„Köstum ekki dómurum í hafið fyrir ein mistök“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2016 12:30 Dómaratríóið í leiknum í gær. Rögnvaldur er lengst til vinstri. Vísir/Ernir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að það beri ekki að refsa dómurum fyrir ein mistök þó þau kynnu að vera afdrifarík. Spekingarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport gagnrýndu Rögnvald Hreiðarsson, dómara, fyrir mistök sem hann gerði í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudag. Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ Rögnvaldur sá ekki þegar Haukur Helgi Pálsson fór út af þegar hann var að bjarga boltanum eftir misheppnað innkast Njarðvíkur. En í stað þess að dæma Stjörnumönnum boltann fengu Njarðvíkingar hann og tryggðu sér 79-75 sigur. „Það eru allir sammála um að hann gerði mistök í lok þess leiks. Það viðurkennir hann manna fyrstur,“ sagði Rúnar Birgir við Vísi í dag.Í Körfuboltakvöldi í gær, eftir leik KR og Njarðvíkur, var gagnrýnt að Rögnvaldur hafi mætt strax í næsta leik þeirra grænklæddu til að dæma. „Rögnvaldur er mannlegur eins og aðrir. En þarna er um reyndan dómara að ræða sem hefur verið afar vel liðinn af félögunum. Þó menn geri ein mistök þá hendum við mönnum ekki í hafið fyrir það.“ Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik Rúnar Birgir segir að það sé álitamál hvort að það sé hollt að dómarar dæmi strax eftir að svona mál eða stígi til hliðar. Hann rifjar upp atvik sem hann lenti sjálfur í þegar hann var dómari í Danmörku. „Ég gerði mistök og átti að dæma fljótlega aftur. Ég var tekinn af leiknum og það fannst mér óþægilegt. En það er bara eitt sjónarmið af mörgum og ég skil umræðuna.“ „Umræðan innan dómaraforystunnar og dómarahópsins hefur verið mikil en það er ljóst að ef Rögnvaldur hefði ekki dæmt leikinn í gær hefði hann dæmt þann næsta.“Dómarar ósammála um lokasókn Njarðvíkur Rögnvaldur var svo aftur í brennideplinum í gær. Hann dæmdi ekki fót á Helga Má Magnússon sem náði að vinna boltann af Hauki Helga Pálssyni, Njarðvíkingi, undir lok síðari framlengingar leiksins. Sjá einnig: Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum „Það er matsatriði fram í rauðan dauðann. Við höfum rætt þetta mikið innan dómarahópsins og það eru einfaldlega ekki allir sammála um þetta,“ sagði Rúnar Birgir.„Eins og kemur fram í reglunum [sem má lesa hér fyrir neðan] þá snýst þetta um túlkun á því hvort að hreyfing Helga Más hafi verið eðlileg eða ekki. Það er mat hvers dómara.“Hér má sjá regluna: „Leikmaður skal ekki hlaupa með knöttinn, sparka honum viljandi eða hindra för hans með hvaða hluta fótarins sem er eða kýla hann með hnefa. Hins vegar er það ekki leikbrot að snerta knött með fæti óviljandi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55 Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að það beri ekki að refsa dómurum fyrir ein mistök þó þau kynnu að vera afdrifarík. Spekingarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport gagnrýndu Rögnvald Hreiðarsson, dómara, fyrir mistök sem hann gerði í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudag. Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ Rögnvaldur sá ekki þegar Haukur Helgi Pálsson fór út af þegar hann var að bjarga boltanum eftir misheppnað innkast Njarðvíkur. En í stað þess að dæma Stjörnumönnum boltann fengu Njarðvíkingar hann og tryggðu sér 79-75 sigur. „Það eru allir sammála um að hann gerði mistök í lok þess leiks. Það viðurkennir hann manna fyrstur,“ sagði Rúnar Birgir við Vísi í dag.Í Körfuboltakvöldi í gær, eftir leik KR og Njarðvíkur, var gagnrýnt að Rögnvaldur hafi mætt strax í næsta leik þeirra grænklæddu til að dæma. „Rögnvaldur er mannlegur eins og aðrir. En þarna er um reyndan dómara að ræða sem hefur verið afar vel liðinn af félögunum. Þó menn geri ein mistök þá hendum við mönnum ekki í hafið fyrir það.“ Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik Rúnar Birgir segir að það sé álitamál hvort að það sé hollt að dómarar dæmi strax eftir að svona mál eða stígi til hliðar. Hann rifjar upp atvik sem hann lenti sjálfur í þegar hann var dómari í Danmörku. „Ég gerði mistök og átti að dæma fljótlega aftur. Ég var tekinn af leiknum og það fannst mér óþægilegt. En það er bara eitt sjónarmið af mörgum og ég skil umræðuna.“ „Umræðan innan dómaraforystunnar og dómarahópsins hefur verið mikil en það er ljóst að ef Rögnvaldur hefði ekki dæmt leikinn í gær hefði hann dæmt þann næsta.“Dómarar ósammála um lokasókn Njarðvíkur Rögnvaldur var svo aftur í brennideplinum í gær. Hann dæmdi ekki fót á Helga Má Magnússon sem náði að vinna boltann af Hauki Helga Pálssyni, Njarðvíkingi, undir lok síðari framlengingar leiksins. Sjá einnig: Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum „Það er matsatriði fram í rauðan dauðann. Við höfum rætt þetta mikið innan dómarahópsins og það eru einfaldlega ekki allir sammála um þetta,“ sagði Rúnar Birgir.„Eins og kemur fram í reglunum [sem má lesa hér fyrir neðan] þá snýst þetta um túlkun á því hvort að hreyfing Helga Más hafi verið eðlileg eða ekki. Það er mat hvers dómara.“Hér má sjá regluna: „Leikmaður skal ekki hlaupa með knöttinn, sparka honum viljandi eða hindra för hans með hvaða hluta fótarins sem er eða kýla hann með hnefa. Hins vegar er það ekki leikbrot að snerta knött með fæti óviljandi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55 Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30
Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00