Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Ógöngur opinbers launakerfis

Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, duglega í launum, hefur dregið dilk á eftir sér. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn hefur launahækkun forstjórans magnað upp óánægju á spítalanum, þar sem niðurskurður og aukið vinnuálag hafa verið daglegt brauð starfsmanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannauður og mórall

Það er alþekkt að fyrirtæki og rekstrareiningar byggja á mannauði sem er drífandi krafturinn í starfi þeirra og það er viðurkennt að án hans eru þau lítils eða jafnvel einskis virði. Þá virðist engu skipta hversu stórar þessar einingar eru né heldur hver starfssemin er, ?fólkið er fyrirtækið? sagði einhver sem ég man ekki lengur nafnið á. Það er auðvitað mikill áherslumunur hvernig þessu er haldið fram og stjórnendur ekki allir jafn duglegir að flagga fólkinu sínu sem grunnstoð rekstrarins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upp úr kafinu

Á ferðalagi í austanverðri Afríku, nánar tiltekið í Vilankulo í Mósambík, bauðst okkur vinkonunum að heimsækja eyjaklasann Bazaruto þar sem er eitt merkilegasta og fallegasta kóralrif heims. Boðið var upp á ferðir út í eyjuna og einnig boðið að snorka eða kafa niður á kóralrifið.

Bakþankar
Fréttamynd

Við erum með eitruð gen

Marteinn Lúther negldi skjal á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg og siðbreyting og siðbót hófust. Hamarshöggin og hugsun Lúthers opinberuðu vitleysur tímans, sem hægt var að leiðrétta. Hallarkirkjan og dyr hennar eru síðan hvetjandi tákn um að fólk sinni lífsleikni og taki á móti Guðsgjöfunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Skriftir, afskriftir og uppáskriftir

Útlendingar standa ýmsir í þeirri trú að Íslendingar hafi komist út úr efnahagserfiðleikum sínum með því að neita að greiða „skuldir óreiðumanna“ og síðan hafi þjóðin sett sér nýja stjórnarskrá. Manni skilst að nú þegar séu menn sem hafa þann starfa að hrósa Íslendingum í útlöndum teknir að fara um heiminn með ræður um það hversu Íslendingar skari fram úr öðrum í því að takast á við efnahagshrun og „hvað megi af Íslendingum læra“. En er þetta ekki eitthvað orðum aukið – þetta með að „neita að greiða skuldir óreiðumanna?“

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagstjórnarmistök

Framsóknarflokkurinn hóf kosningaveturinn síðastliðinn fimmtudag með því að kynna nýja tillögu sína um aðgerðir gegn skuldavanda heimila. Tillagan gengur í grófum dráttum út á að afborganir af verðtryggðum fasteignalánum muni koma til frádráttar af tekjuskattstofni og að sá frádráttur verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fasteignalána. Samhliða á að leggja til að samið verði við veitendur íbúðalána um að færa öll slík lán niður í 100 prósent af fasteignamati húsnæðis. Þessi ráðstöfun á síðan að gilda í þrjú ár. Til viðbótar gera tillögur

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjörningurinn Chris Brown

Santiago Sierra heitir listamaður. Hann er þekktastur fyrir að borga fátæku fólki fyrir að gera erfiða og/eða niðurlægjandi hluti, eins og til dæmis að vera ofan í kassa í fjóra daga eða láta múra sig inn í vegg. Hann vill sýna fram á að fólk sé tilbúið að gera ansi margt sér til viðurværis, meðal annars að láta breyta líkama sínum varanlega, og greiddi til dæmis fjórum vændiskonum peningaupphæð sem samsvaraði einum heróínskammti fyrir að láta húðflúra línu á bak sitt. Sierra vill með list sinni sýna notkun kapítalismans á fólki og líkama þess. Í stuttu máli: hann fer illa með fólk til að sýna hversu illa er hægt að fara með einstakling án þess að samfélagið fordæmi það.

Bakþankar
Fréttamynd

Málefnalínurnar skýrast

Stefnuræða forsætisráðherra í vikunni og umræður um hana skýrðu býsna vel málefnalínurnar í pólitíkinni. Hitt verður að draga í efa að umræðan hafi skilið eftir hjá mörgum skýra framtíðarmynd um endurreisnina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kæru landsmenn

Það fer um mig hrollur þegar ég sé heiftarleg viðbrögð við auglýsingunum okkar. Ég anda djúpt, tel upp að 100 og minni mig á þá óþrjótandi samúð sem ég hef með okkur öllum og þá sérstaklega börnum sem eru að glíma við þögnina, óttann og afneitunina sem ríkir í kringum kynferðislegt ofbeldi á börnum. Blátt áfram er að bera á borð staðreyndir málsins. Það er staðreynd að 93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerendurna, einstaklinga úr öllum stéttum, gjarnan í hlutverkum sem við hin fullorðnu treystum og í því skjóli skáka gerendur, bæði konur og karlar. Við erum ekki að ásaka neina sérstaka starfsstétt um að beita börn ofbeldi frekar en aðra. Við erum að benda fólki á að í þeim hópum fólks sem vinna með börnum og eru langflestir traustsins vert, leynast oft einstaklingar sem eru að gera slæma hluti en ekki góða. Í stað þess að ráðast á sendiboðann bið ég alla að staldra við og hugsa málið til enda. Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu sem starfa með börnum, biðjum við þig að koma til samstarfs við okkur til að tryggja öryggi þeirra. Hvað get ég gert, spyrð þú ef til vill. Þú getur viðurkennt þá erfiðu staðreynd að inni á milli eru einstaklingar sem grafa undan því trausti sem þú hefur áunnið þér í þínu starfi vegna þess að því fylgir traust og vald yfir börnum. Þú getur lært hvað þú átt að gera til að standa undir því trausti sem til þín er borið og hvernig þú getur verið á varðbergi gagnvart þeim sem gera það ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gagnkvæmur ávinningur

Hópur flóttafólks er nú væntanlegur til Íslands en fjögur ár eru síðan síðast kom skipulagður hópur flóttafólks til landsins. Þá komu hingað átta palestínskar konur ásamt börnum sínum og settust að á Akranesi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Menntun utan skólastofunnar

Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Draumur um margs konar mjólk

Um daginn las ég frétt um að "mjólkin“ seldist óvenju vel. Það er kannski dálítið táknrænt að hér á landi megi með góðri samvisku setja ákveðinn greini á mjólkina, því það er eiginlega bara ein ákveðin til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Besti tíminn

Íslensk umræða um Evrópusambandið (ESB) snýst að mestu um hversu mikil upplausn ríkir innan sambandsins. Stóryrtir andstæðingar þess að aðildarferli Ísland fái að klárast með þjóðaratkvæðagreiðslu leggja línurnar með einföldunum, dómsdagsvísum og þjóðrembu. Þeim tókst meira að segja að láta kosningar um forseta Íslands snúast um ESB. Sigurstranglegur frambjóðandi þurfti meira að segja að þvo af sér aðildarsinna-stimpil sem sitjandi forseti klíndi á hann með því að líkja inngöngu í sambandið við það að leigja herbergi í brennandi húsi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjarg­vætturinn og lög­brotin

Ein af röksemdum dómara Hæstaréttar, fyrir fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi sem Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson hlutu fyrir umboðssvik, hefur fengið marga þá sem nú eru til rannsóknar hjá yfirvöldum til þess að skjálfa á beinunum, eða þannig túlka ég í það minnsta nokkur samtöl sem ég hef átt við lögmenn um þennan dóm.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upp brekku á baki skattgreiðenda

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fylgdi fjárlagafrumvarpi sínu úr hlaði með grein í Fréttablaðinu í gær. Hún rifjaði þar upp að hún hefði áður sagt í grein hér í blaðinu að þótt mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Enn væri þó brekka eftir í ríkisfjármálunum. Ráðherrann lætur í það skína að nú sé brekkan að verða búin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Valdarán

Svertingjar, mikið ósköp eruð þið orðnir þreytandi með þetta jafnréttistal ykkar, það er orðið að þráhyggju. Það má bara ekki ráða hvítan mann í góðu störfin, þá byrjið þið að vola – hvað um verri störfin – þar heyrist ekkert í ykkur. Þið eruð farnir að ganga á rétt hvítra. Hafið þið, svertingjar, hugsað út í það, hvort yfir höfuð stjórnmál séu réttu störfin fyrir svertingja? Hafið þið hugleitt hvort allt ruglið sé af því að þið eruð orðnir of margir í störfum sem þið valdið ekki. Þið skulið hugsa þessi mál, en ekki vera með þennan yfirgang. Lífið á að vera ganga hvers og eins á eigin forsendu, og hver og einn á að vita sín takmörk.

Bakþankar
Fréttamynd

Forstjórinn ÞÚ í fyrirtækinu "ÉG“

Það var árið 1997 sem Tom Peters, einn dálkahöfunda hjá Fast Company, skrifaði grein undir yfirskriftinni "THE BRAND CALLED YOU!" eða "Vörumerkið þú!" Greinin vakti viðbrögð um allan heim og opnaði augu fólks fyrir því að verða meðvitaðra um fyrir hvað það

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjónvarpið mitt

Stofan mín er á stærð við leikteppi tveggja ára gamals barns. Í öndvegi stendur þar forláta túbusjónvarp af Grundig-gerð, fjórtán ára gamalt. Það er á stærð við tönn á traktorsgröfu og myndgæðin á 29 tommu skjánum eru satt best að segja engin. Þetta tvennt, stofan mín og Grundigginn, eiga illa saman en einhverra hluta vegna fæ ég það ekki af mér að skilja á milli og bjóða nýtt sjónvarp velkomið í húsið. Fyrir því eru fleiri en ein ástæða. Hér verður aðeins fjallað um eina þeirra.

Bakþankar
Fréttamynd

Súpukjötshagkerfið

Langtímahagvöxtur á Íslandi mun ekki byggjast aðallega á enn frekari nýtingu náttúruauðlinda landsins, heldur á nýtingu þeirrar auðlindar sem býr í kollinum á Íslendingum sjálfum, þekkingar og tæknikunnáttu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öll með tölu Kvennaathvarfsins

Rúm þrjátíu ár eru síðan hópur kvenna tók sig saman og boðaði til stofnfundar Samtaka um kvennaathvarf. Rétt um hálfu ári síðar var búið að gera húsnæði klárt til þess að taka á móti fyrstu dvalarkonunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

R-O-K

"Ég er ekki tilbúin fyrir þetta strax,“ hugsaði ég og dæsti. Nei, ég var ekki að hugsa um hjónaband og aldeilis ekki um að greiða meira í séreignarlífeyrissparnað. Ég var að hugsa um nákvæmlega það sama og allir aðrir Íslendingar í gærmorgun: Veðrið.

Bakþankar
Fréttamynd

Vandinn liggur í kjörunum

Ef fram heldur sem horfir verður lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar starfsmanna leikskóla skuli vera með leikskólakennarapróf ekki uppfyllt fyrr en árið 2041 í allra fyrsta lagi. Sá útreikningur miðast þó við að hvert þeirra 180 námsplássa sem til boða standa ár hvert séu fullnýtt og að ekkert brottfall berði úr námi og allir útskrifaðir skili sér til starfa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hungurleikarnir á Miklubraut

Við vorum á Spáni fjölskyldan í sumar og meðal þess sem var svo ánægjulegt að upplifa var sá siður ökumanna að staðnæmast nær undantekningarlaust fyrir gangandi vegfarendum. Þetta er víst mikið gert í útlöndum, heyrir maður. Annað sem var beinlínis hrífandi að fylgjast með í fari hinna erlendu ökumanna var sá siður þeirra að gefa

Fastir pennar
Fréttamynd

Kristilegur kjaftagangur

Spánn er meðal þeirra þjóða þar sem hljóðmengun er hvað mest. Það kemur íslenskum sólarlandaferðalöngum eflaust ekki á óvart sem komið hafa á spænskan bar. Þar talar hver og einn með slíkum raddstyrk að halda mætti að viðmælandinn væri í næsta bæjarfélagi. Þar á ofan þjösnast barþjónninn svo á kaffikvörninni að viðskiptavinurinn fær það fljótlega á tilfinninguna að hann sé staddur í vélsmiðju.

Bakþankar
Fréttamynd

Peningaheimspeki

Ástralski heimspekingurinn John Armstrong, kennari við Melbourne Business School í Ástralíu til margra ára, er einn þeirra sem hefur velt peningum mikið fyrir sér. Líklega hafa nú allir gert það, en hann hefur hugsað dýpra um peninga en flestir, held ég að sé óhætt að segja. Ekki svo að skilja að hann hafi fjallað um hagfræði, peningastefnu og fjármálaþjónustu, eða eitthvað þess háttar, í sínum fyrirlestrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meinlokur

Stundum er það svo að hugmyndir og jafnvel ranghugmyndir skjóta svo föstum rótum í hugum fólks að engar fortölur duga til að því snúist hugur. Er þá stundum vaðið áfram með arfavitlausar hugmyndir og þær látnar verða að veruleika, hverjar svo sem afleiðingarnar kunna að verða, og sama hversu mikið hagkvæmari og betri aðrar leiðir kynnu annars að vera.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvenær á ráðherra að segja af sér?

Formaður þingflokks VG og prófessor í stjórnmálafræðum við Háskóla Íslands hafa af tveimur ólíkum tilefnum sett fram sjónarmið um afsögn Ögmundar Jónassonar. Við venjulegar aðstæður fylgir bæði þungi og ábyrgð orðum þeirra sem slíkum stöðum gegna. Þau ættu því að hafa veruleg áhrif. En í reynd sýnast bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar vega orð þeirra eins og fis sem hverfur með golunni. Það ætti að vera þeim nokkurt umhugsunarefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samfélagið versus heimurinn

Það má ekki pissa bak við hurð, ekki henda grjóti oní skurð, hvorki skoða lítinn kall né gefa ketti drullumall og ekki segja ráddi heldur réði. Þessar eru á meðal þeirra lífsreglna sem okkur eru kenndar í Laginu um það sem er bannað, eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson.

Bakþankar
Fréttamynd

Gaufið við Geysi á enda?

Alltof lengi hafa mál hins heimsfræga hverasvæðis í Haukadal verið í ólestri. Átroðningur ferðamanna eykst þar stöðugt og nú er talið að um hálf milljón manna heimsæki svæðið árlega. Ekki hafa verið til peningar til að bæta aðgang, merkingar og þjónustu við ferðamenn og þess vegna liggur þessi náttúruperla undir skemmdum eins og svo margar aðrar víða um land. Skorti á skiltum, merktum stígum og landvörzlu fylgir aukinheldur slysahætta.

Fastir pennar
Fréttamynd

2700 límbandsrúllur

Hvað getur maður keypt sér fyrir tæpar 2,3 milljónir á mánuði sem maður gat ekki leyft sér með rúmar 1,8 milljónir í mánaðarlaun? Dýrari bíl? Stærra hús? Lengri utanlandsferð? Fleiri jakkaföt?

Bakþankar