Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Armstrong til Man United frá PSG

    Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Mundum hverjir við erum“

    Pep Guardiola sagði sína menn í Manchester City hafa munað hverjir þeir væru í dag þegar Newcastle United kom í heimsókn. Lærisveinar Pep eru margfaldir Englandsmeistarar en það hefur ekki sést á frammistöðu liðsins til þessa á leiktíðinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gott gengi Ever­ton undir stjórn Moyes heldur á­fram

    Það virðist hafa verið algjört heillaskref fyrir Everton að ráða David Moyes sem stjóra félagsins á nýjan leik. Liðið vann góðan 2-1 útisigur á Crystal Palace og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Amad lík­lega frá út tíma­bilið

    Amad Diallo verður líklega ekki meira með enska knattspyrnufélaginu Manchester United á þessari leiktíð vegna meiðsla á ökkla. Þá verður Kobbie Mainoo frá næstu vikurnar ásamt því að Manuel Ugarte og Toby Collyer missa af leiknum gegn Tottenham Hotspur á sunnudag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mar­moush með þrennu í sigri Man City

    Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þökk sé þrennu Omar Marmoush. Önnur úrslit dagsins má finna hér að neðan.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Merino sá um að setja pressu á Liverpool

    Spánverjinn Mikel Merino sá til þess að Arsenal fengi öll þrjú stigin með 2-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann skoraði bæði mörkin á lokakaflanum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    David Moyes finnur til með Arne Slot

    David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vorkennir kollega sínum Arne Slot hjá Liverpool eftir að sá hollenski fékk að líta rauða spjaldið í lok borgarslags Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Orðinn mjög þreyttur á flakkinu

    Guðlaugur Victor Pálsson kann vel við sig í sjávarbænum Plymouth á suðvesturhorni Englands. Hann er ekki farinn að huga mikið að næstu skrefum en er ekki á heimleið í bráð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slot fullur eftir­sjár og gæti sloppið við bann

    Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arsenal stað­festir slæm tíðindi

    Kai Havertz, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meiðsli sem hann varð fyrir í æfingaferð með liðinu í Dúbaí á dögunum. Hann verður frá út yfirstandandi tímabil.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rautt á Slot í hádramatísku jafn­tefli

    Liverpool var hársbreidd frá því að ná níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en nágrannar þeirra í Everton skoruðu jöfnunarmarkið í leiknum þegar átta mínútur voru komnar fram í uppbótartíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park

    Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa.

    Enski boltinn