Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Tapið af tollunum

viðskiptaráð Íslands hefur gefið út merkilega skýrslu, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar eru birtar upplýsingar og útreikningar sem benda eindregið til að stjórnmálamenn skorti með öllu heildarsýn á kerfi neyzluskatta hér á landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég vissi það ekki þá, en ég veit það núna

Rassinn hangir aðeins neðar og hristist aðeins meira. Ég er komin á nýja áratug, hinn svokallaða fertugsaldur. Fyrir mörgum er nýtt aldursár merki um að nú sé farið að slá aðeins í skrokkinn, æskuljóminn dvínar sem og orkan. Ég rýndi í spegilmynd mína og skoðaði nýjar hrukkur í kringum augun sem hafa myndast við mikinn hlátur og ofdýrkun á sólarljósi í fjarlægum löndum. Eitt grátt hár hér og þar má skrifast á hasar og spennu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hægri höndin og sú vinstri

Ferðamönnum á hálendi Íslands fjölgar ört, sérstaklega á sumrin en einnig á öðrum árstímum. Þorri Íslendinga þekkir að skjótt getur veður skipast í lofti þannig að aðgát verður að viðhafa í samræmi við það. Þeir þekkja líka strjálbýli landsins. Erlendir ferðamenn hafa ekki forsendur til að átta sig á þessu enda koma flestir frá þéttbýlum stöðum þar sem veður er mun stöðugra en hér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Burt með Jesús og jólasveina

Ég trúi ekki á jólasveina. Ég hef lagt mikla vinnu í að halda þeim frá börnunum mínum og mér finnst forkastanlegt að leikskólar, skólar, verslanir og félagasamtök skuli halda þessum ófögnuði að börnunum. Það hlýtur að vera sanngirniskrafa að börn foreldra sem afneita jólasveinum séu ekki jaðarsett í aðdraganda jóla þegar öll hin börnin skemmta sér á jólaböllum. Hvað hafa þessir feitu rauðklæddu karlar með jólin að gera yfirhöfuð?

Bakþankar
Fréttamynd

Rökkurtími risaveldis

"Það er alltaf morgunn í Bandaríkjunum,“ sagði sá vinsæli forseti Ronald Reagan og víst er margt þar vestra sem minnir á bjart árdegi. Nú húmar hins vegar hratt að kvöldi fyrir heimsveldi Bandaríkjanna. Það er niðurstaða nýrrar skýrslu sem samin var fyrir Bandaríkjaforseta af sérfræðingum frá sextán stofnunum sem vinna að upplýsingaöflun og njósnum í þágu öryggis og utanríkisstefnu landsins. Þetta varðar alla því Bandaríkin hafa verið akkeri heimsmála í marga áratugi og sá aðili sem öllum öðrum fremur hefur mótað dagskrá alþjóðamála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Feluleikur

Flestir sérfræðingar virðast telja það blasa við að krónan muni veikjast umtalsvert við afléttingu gjaldeyrishaftanna, sem samkvæmt lögum eiga að lyftast í lok næsta árs. Slík veiking myndi hafa áhrif á getu þeirra sem eru með tekjur í íslenskum krónum að ráða við erlendar skuldir sínar. Þar á meðal eru opinber íslensk fyrirtæki, sveitarfélög og auðvitað ríkissjóður. Verð á innfluttum vörum myndi auk þess hækka sem myndi valda aukinni verðbólgu og þar af leiðandi hækkun á öllum verðtryggðum skuldum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Og pestin kom

Ég skelli í mig lýsinu og gretti mig. Gleypi fjölvítamín og sýp á soðnu vatni sem ég hef látið standa með sítrónum, engifer og chili út í. Bæti svo nokkrum C-vítamín töflum við kokkteilinn og sólhatti og sting hvítlauksrifi undir tunguna. Ég er ekki lasin, ég er stálslegin. En allur er varinn góður.

Bakþankar
Fréttamynd

Haldið í vonina

Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Doha í Katar gengur miklu skemur en þeir hefðu óskað, sem vilja að ríki heims taki höndum saman um raunverulegar aðgerðir til að stöðva hlýnun loftslags á heimsvísu. Þar náðist ekki samkomulag um nein meiriháttar ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tillögur að skipulagi heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Ég skrifaði grein nýverið um framtíð heilbrigðisþjónustu hérlendis og velti vöngum yfir því hvað væri skynsamlegt að athuga í því samhengi. Þessi grein er áætlað framhald hennar með innleggi í umræðuna sem hefur verið undanfarið. Allar götur síðan ég kom heim úr námi árið 1999 hefur verið býsna neikvæð umræða um heilbrigðisþjónustu. Þá þykir mér hún hafa aukist til muna síðastliðin ár eða frá kreppu og má líklega setja almenna vanlíðan og öryggisleysi samfara umfjöllun um skuldavanda heimila, fyrirtækja og ríkis að einhverju leyti í samhengi við það. Ítrekaðar frásagnir eru af sparnaði, lélegum tækjakosti og húsnæði, slælegum aðbúnaði starfsmanna, lélegum launum og svona mætti lengi telja. Það sárvantar að ræða hið góða og benda á jákvæða hluti sem eru að gerast alla daga líka í heilbrigðisþjónustunni. Þá má ekki gleyma að reikna þjóðhagsleg áhrif af góðri heilbrigðisþjónustu og fara að líta á það sem hagnað fremur en endalausan kostnað eins og okkur hættir til að gera.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sinnulausi neytandinn

Um helgina heyrði ég fregnir af því að einhver fyrirtæki úti í heimi hefðu verið dæmd fyrir eitthvað samráð. Gott ef ekki var um framleiðendur sjónvarpstækja að ræða. Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvaða framleiðendur það voru og ég efast um að þegar þörfin á nýju sjónvarpstæki – sem er reyndar ekki ofarlega á forgangslistanum – bankar upp á, muni ég hafa fyrir því að fletta því upp. Það eru því töluverðar líkur á því að þegar fjárfest verður í sjónvarpi, sem vonandi er langt þangað til, muni ég verðlauna svikahrappana með viðskiptum mínum.

Bakþankar
Fréttamynd

Slagurinn við verðbólguna

Þegar verðbólga fer yfir verðbólgumarkmið seðlabanka fer víðast hvar í heiminum fram rökræða um verðbólguhorfur og stöðu efnahagsmála milli seðlabankastjóra og síðan æðstu ráðamanna ríkisstjórna með bréfaskrifum og greiningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sköpunarverkið í fabúlunni

Við rogumst með heilt tré inn í stofuna til okkar, setjum á það skraut og ljós, dönsum kringum það og tignum það. Við lýsum hvern glugga og hvern skugga. Við fyllum munninn með sætum kökum og eldum mat sem okkur finnst hafa merkinguna: Jól. Við gefum hvert öðru, gleðjum hvert annað, erum saman. Við hlýðum á það fegursta sem mönnunum hefur dottið í hug að setja saman af tónafléttum. Við klæðumst okkar fínustu

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóristyrkur

Í vorbirtunni 1941 settu stúdentar upp húfur sínar. Annar landsdúxanna var kona. Dúxar eru dýrmætir og hæsta einkunn skipti máli því dúxar fengu stórastyrk. Það var peningasjóður til að kosta nám erlendis. Svo var sagt frá í fréttum ríkisútvarpsins að menntamálaráð hefði ákveðið að styrkja ekki aðeins fjóra eins og verið hafði heldur tíu stúdenta. En engin kona var þó í hópi styrkþega! Stúdentinn með hæstu einkunn í

Bakþankar
Fréttamynd

Fjandsamlegar tollareglur

Fréttablaðið hefur að undanförnu haldið áfram umfjöllun um reglur sem gilda um innflutning ferðamanna á tollfrjálsum varningi. Óhætt er að segja að það komi betur og betur í ljós hversu neytenda- og raunar mannfjandsamlegar þessar reglur eru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Látið börnin koma til mín

Kirkjuferð á aðventu er stór hluti af starfi fjölmargra skóla og leikskóla. Þá trítla börn af öllum stærðum og gerðum í næstu kirkju til að hlusta á hugvekju, taka þátt í helgihaldi og syngja sálma. Þetta er gamall og góður siður sem starfsfólki skólanna og kirkjunnar finnst bæði hátíðlegur og hlýlegur, jafnvel marka upphaf hátíðleika aðventunnar og jólahaldsins. Því hvað er fallegra en bænakvak lítilla barna, sálmasöngur smárra og tærra radda inni í hljómandi kirkjuskipum, æska landsins að lofsyngja með gleðiraust og helgum hljóm?

Bakþankar
Fréttamynd

Norrænar varnir

Ákvörðun stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð um að taka þátt í loftrýmiseftirliti Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi hefur vakið athygli, ekki sízt vegna þess að með því verður samvinna ríkjanna og NATO enn nánari.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vínmenningarslys

Fréttablaðið greindi í byrjun vikunnar frá könnun, sem sýnir að Íslendingar verða í vaxandi mæli varir við áfengissmygl og heimabrugg. Könnunina gerðu Markaðs- og miðlarannsóknir fyrir Félag atvinnurekenda (FA), sem gætir meðal annars hagsmuna áfengisinnflytjenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litla-netið-okkar.is

Einu sinni var internet. Og þetta internet þótti alveg ágætt en það var alveg rosalega stórt. Svo stórt að mörgum okkar þótti það óþægilegt. Sérstaklega þótti mörgum óþægilegt hvað við, á þessu litla landi, höfðum litla stjórn á því hvað menn gætu gert úti á hinu stóra interneti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Árvakur átakasinni

Sú var tíðin að ég skeytti lítið um samfélagslegar skyldur mínar. Ég hafði einfaldlega um brýnni hluti að hugsa en afríska alnæmissjúklinga og stríðsfanga, til dæmis bólurnar á nefinu á mér og nýjustu myndirnar með Nicolas Cage. Með árunum hef ég vitkast og meðvitund mín aukist að því marki að nú er ekki til það árveknisátak sem ég læt fram hjá mér fara.

Bakþankar
Fréttamynd

Óvissa á Landspítalanum

Uppsagnir liðlega 250 af nærri 1.350 hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum taka gildi 1. mars næstkomandi. Uppsagnirnar skapa mikla óvissu og ef til þess kemur að hluti eða allir þessir hjúkrunarfræðingar hætta störfum er ljóst að ástandið á spítalanum verður alvarlegt og það mun koma niður á sjúklingum og því starfsfólki sem eftir situr.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skallinn

Ætli það séu ekki tæp tíu ár síðan hárið fór að þynnast á hvirflinum á mér. Ég sá þetta fyrst þegar rakari sýndi mér aftan á mig eftir klippingu og var talsvert brugðið.

Bakþankar
Fréttamynd

Berir leggir og upphafning fávísinnar

Ég var stödd á hótelherbergi í útlöndum um helgina. Ég átti afmæli svo þegar kom að því að fara út í "dinner“ hugðist ég vanda til andlitsfarðans og lagningarinnar. Birtan á baðherberginu var dauf og ég sá illa til þar sem ég sparslaði burt árin. Ég kveikti því á flúrljósi fyrir ofan spegilinn. Hrá lýsing og ískaldur afmælis-bömmer helltust yfir mig. Í hárrótinni spruttu gráir nýgræðingar. Ég flýtti mér að slökkva ljósið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fram úr vonum

Á rétt rúmum hundrað árum hefur hæð hæstu trjáa hér á landi þrefaldast og gott betur. Fram kemur í umfjöllun blaðsins í gær að um aldamótin 1900 hafi hæsta tré landsins verið rúmir átta metrar að hæð. Núna er fjöldi trjáa yfir 20 metrum og það hæsta um 25 metra hátt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mín innri bóndakona

Um daginn var ég í jóga. Ég nýt þess – mér finnst raunar að jóga ætti að vera fastur liður í leikskólum og skólum og á vinnustöðum: Byrjið daginn á 30 mínútna jóga; smá styrkur, smá teygjur, smá hugleiðsla. Þ.e.a.s. komast í samband við líkama og sál. Ég á mér uppáhaldsjógakennara. Hún er fagmaður fram í fingurgóma, en hún er líka skemmtileg og segir það sem henni liggur á hjarta. Stundum segir hún hluti sem eru ekki pólitískt kórréttir og kemur mér til að hlæja. Stundum segir hún hluti sem ögra. Um daginn ögraði hún mér. Hún sagði:

Bakþankar
Fréttamynd

Leit að veruleika

Ég er með smá verkefni handa þér. Ef þú ert ekki að lesa þennan pistil á netinu þá vil ég að þú setjist núna fyrir framan nettengda tölvu. Þú þarft að finna þér leitarvél, ég mæli með Google.is, og þar vil ég að þú leitir að nokkrum orðum. Í dag ætlum við að einbeita okkur að myndum því myndir segja jú meira en þúsund orð.

Bakþankar
Fréttamynd

Ruslamál í rusli

Þrátt fyrir að hér á landi hafi orðið talsverð vakning varðandi meðferð heimilisúrgangs virðist þess langt að bíða að sorpmál komist hér í þau horf sem una má við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við og við

Vandi Íbúðalánasjóðs er gríðarlega mikill. Ríkið hefur þurft að leggja sjóðnum til 46 milljarða króna á tveimur árum og viðbúið er að enn meiri peningum þarf að fórna í hítina. Svartsýnustu raddir telja að skuldbindingar hans geti orðið allt að 200 milljörðum króna meiri en eignir hans. Til að setja þessa tölu í samhengi þá jafngildir hún því að hver einn og einasti íbúi landsins þurfi að greiða 625 þúsund krónur til að gera upp sjóðinn. Slíkt samhengi er mikilvægt vegna þess að það erum alltaf við, almenningur, sem munum greiða fyrir viðgerðina. Einu spurningunni sem er ósvarað er hvort við gerum það sem skattgreiðendur eða lífeyrisþegar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það eru barnréttindi

Það var nú ekki töluð vitleysan í vörninni í fótboltaliði bekkjarins hennar Hansínu í Vogaskóla. Þarna stóðum við Snorri og Alli, Sigurgeir og Steinn Bjarki með hendurnar í vösunum og áttum í hrókasamræðum um landsins gagn og nauðsynjar, á meðan þeir Nonni og Biggi, Haddi og Kalli Dúi og hinir hlupu um lafmóðir frammi í sókninni, enda allt afburðamenn í boltanum og vel að þeirri vegsemd komnir að fá að vera í sókn. Svona var getuskiptingin: þeir góðu voru í sókn en

Fastir pennar
Fréttamynd

Djákninn í Moody"s

Íslendingar fá flestir mikinn heimalningshroll þegar útlendingar spyrja þá um álfa, tröll og drauga. Það eru kannski ekki svo undarleg viðbrögð. Menn vilja ekki líta út fyrir að vera svo skyni skroppnir að hafa ekki séð í gegnum blöffið sem notað var á börnin svo þau væru ekki að þvælast úti að næturþeli og héldu sig frá hættulegum klettum og giljum. Nútímamaðurinn vill líka vera frjáls í stað þess að leggja lund sína og líf undir vætti sem láta ekki að stjórn.

Bakþankar
Fréttamynd

Illa undirbúin óvissuferð

Lítið virðist enn fara fyrir þeim vönduðu vinnubrögðum sem þingheimur var sammála um að yrði að hafa við meðferð stjórnarskrárfrumvarpsins eftir þjóðaratkvæðið á dögunum. Öll skoðun málsins af hálfu þingsins er enn í skötulíki.

Fastir pennar