Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. Körfubolti 23. nóvember 2014 19:09
Þórsarar hoppuðu upp um fimm sæti í töflunni Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir alla leið upp í 3. sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir tíu stiga sigur á Skallagrími, 100-90, í 7. umferð deildarinnar í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 21. nóvember 2014 21:04
Komast Þórsarar í átta stiga hópinn í kvöld? Þórsarar úr Þorlákshöfn taka á móti Skallagrími í kvöld í eina leik Dominos-deildar karla í körfubolta og Þórsarar geta hoppað upp um mörg sæti með sigri. Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni og hefst klukkan 19.15. Körfubolti 21. nóvember 2014 17:30
Keflvíkingar töpuðu með 23 stigum en hækkuðu sig samt um eitt sæti Keflvíkingar eru komnir upp í þriðja sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins í sjöundu umferðinni og það þrátt fyrir að Keflavíkurliðið hafi steinlegið með 23 stigum á Króknum í kvöld. Körfubolti 20. nóvember 2014 22:00
Þessir skoruðu stigin í körfuboltaleikjum kvöldsins Njarðvík, Tindastóll, Stjarnan og ÍR unnu öll leiki sína í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í kvöld en ÍR-ingar snéru nánast töpuðum leik í sigur með magnaðri frammistöðu í lokaleikhlutanum. Körfubolti 20. nóvember 2014 21:15
Stólarnir unnu Keflvíkinga með 23 stigum á Króknum Tindastóll komst upp að hlið KR-inga á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 23 stiga sigur á Keflavík á Króknum í kvöld, 97-74. Körfubolti 20. nóvember 2014 20:57
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 98-83 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Snæfells Njarðvík og Snæfell hafa sætaskipti eftir sigur Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Körfubolti 20. nóvember 2014 18:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 90-85 | ÍR-ingar risu upp frá dauðum ÍR-ingar unnu hreint magnaðan sigur á Grindavík, 90-85, í ótrúlegum leik í Seljaskóla. Heimamenn voru heilum 18 stigum undir fyrir loka leikhlutann en náðu á einhvern ótrúlegan hátt að vinna leikinn. Körfubolti 20. nóvember 2014 14:15
Endar útivallarmartröð Grindvíkinga í kvöld? Grindvíkingar heimsækja ÍR-inga í Seljaskólann með þrjá stóra skelli í röð á útivelli á bakinu. Körfubolti 20. nóvember 2014 06:30
Damon með rifinn liðþófa - frá í 4-6 vikur Damon Johnson verður ekkert meira með Keflavíkurliðinu í Dominos-deild karla í körfubolta á árinu 2014 þar sem að kappinn er með rifin liðþófa í hné. Körfubolti 19. nóvember 2014 21:55
„Ég er ekki Hanna Birna,“ sagði Ingi Þór og fékk tæknivillu Þjálfari Snæfells fékk dæmda á sig tæknivillu þegar hann svaraði dómara með glensi í leik gegn KR í síðustu umferð. Körfubolti 19. nóvember 2014 12:30
Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Körfubolti 17. nóvember 2014 14:41
Þrenna hjá Pavel í Hólminum - öll úrslit og tölfræði kvöldsins KR er áfram ósigrað á toppi Dominos-deildar karla og nýliðar Tindastóls halda sigurgöngu sinni áfram. Körfubolti 14. nóvember 2014 21:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þ. 94-109 | Þórsarar fyrstir til að fella Hauka í Firðinum Þór. Þ vann frábæran útisigur á Haukum, 109-94, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. nóvember 2014 17:17
Damon geymdi öll stigin sín þar til í seinni hálfleik Damon Johnson og félagar í Keflavík unnu endurkomusigur á ÍR í TM-höllinni í Keflavík í gær en ÍR-ingar voru sex stigum yfir í hálfleik, 33-39. Körfubolti 14. nóvember 2014 15:30
Næstum því tvöfaldaði stigaskor vetrarins í einum leik Skallagrímsmenn unnu í gærkvöldi sinni fyrsta leik í Dominos-deild karla í körfubolta þegar liðið vann 94-85 sigur á Stjörnunni í Fjósinu í Borgarnesi en Borgnesingar urðu síðasta liðið til að vinna í deildinni. Körfubolti 14. nóvember 2014 12:00
Friðrik Ingi fór upp fyrir Val á gamla heimavellinum Friðrik Ingi Rúnarsson stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi og fagnaði um leið sögulegum sigri. Enginn þjálfari í sögu Njarðvíkur hefur nú unnið fleiri leiki í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 14. nóvember 2014 11:00
Skallagrímur skellti Stjörnunni - öll úrslit og tölfræði kvöldsins Skallarnir búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Dominus-deildinni. Körfubolti 13. nóvember 2014 21:25
Brynjar Þór: Ummæli Magnúsar dæma sig sjálf Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson fór ekki fögrum orðum um KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í Fréttablaðinu í morgun. Körfubolti 13. nóvember 2014 14:04
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 74-85 | Njarðvík svaraði fyrir sig Njarðvík vann 11 stiga sigur, 74-85, á Grindavík í Röstinni í kvöld, eftir sveiflukenndan leik. Körfubolti 13. nóvember 2014 11:27
Brynjar hefði aldrei staðið upp aftur ef ég ætlaði að meiða hann Magnús Þór Gunnarsson Grindvíkingur var dæmdur í tveggja leikja bann í gær fyrir alvarlega grófan leik gegn Brynjari Þór Björnssyni. Körfubolti 13. nóvember 2014 00:01
Dagur Kár verður samherji Gunnars í Brooklyn næsta vetur Stjörnumaðurinn klárar tímabilið í Garðabænum og heldur svo til Brooklyn í háskólaboltann. Körfubolti 12. nóvember 2014 17:07
Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. Körfubolti 12. nóvember 2014 12:09
Sjáið hinn fertuga Damon troða | Myndband frá sigri Keflavíkur í kvöld Keflvíkingar unnu sannfærandi sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og það í sjálfri Ljónagryfju Njarðvíkinga. Körfubolti 10. nóvember 2014 22:27
Þrír af síðustu fimm hafa unnist með þremur stigum eða minna Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í Dominos-deild karla í körfubolta en það er alltaf beðið eftir fyrsta Reykjanesbæjarslag tímabilsins með mikilli eftirvæntingu. Körfubolti 10. nóvember 2014 16:37
Svona kláruðu Keflvíkingar Njarðvíkingana í fyrra | Myndband Njarðvík tekur á móti Keflavík í Njarðvík í kvöld í lokaleik 5. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Körfubolti 10. nóvember 2014 14:45
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 74-86 | Keflvíkingar mest 30 stigum yfir Keflvíkingar sýndu sínar bestu hliðar í fyrstu þremur leikhlutanum í tólf stiga sigri á nágrönnum og erkifjendum sínum úr Njarðvík, 86-74, í lokaleik 5. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjuni í Njarðvík í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2014 12:36
ÍR safnar liði í Domino's deildinni Lið ÍR í Domino's deild karla í körfubolta heldur áfram að safna liði, en Breiðhyltingar eru búnir að semja við Bandaríkjamanninn Trey Hampton. Körfubolti 10. nóvember 2014 10:45
Bætir Friðrik Ingi metið í beinni í kvöld? Friðrik Ingi Rúnarsson getur í kvöld orðið sá þjálfari Njarðvíkur sem hefur unnið flesta leiki í úrvalsdeild karla þegar Njarðvík tekur á móti nágrönnum sínum úr Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport. Körfubolti 10. nóvember 2014 06:00
Innslag um Tindastólsliðið: Sleppir fleiri, fleiri beygjum á leiðinni heim Lið Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta heldur áfram að koma á óvart en liðið er í 2. til 3. sæti deildarinnar með átta stig. Valtýr Björn kynntist Tindastóls-fjölskyldunni í innslagi í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Körfubolti 9. nóvember 2014 22:13