Mest spennandi nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar: Sancho, Bailey, Konate og fleiri Vefmiðillinn Football365 tók saman tíu áhugaverðustu nýliða ensku úrvalsdeildarinnar en tímabilið hefst á morgun með leik Brentford og Arsenal. Bæði lið eiga einn leikmann á listanum. Enski boltinn 12. ágúst 2021 14:01
Enginn af sérfræðingum BBC spáir Man. Utd titlinum en sjö hafa trú á Chelsea Manchester United hefur bætt við sig einum besta miðverði heims og eytt einnig miklum pening í einn efnilegasta leikmann Englendinga. Það dugar þó ekki til að færa félaginu fyrsta Englandsmeistaratitilinn í níu ár ef marka má þá sem lifa og hrærast í umfjöllun um enska boltann í Englandi. Enski boltinn 12. ágúst 2021 09:30
Miðjumaðurinn efnilegi ekki með Liverpool um helgina Curtis Jones verður ekki í leikmannahóp Liverpool er enska úrvalsdeildin fer af stað um helgina. Hann fékk höfuðhögg í leik á dögunum og þarf því að hvíla næstu daga. Enski boltinn 12. ágúst 2021 08:00
Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins. Fótbolti 12. ágúst 2021 07:01
Kepa kom inn fyrir vítakeppnina og tryggði Chelsea Ofurbikarinn Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin. Fótbolti 11. ágúst 2021 21:50
Aðgerðin heppnast vel og Rashford ætti því að snúa aftur í október Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford lét loksins verða af því að fara í aðgerð á öxl en leikmaðurinn hefur spilað sárþjáður undanfarna mánuði. Eftir að Evrópumótinu lauk á eins svekkjandi hátt og mögulegt er ákvað Rashford að fara undir hnífinn. Enski boltinn 11. ágúst 2021 16:01
Afhjúpa hvernig glæpamenn geta keypt ensk knattspyrnulið til að þvætta illa fengið fé Ef marka má rannsókn rannsóknarblaðamanna Al Jazeera geta glæpamenn keypt enskt knattspyrnulið með það að markmiði að þvætta illa fengið fé. Viðskipti erlent 11. ágúst 2021 14:30
Segir Burnley þurfa á Jóhanni Berg að halda Enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi og stefnir í langt og strembið tímabil hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hjá Burnley. Liðið þarf á því að halda að bestu menn þess séu allir í toppstandi því ef svo er ekki blasið fallir við. Enski boltinn 11. ágúst 2021 10:00
Kominn í nýtt félag eftir að hafa sigrast á krabbameini Fílabeinsstrendingurinn Sol Bamba er genginn í raðir Middlesbrough í ensku B-deildinni frá Cardiff. Snemma árs greindist Bamba með Non-Hodkin's eitilfrumukrabbamein, en hefur nú náð fullri heilsu. Enski boltinn 11. ágúst 2021 07:02
Næst markahæsti leikmaður ensku B-deildarinnar tekur við keflinu af Ings Enska knattspyrnufélagið Southampton gekk í dag frá kaupum á sóknarmanninum Adam Armstrong frá Blackburn Rovers. Armstrong skrifaði undir fjögurra ára samning í dag. Enski boltinn 10. ágúst 2021 23:00
Jökull Andrésson stóð vaktina þegar Morecambe sló Blackburn út í enska deildarbikarnum Jökull Andrésson stóð vaktina í marki C-deildarliðsins Morecambe sem heimsótti Championship liðið Blackburn í enska deildarbikarnum í dag. Morecambe snéri taflinu við og er komið áfram eftir 2-1 sigur. Enski boltinn 10. ágúst 2021 22:17
John Stones framlengir við Englandsmeistarana John Stones, varnarmaður Manchester City, framlengdi í dag samningi sínum við Englandsmeistarana. Nýji samningurinn er til fimm ára og Stones er því skuldbundinn City út sumarið 2026. Enski boltinn 10. ágúst 2021 18:45
Abraham á leið til Rómar og kapallinn fullkomnaður Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur samþykkt 34 milljón punda tilboð ítalska liðsins Roma í hinn 23 ára gamla Tammy Abraham samkvæmt heimildum Sky Sports. Þar mun hann spila undir stjórn José Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea. Fótbolti 10. ágúst 2021 14:31
Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Trafford Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum. Enski boltinn 10. ágúst 2021 13:30
Segir það hlutverk lífs síns að vera eigandi Wrexham og mun alls ekki nota hugtakið „soccer“ Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds hefur leikið nokkur stór hlutverk til þessa á lífsleiðinni. Að hans mati er þó ekkert stærra en að vera eigandi knattspyrnufélagsins Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni um þessar mundir. Enski boltinn 10. ágúst 2021 12:00
Handahófskenndar athuganir í upphafi tímabils á Englandi Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt að það verða gerðar handahófskenndar athuganir á leikvöllum deildarinnar í upphafi tímabils. Fólk sem ætlar sér að fara á leiki mun þurfa sýna fram á bólusetningu eða vera með neikvætt sýni sem er tekið innan við 48 tímum fyrir leik. Enski boltinn 10. ágúst 2021 09:00
Leið eins og Messi og táraðist við brottförina Jack Grealish var formlega kynntur til leiks hjá Englandsmeisturum Manchester City í dag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi. Grealish yfirgaf uppeldisfélag sitt Aston Villa við skiptin og segir hafa verið erfitt að yfirgefa heimahagana. Fótbolti 9. ágúst 2021 23:30
„Ekkert of alvarlegt“ hjá Robertson Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og skoska landsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að betur hefði farið en á horfðist þegar hann meiddist á ökkla í æfingaleik í gær. Fótbolti 9. ágúst 2021 19:46
Newcastle að ganga á kaupunum á miðjumanninum efnilega frá Arsenal Enska knattspyrnufélagið Newcastle United er við það að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Joseph George Willock sem sló í gegn í norðurhluta Englands á síðustu leiktíð. Talið er að kaupverðið sé í kringum 22 milljónir punda. Enski boltinn 9. ágúst 2021 17:02
Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. Enski boltinn 9. ágúst 2021 11:30
Stuðningsfólk Tottenham klappaði Saka lof í lófa Erkifjendurnir Tottenham Hotspur og Arsenal mættust í vináttuleik í gær. Stuðningsfólk beggja liða klappaði Bukayo Saka lof í lófa er hann kom inn af varamannabekk Arsenal eftir rúmlega klukkutíma leik. Enski boltinn 9. ágúst 2021 07:31
Klopp útilokar ekki að sækja fleiri leikmenn: „Ánægður með hópinn“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir ekki útilokað að liðið muni versla nýjan leikmann áður en lokað verður fyrir félagaskipti í haust. Enski boltinn 9. ágúst 2021 07:00
Robertson meiddur af velli - Fimm dagar í fyrsta leik Varnarmaðurinn öflugi, Andrew Robertson, fór meiddur af velli í æfingaleik Liverpool og Athletic Bilbao á Anfield í dag, sex dögum fyrir fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 8. ágúst 2021 19:45
Tottenham sagt vera að kaupa Martínez - Inter fær Dzeko Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur náð samkomulagi við Internazionale frá Ítalíu um kaup á argentínska framherjanum Lautaro Martínez. Inter mun fá Edin Dzeko frá Roma til að fylla í skarð hans. Fótbolti 8. ágúst 2021 14:00
Fofana frá út árið Wesley Fofana, varnarmaður Leicester, mun ekki spila fótbolta meira á þessu ári eftr að hann fótbrotnaði í æfingaleik liðsins gegn Villareal í vikunni. Enski boltinn 8. ágúst 2021 08:01
Romelu Lukaku verður dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur samþykkt að greiða Inter Milan 97,5 milljónir punda fyrir belgíska framherjann Romelu Lukaku. Enski boltinn 7. ágúst 2021 19:01
Iheanacho tryggði Leicester Samfélagsskjöldinn af vítapunktinum Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti bikarmeisturum Leicester City í árlegu uppgjöri meistara síðasta árs i leiknum um Samfélagsskjöldinn. Það voru refirnir frá Leicester sem tryggðu sér 1-0 sigur með marki undir lok leiks. Enski boltinn 7. ágúst 2021 18:15
Segist vera í sömu stöðu og Agüero: Kom bara vegna Ancelotti Kólumbíumaðurinn James Rodríguez, sóknartengiliður Everton á Englandi, segist óviss um framtíð sína hjá félaginu. Hann segist aðeins hafa komið til liðsins vegna Ítalans Carlo Ancelotti, en sá hvarf á braut í sumar. Fótbolti 7. ágúst 2021 16:32
Jón Daði ekki í hóp í fyrsta leik Millwall Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Millwall sem gerði 1-1 jafntefli við Queens Park Rangers í Lundúnaslag á Loftus Road í fyrstu umferð Championship-deildarinnar á Englandi í dag. Fótbolti 7. ágúst 2021 16:15
Inter búið að samþykkja tæplega 100 milljón punda boð Chelsea í Lukaku Belgíski framherjinn Romelu Lukaku nálgast endurkomu til enska knattspyrnufélagsins Chelsea. Ítalíumeistarar Internazionale hafa samþykkt risatilboð í kappann. Fótbolti 7. ágúst 2021 15:41