Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 24. apríl 2020 07:26 Donald Trump ætlar sér að berjast gegn rannsóknum Demókrata. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. Þá virðist hann einnig hafa velt því upp hvort ekki væri ráðlegt að lýsa útfjólubláum geislum á líkama Covid-sjúklinga. BBC greinir frá. Trump bar tillögurnar upp á blaðamannafundi vegna veirunnar í gærkvöldi eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. „Ef við skjótum sterku eða útfjólubláu ljósi á líkamann, það hefur ekki verið prófað en ég held þú hafir sagst ætla að prófa það,“ sagði forsetinn og beindi orðum sínum að Dr. Deboruh Birx sem farið hefur fyrir baráttunni gegn veirunni. Sagði forsetinn þá að áhugavert væri að athuga hvort sótthreinsiefni, dælt inn í líkamann, myndi hafa áhrif á veiruna. Forsetinn spurði Birx hvort ljós og hitameðferð hafi verið rannsökuð. „Ekki sem meðferð við veirunni. Klárlega er hár líkamshiti góður, þegar líkamshitinn er hár, hjálpar það líkamanum að berjast gegn veirunni. Ég hef ekki séð ljós og hitameðferð,“ sagði Birx áður en forsetinn sagðist telja að það væri gott að rannsaka þá meðferð. Læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við hafa látið hafa eftir sér að tillögur Trumps, einkum er varða sótthreinsiefnið, séu óábyrgar og jafnvel hættulegar. Í samtali við Bloomberg sagði lungnasérfræðingurinn John Balmes að ekki væri um að ræða góða hugmynd. „Að anda að sér klór væri það versta sem þú getur gert fyrir lungnastarfsemina. Það er ekki óhætt, ekki einu sinni í litlu magni. Þetta er fáránleg hugmynd,“ sagði Balmes. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. Þá virðist hann einnig hafa velt því upp hvort ekki væri ráðlegt að lýsa útfjólubláum geislum á líkama Covid-sjúklinga. BBC greinir frá. Trump bar tillögurnar upp á blaðamannafundi vegna veirunnar í gærkvöldi eftir að starfandi yfirmaður vísinda- og tæknideildar heimavarnarráðuneytisins kynnti niðurstöður rannsóknar, þar sem komið hefði í ljós að sólarljós og sótthreinsiefni á borð við klór veiki veiruna. „Ef við skjótum sterku eða útfjólubláu ljósi á líkamann, það hefur ekki verið prófað en ég held þú hafir sagst ætla að prófa það,“ sagði forsetinn og beindi orðum sínum að Dr. Deboruh Birx sem farið hefur fyrir baráttunni gegn veirunni. Sagði forsetinn þá að áhugavert væri að athuga hvort sótthreinsiefni, dælt inn í líkamann, myndi hafa áhrif á veiruna. Forsetinn spurði Birx hvort ljós og hitameðferð hafi verið rannsökuð. „Ekki sem meðferð við veirunni. Klárlega er hár líkamshiti góður, þegar líkamshitinn er hár, hjálpar það líkamanum að berjast gegn veirunni. Ég hef ekki séð ljós og hitameðferð,“ sagði Birx áður en forsetinn sagðist telja að það væri gott að rannsaka þá meðferð. Læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við hafa látið hafa eftir sér að tillögur Trumps, einkum er varða sótthreinsiefnið, séu óábyrgar og jafnvel hættulegar. Í samtali við Bloomberg sagði lungnasérfræðingurinn John Balmes að ekki væri um að ræða góða hugmynd. „Að anda að sér klór væri það versta sem þú getur gert fyrir lungnastarfsemina. Það er ekki óhætt, ekki einu sinni í litlu magni. Þetta er fáránleg hugmynd,“ sagði Balmes.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira