Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Yfir­lýsing Hags­muna­sam­taka brotaþola og Öfga

Í ljósi nýs sýknudóms sem féll þann 3. júní sl. viljum við hjá Hagsmunasamtökum brotaþola og Félagasamtökunum Öfgum vekja athygli á að umræddur dómur er birtingarmynd þeirra hindrana sem þolendur mæta þegar þau kæra. Við viljum taka það fram að við erum ekki að tala fyrir hönd þolanda né aðstandenda í umræddu máli, heldur einungis að gagnrýna framgöngu réttarkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Aðild Péturs Jökuls ó­skýr að sögn dómara

Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum.

Innlent
Fréttamynd

Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu

Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn.

Innlent
Fréttamynd

„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera ein­hverjir hrottar“

Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn segir margt á huldu í máli Kol­beins

Dómur í máli Kolbeins Sigþórssonar hefur verið birtur en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjanesi í dag af ákæru um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. Í dómnum segir að margt sé á huldu um málið.

Innlent
Fréttamynd

„Við útrýmum ekki of­beldi með hatri“

Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Páll sýknaður

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Á­fengi og fíkni­efni mældust í stýri­manninum

Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi

Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­með­ferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar

Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna.

Innlent
Fréttamynd

Segir Enok hafa setið fyrir manni sem stakk hann hálfu ári áður

Saksóknari vill meina að Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hafi hefnt sín vegna stunguárásar sem hann varð fyrir á nýársnótt 2022 um hálfu ári síðar. Hann er ákærður fyrir tvær líkamsárásir, en sá sem varð fyrir annarri þeirra, Bersi Torfason, var sakfelldur í mars fyrir að stinga Enok í umræddri hnífaárás.

Innlent
Fréttamynd

Tamninga­kona sýknuð af bóta­kröfu vegna reið­slyss

Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið.

Innlent
Fréttamynd

Björg­ólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samþykkt að greiða hluthöfum Landsbankans 1.050 milljónir króna í sáttargreiðslur, í máli sem málsóknarfélög hluthafa Landsbankans höfðuðu gegn honum. Þar með er málinu, sem velkst hefur um í kerfinu í um tólf ár, lokið. 

Innlent
Fréttamynd

Sló aðra á heimilinu í­trekað með hleðslusnúru

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, með því að beita fyrrverandi eiginkonu hans og börn ítrekuðu ofbeldi. Fólst það meðal annars að slá þau með hleðslusnúru. 

Innlent
Fréttamynd

Þarf að endur­greiða sinni fyrr­verandi eftir allt saman

Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum.

Innlent