Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Omarosa segir Trump vera rasista

Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að svara spurningum Mueller

Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama.

Erlent
Fréttamynd

Segir Norður-Kóreu eiga langt í land

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller

Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Conte tekur undir með Trump í NATO-deilu

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, segir kröfur Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að aðrar aðildarþjóðir Nato leggi meira af mörkum til bandalagsins sanngjarnar. Trump fór fögrum orðum um innflytjendastefnu Conte.

Erlent