„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. Innlent 19. október 2022 18:47
Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. Viðskipti innlent 19. október 2022 15:55
Deilur um „örugga eyðingu gagna“ ekki til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki dóm í máli sem snýr að deilum um orðasambandið „örugg eyðing gagna“ til meðferðar. Viðskipti innlent 19. október 2022 08:05
Árna Bald dæmdar 32 milljónir eftir mikinn hasar við Tungufljót Samkvæmt dómsorði sem féll nýverið í Héraðsdómi Reykjaness hefur mikið laxveiðidrama átt sér stað við Tungufljót undanfarin ár þar sem hópur á vegum eigenda gerði sitt til að trufla stangveiðimenn með því að henda spúnum sínum yfir línur og flækja. Þá eru dæmi um grjótkast bakka á milli. Innlent 18. október 2022 14:45
Vildu fá fjögur þúsund krónur en þurfa að greiða 372 þúsund Kona þarf ekki að greiða 4.580 krónur líkt og fyrirtækið Fresco 48 ehf. sem rekur veitingastaðinn Fresco hafði krafið hana um. Þess í stað þarf fyrirtækið að greiða málskostnað konunnar sem var 372 þúsund krónur. Viðskipti innlent 18. október 2022 12:56
Brjótum glæpahringina upp Aldrei hafa fleiri sætt gæsluvarðhaldi og nú. Fangelsismálastjóri segir að álagið sé orðið það mikið að erfitt sé að tryggja öryggi starfsfólks. Flest sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot á fíkniefnalögum. Samtímis reynir dómsmálaráðherra að koma í gegn frumvarpi um forvirkar rannsóknarheimildir sem á skv. greinargerð að miða að því að koma í veg fyrir afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, bæði innanlands og á milli landa. Skoðun 18. október 2022 07:01
Játaði að hafa ætlað að bana karlmanni með þrívíddarbyssu Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, gekkst í morgun við því að hafa ætlað að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í febrúar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi og krafðist saksóknari tíu ára dóms. Innlent 17. október 2022 16:52
Tekist á um vitneskju um hámarkshraða rafhlaupahjóls Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða. Innlent 17. október 2022 11:11
Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. Innlent 15. október 2022 13:59
Vön hestakona látin bera hluta tjóns vegna eigin sakar Landsréttur hefur fallist á kröfu hestakonu þess efnis að bótaskylda VÍS vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún datt af hestbaki árið 2016 yrði samþykkt. Konan var þó dæmd til að bera fjórðung tjóns síns vegna eigin sakar. Innlent 14. október 2022 19:44
Máttu nota uppfinningu nýsköpunarstjóra Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum. Innlent 14. október 2022 13:24
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 14. október 2022 11:21
Dró sér rúmar þrjár milljónir sem gjaldkeri húsfélags Gjaldkeri húsfélags hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér samtals 3.308.425 krónur í eigu húfélagsins. Gerði hún það með því að millifæra fé af bankareikningi félagsins inn á sína persónulegu bankareikninga í 165 færslum. Innlent 14. október 2022 00:07
Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. Innlent 13. október 2022 21:39
Fær ekki krónu eftir árekstur við kanínu Hjólreiðamaðurinn Hlöðver Bernharður Jökulsson hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja bætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyss sem varð er Hlöðver hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum og slasaðist nokkuð. Óhappatilvik var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13. október 2022 18:08
Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum. Innlent 13. október 2022 07:38
Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. Viðskipti innlent 12. október 2022 10:53
Milda refsingu fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni Dómur karlmanns sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti í febrúar á þessu ári fyrir tilraun til manndráps var í dag mildaður um tvö ár fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur heimfærði brotið undir stórfellda líkamsárás. Innlent 11. október 2022 15:17
Skallaði og beit fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa skallað og bitið fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði. Innlent 11. október 2022 14:10
Hleðslustöðvamálinu lokið eftir nei frá Hæstarétti Ísorka fær ekki að áfrýja dómi Landsréttar í hleðslustöðvarmálinu svokallaða til Hæstiréttar. Málskotsbeiðni Ísorku var hafnað af Hæstarétti fyrir helgi. Viðskipti innlent 10. október 2022 21:01
Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki. Innlent 10. október 2022 19:51
Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður. Innlent 10. október 2022 18:04
Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni. Innlent 8. október 2022 13:50
Ekki ákærð tvisvar fyrir sama brot eftir háskalega eftirför Landsréttur felldi í vikunni úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem máli konu, sem veitt var háskaleg eftirför vegna innbrotshrinu, var vísað frá þar sem dómurinn taldi lögreglustjóra hafa ákært konuna tvisvar fyrir sama brot. Innlent 8. október 2022 10:58
Tveir reynsluboltar hjá Íslandspósti fá biðlaun eftir langa baráttu Tveir reynslumiklir starfsmenn hjá Íslandspósti, sem sagt var upp árið 2019, fá greidd biðlaun frá fyrirtækinu eftir að hafa þurft að leita réttar síns fyrir dómstólum. Innlent 8. október 2022 08:16
Flutti kókaín í fjórtán pakkningum innvortis til landsins Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann um fimmtugt í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla rúmlega 260 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í ágúst síðastliðinn. Innlent 6. október 2022 12:43
Stal fartölvum og veski á skrifstofum sýslumanns á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið fartölvum og peningaveski á skrifstofum sýslumannembættis á Akureyri. Innlent 6. október 2022 09:35
Stakk reiðufé sem greitt var með beint í eigin vasa Karlmaður á fertugsaldri var á þriðjudaginn dæmdur 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað úr verslun sem hann starfaði í. Maðurinn stakk reiðufé sem viðskiptavinir greiddu með beint í sinn eigin vasa. Innlent 6. október 2022 08:10
Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. Innlent 5. október 2022 21:25
Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. Innlent 5. október 2022 18:25