Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Sendu nöfn allra nýrra starfs­manna CIA í tölvu­pósti

Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð.

Erlent
Fréttamynd

Enginn Ís­lendingur í haldi ICE

Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert eðli­legt við til­lögur Banda­ríkja­for­seta

Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. 

Erlent
Fréttamynd

Donald Trump og tollarnir

Alþjóðahagfræðin gengur útá það þjóðir geti hagnast á frjálsum utanríkisviðskiptum. Á hagfræðimáli má t.d. segja að hvert land muni flytja út þá vörutegund sem það hefur hlutfallslega minnstan fórnarkostnað af því að framleiða, en flytja inn vörur sem það hefur hlutfallslega mikinn fórnarkostnað af að framleiða

Skoðun
Fréttamynd

Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun

Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að Bandaríkin myndu taka yfir Gasa, eignast landsvæðið og gera úr því glæsibaðströnd Miðausturlanda. Þá hefði hann í hyggju að flytja á brott Palestínumenn sem búa á Gasa og mögulega með hervaldi. Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir að með þessari yfirlýsingu sé úti um tveggja ríkja stefnuna, sem hafi þó meira verið í orði en á borði.

Erlent
Fréttamynd

Um­mæli Trumps harð­lega gagn­rýnd víða um heim

Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum.

Erlent
Fréttamynd

Segir engan vilja búa á Gasa

Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 

Erlent
Fréttamynd

Tugmilljarða hags­munir í húfi

Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfs­menn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfs­menn úti

Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni.

Erlent
Fréttamynd

Vilja finna fimm Ís­lendinga og vísa þeim úr landi

Fimm manns með íslenskan ríkisborgararétt voru undir lok síðasta árs á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir þá sem hafa fengið höfnun um dvalarleyfi og á að vísa úr landi. Í heildina eru tæp ein og hálf milljón manna á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gengur Trump til með tollum?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.

Erlent
Fréttamynd

Rubio fundaði með Mulino og í­trekaði hótanir Trump

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með José Raúl Mulino, forseta Panama, í gær. Á fundinum ítrekaði Rubio hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkjamenn hefðu, að óbreyttu, í hyggju að taka yfir Panamaskurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ís­land og lífs­kjör Ís­lendinga“

Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Verður Bitcoin hluti af vara­forða þjóð­ríkja?

Efnahagskerfi heimsins ganga nú í gegnum mikla umbreytingu. Hátt vaxtastig, auknar skuldir þjóðríkja, vaxandi verðbólguógn og aukin samkeppni milli stórvelda eru að endurmóta alþjóðahagkerfið. Bandaríkjadalur hefur um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í fjármálakerfi heimsins, þar sem hann er undirstaða fjármálamarkaða og alþjóðaviðskipta. Það gæti þó verið að breytast.

Umræðan
Fréttamynd

Draga minnis­blað til baka eftir mikla ó­reiðu

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Vill ræða við Trump í síma

Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu.

Innlent