðleitni stjórnvalda í Suður-Afríku í að sporna við og vekja athygli á ofbeldi Ísraels í garð Palestínu með því að láta auðkenna sérstaklega vörur sem framleiddar eru í gyðingabyggðum vestan Jórdanar, og í Austur-Jerúsalem.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ef þið hagið ykkur ekki almennilega

Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi sagði á blaðamannafundi að það yrði engin menningarnótt 2013 ef fólk lærði ekki að haga sér almennilega. Þetta var haft eftir honum í Reykjavík – Vikublaði síðastliðinn föstudag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sísí segir…

Nemendur landsins hefja skólagöngu vetrarins þessa daga. Eftirvæntingin er líklega mest hjá sex ára börnunum sem ganga nú inn í heim sem hefur verið þeim flestum framandi hingað til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gróðastían

Smálánafyrirtæki hafa verið í fréttum upp á síðkastið. Að dæma virðast þar á ferð fyrsta flokks skítapésar sem gera sér far um að maka krókinn á kostnað þeirra sem minna mega sín.

Bakþankar
Fréttamynd

Eitt sinn verður allt fyrst

Ég get þetta alveg, hef bara aldrei gert þetta!“ Sex ára dóttir mín slengdi þessari staðhæfingu fram þar sem við horfðum á unga fimleikastúlku gera lipurlegar æfingar á slá í sjónvarpinu en sjálf á dóttirin að baki eitt barnanámskeið í fimleikum. Ég glotti út í annað að þessari digurbarkalegu yfirlýsingu hennar þar sem stúlkan í sjónvarpinu sýndi talsverð tilþrif og fram kom að hún hafði æft þessa íþrótt í nokkur ár. Sjálfri stökk henni þó ekki bros, það er að segja dóttur minni. Hún horfði bara áhugasöm á tilþrifin og stakk upp í sig pítsusneið með skinku og ananas.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað varð um samsærið?

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir brot á bankaleynd og brot í opinberu starfi. Gunnar er talinn hafa fengið starfsmann Landsbankans til að útvega sér gögn um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, sem síðan hafi verið komið til DV. Bankastarfsmaðurinn er líka ákærður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óskað eftir framsýni

Talið er að hægt sé að tímasetja næstum upp á dag hvenær Íslendingar gáfu norsk-íslenska síldarstofninum slíkt högg að síldin lét ekki sjá sig hér næstu áratugina – og forðast sum svæði enn. Það mun hafa verið 23. ágúst 1967 þegar met var slegið á miðunum og flotinn, búinn kraftblökkum og asdic-fiskileitartækjum, veiddi 16 þúsund tonn af síld. Skömmu síðar hvarf síldin og með henni störfin, athafnasemin, fólkið og peningarnir.

Bakþankar
Fréttamynd

Handhafarnir og handaböndin

Talsvert hefur verið rætt síðustu daga um þá hefð að einn af handhöfum forsetavalds þurfi ævinlega að fylgja forseta Íslands á flugvöllinn þegar hann fer til útlanda í embættiserindum og kveðja hann með handabandi. Ríkisútvarpið sagði frá því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi afnema þetta fyrirkomulag. Síðar kom í ljós að forsetinn vill halda því. Eins og stundum áður mótast afstaða margra til málsins af afstöðu til persóna; hvort þeir eru hrifnari af Jóhönnu eða Ólafi Ragnari forseta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Atlaga að tilkalli

Atburðir sögunnar gerðust óhjákvæmilega – en var það óhjákvæmilegt að þeir gerðust? Örlagaborgin eftir Einar Má Jónsson leitar svara við þeirri spurningu hví farið hafi sem fór í efnahagsmálum heimsins – hún er um Hrunið og þá hugmyndafræði sem til þess leiddi. Og grefur djúpt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Draumar sem rætast?

Eitt hundrað og sjötíu augu horfðu dreymandi. Spurningar hljómuðu: Hvernig viltu að líf þitt verði? Hvað langar þig til að framtíðin færi þér? Hvernig nám viltu stunda? Þú mátt velja þér fimm atriði sem þú óskar að rætist í lífi þínu.

Bakþankar
Fréttamynd

Ógn við tjáningarfrelsið

Um allan heim safnaðist fólk saman á föstudag til að mótmæla tveggja ára fangelsisdómi yfir þremur meðlimum pönksveitarinnar Pussy Riot. Konurnar þrjár eru dæmdar fyrir óspektir á grunni trúarhaturs en glæpur þeirra fólst í mótmælagjörningi sem fram fór í dómkirkju Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í aðdraganda forsetakosninganna í Rússlandi í vetur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífs míns langa plastskeið

Grillveisla í garðinum síðsumars með góðum vinum. Kjötið rifið úr umbúðunum, grænmetið þrifið upp úr pokunum og öllu skellt á. Borðað af diskum, drukkið úr glösum, matur skorinn í bita og stunginn með gaffli. Hrært í glösum með röri og kaffibollanum með teskeið. Og stóri munurinn á þessari veislu og veislunni sem sama fólk hélt fyrir tuttugu árum: það þarf ekkert að vaska upp! Plast er stórkostleg uppfinning.

Bakþankar
Fréttamynd

Hægara kýlt en pælt

Hægara pælt en kýlt er skáldsaga eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Nú, meir en þrjátíu árum eftir útkomu bókarinnar, er einfaldasta ráðið til að lýsa heimi íslenskra stjórnmála að snúa heiti hennar við. Engu er nefnilega líkara en þar sé hægara kýlt en pælt. Fyrir nokkrum vikum samþykktu ráðherrar VG, þar sem þeir sátu við ríkisstjórnarborðið í Stjórnarráðshúsinu, samningsmarkmið Íslands í peningamálum fyrir viðræðurnar við Evrópusambandið. Þar er því lýst yfir að Ísland stefni að upptöku evru svo fljótt sem aðstæður leyfa. Þessari skýru stefnuyfirlýsingu er beint til tuttugu og sjö aðildarríkja sambandsins. Um hana var fyrirvaralaus eining í ríkisstjórn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óvirðing

Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri olíurisans N1, kastaði blautri tusku framan í íslenska neytendur í viðtali við Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag. Þar er haft eftir Hermanni að eldsneytisverð verði alltaf eins hátt og markaðurinn leyfi vegna þess að "menn vilja hafa þessa arðsemi“ í geiranum. Hann bætti við að "jafnvel þótt stjórnendur N1 hafi gert sér grein fyrir því að félagið hefði burði til þess að lækka verðið þá bar okkur líka skylda til þess að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett“. Hermann rökstyður líka skort á eðlilegri samkeppni með því að markaðsráðandi staða stóru olíufélaganna geri það að verkum að þau megi helst ekki keppa! "Það þarf að ganga varlega um þennan garð og af einhverri virðingu,“ segir Hermann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veðkall, „þögn“ og eignir

Í hinni mögnuðu kvikmynd Margin Call (Veðkall), sem byggð er að sannri sögu af vinnugólfi fjárfestingabanka á Wall Street á árinu 2006, er eftirminnileg sena þar sem tveir starfsmenn áhættustýringar bankans standa upp á þaki höfuðstöðva bankans og ræða launamál við yfirmann sinn á deildinni og njóta útsýnisins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðbúin því versta

Yfirmenn íslenzku lögreglunnar liggja nú yfir skýrslu 22. júlí-nefndarinnar um hryðjuverkin í Ósló og Útey í fyrra, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við blaðið að norska lögreglan hefði þegar deilt með íslenzkum starfssystkinum sínum upplýsingum um hvað hún hefði talið vel gert og hvað illa í viðbrögðum við hryðjuverkunum. Nú væri komin óháð skýrsla og ætlunin væri að nýta reynslu Norðmanna til að bæta viðbúnað íslenzku lögreglunnar. Fyrir liggur að áætlunum og verklagsreglum verði breytt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ástarsaga úr garðinum

Sambandsslit eru yfirleitt erfið og reyna á þá sem í hlut eiga. Sérstaklega eru þau erfið ef sambandið hefur staðið lengi og aðilar hafa gengið saman í gegnum þykkt og þunnt. Ég veit hvað ég er að tala um því nýlega lauk sambandi sem ég átti í í þrettán ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Bábiljur í boðhætti

Gerðu magaæfingar: Tékk. Drekktu spínatsafa: Tékk. Hættu að tuða: Tékk. Settu reiðina til hliðar: Tékk. Ekki gefast upp á ástinni: Tékk. Notaðu kinnalit: Tékk. Hugtakið ráð hefur gengisfallið meira á undanförnum árum en íslenska krónan. Fjölmiðlar keppast við að leggja okkur lífsreglurnar og fóðra okkur á uppskriftum að langri og farsælli ævi: "Tíu ráð til að höndla hamingjuna" – "Níu fegurðarráð" – "Keyrðu upp orkuna" – "Vertu heilbrigð og falleg án aukaefna" – "Hreinsaðu líkamann með safa".

Bakþankar
Fréttamynd

Tifandi tímasprengja

Fréttablaðið sagði frá því í gær að stjórnvöld ættu nú í viðræðum við samtök opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra. Meðal þess sem væri rætt um væri að hækka lífeyrisaldur úr 65 árum í 67 eins og tíðkast á almennum vinnumarkaði og færa réttindaávinnslu opinberra starfsmanna til samræmis við það sem gerist í almennum lífeyrissjóðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekkert "en“

Viðbrögðin við þátttöku Jóns Gnarr í baráttugöngu hinsegin fólks um helgina voru fyrirsjáanleg. Þótt margir – og kannski flestir – hafi fagnað henni þá voru líka hinir sem máttu ekki til þess vita að Jón eyddi dýrmætum tíma sínum í að berjast fyrir mannréttindum þegar hann ætti með réttu að vera að sinna mikilsverðum hagsmunamálum borgarbúa. Eins og hann hefði annars varið laugardagseftirmiðdeginum í að tryggja börnum ódýrar skólamáltíðir. Þetta sjónarmið flaut upp á yfirborðið í athugasemdakerfum vefmiðlanna, eins og í fyrra og hittiðfyrra og eins og þau munu líklega gera enn einu sinni að ári.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvar er plan B?

Nú er hafið enn eitt upphlaupið í kringum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Að þessu sinni á það upptök sín í þingflokki Vinstri grænna, sem telur sig þurfa að friða ESB-andstæðinga í flokknum, og stjórnarandstaðan stekkur að sjálfsögðu á vagninn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rigningin á undan regnboganum

Við stóðum í Lækjargötunni og biðum eftir gleðigöngunni þegar tvær franskar ferðakonur komu upp að okkur og spurðu: "What are you waiting for?" Ég sagði þeim nákvæmlega hverju við værum að bíða eftir, og þær ákváðu að standa við hlið okkar. Brátt hljómaði gleðisöngurinn og regnbogafánarnir lituðu götuna fyrir framan okkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Umdeild auglýsing

Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað veit maður?

Hvers konar hugmyndir hefði mannvera um heiminn ef hún þekkti hann eingöngu af sjónvarpi? Til að gera okkur þennan hugarburð bærilegri skulum við ímynda okkur að til væri Marsbúi með greindarvísitölu meðal Íslendings sem aldrei hefði komið út fyrir plánetuna rauðu en sæi hins vegar sama sjónvarpsefni og meðal Íslendingur. Hvaða hugmyndir hefði þessi Marsbúi um jörðina?

Bakþankar
Fréttamynd

HÍ og stundakennararnir

Uppákoman með stundakennarann við Háskóla Íslands sem bætti við sig doktorsgráðu sem hann hafði þó ekki lokið er sérkennileg. Enn furðulegra er málið í ljósi þess að það kemst ekki upp fyrr en maðurinn hafði kennt í nokkur ár við skólann og hafði alltaf haldið því fram að hann væri með doktorspróf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsið

Við þurfum að endurheimta orðið "Frelsi“. Því var einn góðan veðurdag stolið af okkur, það var tekið í gíslingu og farið með það í mikla herleiðingu af áhugamönnum um óheilbrigða viðskiptahætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er möguleiki á framhaldslífi?

Stjórnarflokkarnir unnu kosningasigur allra tíma fyrir þremur árum. Skoðanakannanir sýna að samanlagt fylgi þeirra er nú nærri fjörutíu prósent minna. Þegar rúmir átta mánuðir eru til kosninga er þrátt fyrir þetta alls ekki víst að dagar ríkisstjórnarinnar séu taldir. Hún gæti átt möguleika á framhaldslífi.

Fastir pennar