
Friðrik Ragnarsson farinn að þjálfa aftur hjá Njarðvík
Friðrik Ragnarsson hefur tekið að sér þjálfun hjá Njarðvíkingum til þess að leysa skyndilegt brotthvarf Örvars Þórs Kristjánssonar. Þetta verður í fyrsta sinn í sex ár sem Friðrik þjálfar á sínum heimaslóðum. Örvar tók við meistaraflokki Fjölnis af Tómasi Holton en Njarðvíkingar hafa fengið tvo reynslubolta til þess að leysa hann af hjá sínum yngri flokkum.