Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fannar: Ungu pungarnir eru að spila eins og englar

    "Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnar: Töpuðum þessu á fráköstunum

    "Þetta var stál í stál leikur með mikilli baráttu. Ég var ánægður með vörnina hjá okkur en við töpuðum þessu á fráköstunum. Þeir hirtu 16 sóknarfráköst og fengu fyrir vikið fleiri tækifæri í sókninni," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR eftir að hans menn töpuðu fyrir KR í hörkuleik í Iceland Express deildinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar: Erum komnir stutt á veg

    Stjarnan vann KR í kvöld í baráttunni um titilinn meistarar meistaranna í DHL-höllinni í kvöld. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, sagði eftir leik að Vesturbæjarliðið eigi enn töluvert í land.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR

    Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Stefnum á þann stóra

    „Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Troðslusýning í Toyota-höllinni á þessu tímabili - myndband

    Rahshon Clark mun leika með liði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í vetur eins og fram kom á Vísi í morgun. Stuðningsmenn Keflavíkur geta farið að hlakka til tilþrifa kappans því þarna er mikill troðslukóngur á ferðinni enda var hann fastagestur á ESPN yfir bestu tilþrifin í NCAA-deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór: Ég var lélegur

    Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Tap gegn Austurríki

    Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tommy Johnson leikur með KR næsta vetur

    KR-ingar hafa náð í góðan liðstyrk í körfunni því Bandaríkjamaðurinn Tommy Johnson mun spila sem bosman-leikmaður hjá liðinu á næsta tímabili. Tommy varð Íslandsmeistari með Keflavík árið 2008 og lék við góðan orðstír suður með sjó. Hann er með breskt vegabréf og telst því Bosman leikmaður. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálmi og þrír aðrir sömdu við Snæfell

    Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR eftir fjögur ár í Vesturbænum. Hann heldur á kunnuglegar slóðir og hefur samið við Snæfell í Stykkishólmi en hann lék með liðinu um síðustu aldamót.

    Körfubolti