Menntun utan skólastofunnar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 14. september 2012 11:00 Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni. Samkvæmt íslenskum lögum er hlutverk grunn- og framhaldsskóla að hjálpa börnum og unglingum að þroskast og takast á við áskoranir daglegs lífs. Þá eiga þeir að búa ungt fólk undir háskólanám, þátttöku í atvinnulífinu og í lýðræðissamfélaginu. Þetta er sennilega nokkuð óumdeild skilgreining. Hugmyndin er að búa ungt fólk undir lífið og skila því þangað tilbúnu til að hlýta reglum samfélagsins og finna kröftum sínum farveg. Þetta er svo framkvæmt með kennslu námsgreina sem taldar eru vel til þess fallnar að ná fram þessum markmiðum. En er það svo? Skipta má nær öllum bóknámsbrautum sem í boði eru í framhaldsskólum í fernt; málabrautir, félagsfræðibrautir, viðskipta- og hagfræðibrautir og náttúrufræðibrautir. Það sem skilur á milli þeirra eru áherslurnar sem vísað er til í nöfnunum. Brautirnar eiga þó meira sameiginlegt en nöfnin kunna að gefa til kynna því vissar kjarnagreinar eru kenndar á öllum brautum. Þær eru íslenska, íþróttir, lífsleikni, náttúruvísindi, félagsfræði, saga, stærðfræði, danska, enska og eitthvað þriðja tungumál. Þá hafa allir nemendur frjálst val sem þó er frekar takmarkað. Vitaskuld eru flestar skyldugreinarnar þess eðlis að borðleggjandi er að gera framhaldsskólanemum að læra eitthvað um þær. Að mati þess sem hér skrifar vantar þó í það minnsta þrjár námsgreinar á listann. Sú fyrsta er fjármálalæsi. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að yfirdráttarlán (lesist dýr og óhagkvæm lán) heimilanna nemi 86,8 milljörðum. Það eru ríflega 270 þúsund krónur á hvern Íslending! Ef það er hlutverk skólakerfisins að búa ungt fólk undir áskoranir daglegs lífs þá sætir það furðu að fjármálalæsi sé hvergi kennt í skólakerfinu. Annað hlutverk sem skólakerfinu er falið samkvæmt lögum er að búa ungt fólk undir þátttöku í lýðræðissamfélaginu. Samt fá fæstir Íslendingar nokkurn tímann kennslu í lögfræði og hagfræði. Lögfræði fjallar um hvernig reglur samfélagsins eru settar og túlkaðar og hagfræði um marga þá kima efnahagsmála sem stærstu deilumálin á sviði stjórnmálanna snúast oftar en ekki um. Er virkilega skynsamlegt að láta menntun í þessum greinum nær alfarið fara fram utan skólastofunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni. Samkvæmt íslenskum lögum er hlutverk grunn- og framhaldsskóla að hjálpa börnum og unglingum að þroskast og takast á við áskoranir daglegs lífs. Þá eiga þeir að búa ungt fólk undir háskólanám, þátttöku í atvinnulífinu og í lýðræðissamfélaginu. Þetta er sennilega nokkuð óumdeild skilgreining. Hugmyndin er að búa ungt fólk undir lífið og skila því þangað tilbúnu til að hlýta reglum samfélagsins og finna kröftum sínum farveg. Þetta er svo framkvæmt með kennslu námsgreina sem taldar eru vel til þess fallnar að ná fram þessum markmiðum. En er það svo? Skipta má nær öllum bóknámsbrautum sem í boði eru í framhaldsskólum í fernt; málabrautir, félagsfræðibrautir, viðskipta- og hagfræðibrautir og náttúrufræðibrautir. Það sem skilur á milli þeirra eru áherslurnar sem vísað er til í nöfnunum. Brautirnar eiga þó meira sameiginlegt en nöfnin kunna að gefa til kynna því vissar kjarnagreinar eru kenndar á öllum brautum. Þær eru íslenska, íþróttir, lífsleikni, náttúruvísindi, félagsfræði, saga, stærðfræði, danska, enska og eitthvað þriðja tungumál. Þá hafa allir nemendur frjálst val sem þó er frekar takmarkað. Vitaskuld eru flestar skyldugreinarnar þess eðlis að borðleggjandi er að gera framhaldsskólanemum að læra eitthvað um þær. Að mati þess sem hér skrifar vantar þó í það minnsta þrjár námsgreinar á listann. Sú fyrsta er fjármálalæsi. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að yfirdráttarlán (lesist dýr og óhagkvæm lán) heimilanna nemi 86,8 milljörðum. Það eru ríflega 270 þúsund krónur á hvern Íslending! Ef það er hlutverk skólakerfisins að búa ungt fólk undir áskoranir daglegs lífs þá sætir það furðu að fjármálalæsi sé hvergi kennt í skólakerfinu. Annað hlutverk sem skólakerfinu er falið samkvæmt lögum er að búa ungt fólk undir þátttöku í lýðræðissamfélaginu. Samt fá fæstir Íslendingar nokkurn tímann kennslu í lögfræði og hagfræði. Lögfræði fjallar um hvernig reglur samfélagsins eru settar og túlkaðar og hagfræði um marga þá kima efnahagsmála sem stærstu deilumálin á sviði stjórnmálanna snúast oftar en ekki um. Er virkilega skynsamlegt að láta menntun í þessum greinum nær alfarið fara fram utan skólastofunnar?
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun