Munu sökkva bátum frá Íran sem áreita herskip Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 18:24 Ellefu bátum Byltingarvarða Íran var siglt upp að bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði. AP/Sjóher Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa gefið þá skipun að sjóliðar sökkvi írönskum bátum sem siglt sé of nærri bandarískum herskipum og séu notaðir til að áreita herskipin. Sjóher Bandaríkjanna sagði frá því í síðustu viku að ellefu bátum Byltingarvarða Íran hafi verið siglt upp að bandarískum herskipum í Persaflóa, á alþjóðlegu hafsvæði. Í um klukkustund var skilaboðum og viðvörunum bandarískra sjóliða ekki svarað og héldu Íranarnir áfram að sigla í kringum herskipin í mikilli nálægð. Trump sagði frá skipun sinni í tísti í dag. David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði það til marks um að bandarískir sjóliðar hefðu rétt á sjálfsvörn. I have instructed the United States Navy to shoot down and destroy any and all Iranian gunboats if they harass our ships at sea.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 22, 2020 John Hyten, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var á sama blaðamannafundi og Norquist og vildi hann ekki segja hvort að aðgerðum Írana í síðustu viku hefði verið svarað með skothríð, hefði Trump gefið umrædda skipun fyrir það. Hann sagði þó að það væri vel hægt að túlka það að menn miði byssum á bandarísk herskip sem ógnandi hegðun. Hér má sjá myndband sem Sjóherinn sendi frá sér í síðustu viku. BREAKING: 11 Iranian #IRGCN vessels repeatedly conducted dangerous & harassing approaches against U.S. naval ships operating in international waters of North Arabian Gulf. U.S. crews took actions deemed appropriate to avoid collision.Details: https://t.co/ZVKPKv738o pic.twitter.com/lKJgDz0l2N— U.S. Navy (@USNavy) April 15, 2020 Talsmaður Byltingarvarða Íran, sagði í samtali við AP fréttaveituna að Trump væri að níðast á Íran og hann ætti þess í stað að einbeita sér að þeim sjóliðum Bandaríkjanna sem hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þá tilkynntu yfirvöld Íran í dag að fyrsta hernaðar-gervihnetti ríkisins hafi verið skotið á loft. Sérfræðingar sem fylgjast með ríkinu segja tæknina sem þurfi til þess til marks um að ríkið gæti þróað langdrægar eldflaugar. Donald Trump Bandaríkin Íran Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa gefið þá skipun að sjóliðar sökkvi írönskum bátum sem siglt sé of nærri bandarískum herskipum og séu notaðir til að áreita herskipin. Sjóher Bandaríkjanna sagði frá því í síðustu viku að ellefu bátum Byltingarvarða Íran hafi verið siglt upp að bandarískum herskipum í Persaflóa, á alþjóðlegu hafsvæði. Í um klukkustund var skilaboðum og viðvörunum bandarískra sjóliða ekki svarað og héldu Íranarnir áfram að sigla í kringum herskipin í mikilli nálægð. Trump sagði frá skipun sinni í tísti í dag. David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði það til marks um að bandarískir sjóliðar hefðu rétt á sjálfsvörn. I have instructed the United States Navy to shoot down and destroy any and all Iranian gunboats if they harass our ships at sea.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 22, 2020 John Hyten, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var á sama blaðamannafundi og Norquist og vildi hann ekki segja hvort að aðgerðum Írana í síðustu viku hefði verið svarað með skothríð, hefði Trump gefið umrædda skipun fyrir það. Hann sagði þó að það væri vel hægt að túlka það að menn miði byssum á bandarísk herskip sem ógnandi hegðun. Hér má sjá myndband sem Sjóherinn sendi frá sér í síðustu viku. BREAKING: 11 Iranian #IRGCN vessels repeatedly conducted dangerous & harassing approaches against U.S. naval ships operating in international waters of North Arabian Gulf. U.S. crews took actions deemed appropriate to avoid collision.Details: https://t.co/ZVKPKv738o pic.twitter.com/lKJgDz0l2N— U.S. Navy (@USNavy) April 15, 2020 Talsmaður Byltingarvarða Íran, sagði í samtali við AP fréttaveituna að Trump væri að níðast á Íran og hann ætti þess í stað að einbeita sér að þeim sjóliðum Bandaríkjanna sem hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þá tilkynntu yfirvöld Íran í dag að fyrsta hernaðar-gervihnetti ríkisins hafi verið skotið á loft. Sérfræðingar sem fylgjast með ríkinu segja tæknina sem þurfi til þess til marks um að ríkið gæti þróað langdrægar eldflaugar.
Donald Trump Bandaríkin Íran Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira