Draumar sem rætast? séra Sigurður Árni Þórðarson skrifar 20. ágúst 2012 09:30 Eitt hundrað og sjötíu augu horfðu dreymandi. Spurningar hljómuðu: Hvernig viltu að líf þitt verði? Hvað langar þig til að framtíðin færi þér? Hvernig nám viltu stunda? Þú mátt velja þér fimm atriði sem þú óskar að rætist í lífi þínu. Hópur fermingarungmenna er þessa dagana á sumarnámskeiði í Neskirkju. Þau eru gagnrýnin, ærleg og óhrædd að ræða um gildi, Biblíutúlkun, samband trúar og vísinda, hlutverk Jesú og sögu hans, um skírn, altarisgöngu, ást, vonsku – já allt, sem varðar líf manna og lífslán. Síðasta fimmtudag fór ég með þeim í kirkjugarðinn við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarð. Garðurinn er friðarhöfn kynslóða, en líka sýnisstaður handverks nítjándu og tuttugustu aldar og safnstaður listaverka og einnig trjáræktarsögu höfuðborgarinnar. Mörg minningarmarkanna eru merkileg og á legsteini Ólafar frá Hlöðum er minnt á, að tárin eru mál gleði og sorgar. Fermingarungmenni eru sprelllifandi fólk vonanna. Flest þeirra eiga skyldmenni grafin í þessum garði. Unga fólkinu finnst einkennilegt að hugsa um að hin látnu voru jafn lífsglöð og þau sjálf, báru jafn mikið líf í brjósti og þau sem ganga stíga nútíðar. Í kirkjugarðinum var þetta nútímafólk sent í eingöngu, þau áttu að vera út af fyrir sig og skrifa eigin drauma um framtíðina. Hvað langar þig til að verði? Á draumablöðunum voru vonarmálin skrifuð. Sum dreymir um sigra í íþróttum og verða t.d. atvinnumenn í fótbolta. Önnur vilja gjarnan læra erlendis. Mörg vilja eignast stór hús og falleg heimili. Um tíu prósent fermingarungmenna vilja verða rík. Þetta árið vildu mörg verða lögfræðingar og læknar. Óvenjumörg vildu verða stjörnukokkar og hönnuðir. Allmörg stefndu á störf í viðskiptalífinu eða stofna eigin fyrirtæki. Mörg dreymir um að eignast hunda eða hesta. Þeim er líka umhugað um heilsu ástvina og biðja um að sleppa sjálf við áföll, krabbamein og slys. En hvað skiptir þau mestu máli, er þeim hamingjumál? Fjórðungur óskar eftir góðri menntun. Svipaður fjöldi óskar sér góðrar fjölskyldu. Og sami fjöldi talar um ósk um góðan maka. Þetta eru óskir um gott líf. Í gær lögðum við draumablöðin, vonir og bænir á altarið í kirkjunni og báðum fyrir þeim. Ég trúi að Guð heyri bænir um gott líf og verð bjartsýnn á framtíðina þegar ég hitti fermingarungmenni. Unga Ísland stefnir á lífsleikni og hamingju. Kirkjan stendur með lífinu og Guð lætur drauma rætast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eitt hundrað og sjötíu augu horfðu dreymandi. Spurningar hljómuðu: Hvernig viltu að líf þitt verði? Hvað langar þig til að framtíðin færi þér? Hvernig nám viltu stunda? Þú mátt velja þér fimm atriði sem þú óskar að rætist í lífi þínu. Hópur fermingarungmenna er þessa dagana á sumarnámskeiði í Neskirkju. Þau eru gagnrýnin, ærleg og óhrædd að ræða um gildi, Biblíutúlkun, samband trúar og vísinda, hlutverk Jesú og sögu hans, um skírn, altarisgöngu, ást, vonsku – já allt, sem varðar líf manna og lífslán. Síðasta fimmtudag fór ég með þeim í kirkjugarðinn við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarð. Garðurinn er friðarhöfn kynslóða, en líka sýnisstaður handverks nítjándu og tuttugustu aldar og safnstaður listaverka og einnig trjáræktarsögu höfuðborgarinnar. Mörg minningarmarkanna eru merkileg og á legsteini Ólafar frá Hlöðum er minnt á, að tárin eru mál gleði og sorgar. Fermingarungmenni eru sprelllifandi fólk vonanna. Flest þeirra eiga skyldmenni grafin í þessum garði. Unga fólkinu finnst einkennilegt að hugsa um að hin látnu voru jafn lífsglöð og þau sjálf, báru jafn mikið líf í brjósti og þau sem ganga stíga nútíðar. Í kirkjugarðinum var þetta nútímafólk sent í eingöngu, þau áttu að vera út af fyrir sig og skrifa eigin drauma um framtíðina. Hvað langar þig til að verði? Á draumablöðunum voru vonarmálin skrifuð. Sum dreymir um sigra í íþróttum og verða t.d. atvinnumenn í fótbolta. Önnur vilja gjarnan læra erlendis. Mörg vilja eignast stór hús og falleg heimili. Um tíu prósent fermingarungmenna vilja verða rík. Þetta árið vildu mörg verða lögfræðingar og læknar. Óvenjumörg vildu verða stjörnukokkar og hönnuðir. Allmörg stefndu á störf í viðskiptalífinu eða stofna eigin fyrirtæki. Mörg dreymir um að eignast hunda eða hesta. Þeim er líka umhugað um heilsu ástvina og biðja um að sleppa sjálf við áföll, krabbamein og slys. En hvað skiptir þau mestu máli, er þeim hamingjumál? Fjórðungur óskar eftir góðri menntun. Svipaður fjöldi óskar sér góðrar fjölskyldu. Og sami fjöldi talar um ósk um góðan maka. Þetta eru óskir um gott líf. Í gær lögðum við draumablöðin, vonir og bænir á altarið í kirkjunni og báðum fyrir þeim. Ég trúi að Guð heyri bænir um gott líf og verð bjartsýnn á framtíðina þegar ég hitti fermingarungmenni. Unga Ísland stefnir á lífsleikni og hamingju. Kirkjan stendur með lífinu og Guð lætur drauma rætast.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun