„Það er búið að vera okkar merki í allan vetur að spila vörn“ Andri Már Eggertsson var mættur í viðtöl í Ljónagryfjunni í kvöld og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sat fyrir svörum eftir sigur hans manna á Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla, 69-78. Körfubolti 3. maí 2024 21:55
Uppgjörið: Njarðvík - Valur 69-78 | Deildarmeistararnir læstu vörninni Deildarmeistar Vals jöfnuðu einvígið gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í kvöld í leik þar sem hart var tekist á. Varnarleikur Valsmanna var til fyrirmyndar að þessu sinni en Njarðvíkingar skoruðu aðeins tíu stig síðustu tíu mínútur leiksins. Körfubolti 3. maí 2024 18:31
Geta unnið fjóra í röð í fyrsta sinn í heilan áratug Njarðvíkingar geta stigið stórt skref í átt að úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í Ljónagryfjunni í kvöld en þeir væru þá komnir í 2-0 og vantaði því aðeins einn sigur úr næstu þremur leikjum til að vinna einvígið. Körfubolti 3. maí 2024 14:15
Jaka áfram í Keflavík næstu þrjú árin Keflvíkingar hafa framlengt samning sinn við Jaka Brodnik og verður hann leikmaður liðsins næstu þrjú árin. Körfubolti 3. maí 2024 13:52
„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. Körfubolti 3. maí 2024 08:00
Sló í myndavél og gæti fengið bann Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 2. maí 2024 12:32
Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. Körfubolti 2. maí 2024 08:01
PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 1. maí 2024 19:46
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. Körfubolti 1. maí 2024 10:31
Guðni stal senunni í Smáranum: „Sástu forsetann þarna?“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var á meðal áhorfenda á fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í gær. Hrifning hans á einni af flottustu körfu leiksins leyndi sér ekki og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds yfir sig hrifnir af viðbrögðum Guðna sömuleiðis. Körfubolti 1. maí 2024 08:58
Remy Martin ekki meira með í þessari úrslitakeppni Keflvíkingar fengu slæmar fréttir í kvöld eftir að farið var með Remy Martin á sjúkrahús. Körfubolti 30. apríl 2024 23:15
„Breytir einvíginu ansi mikið“ „Basile náði að klára þetta þegar hann kom sér á körfuna. Við áttum erfitt með að dekka hann,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Keflavík er 1-0 undir í einvíginu. Körfubolti 30. apríl 2024 21:57
„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. Körfubolti 30. apríl 2024 21:43
Uppgjör: Grindavík - Keflavík 102-94 | Gulir unnu fyrsta bardagann Grindavík vann 102-94 sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Subway-deild karla í kvöld. Bæði lið misstu lykilmenn af velli í leiknum og er óvíst með þátttöku þeirra í næsta leik. Körfubolti 30. apríl 2024 21:08
Martin meiddist og á leið upp á sjúkrahús Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð. Körfubolti 30. apríl 2024 20:22
Fengið nóg af því að vera ruslakista fyrir viðbjóð frá fólki „Þetta er bara komið gott,“ segir körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson sem hefur fengið sig fullsaddan af ófyrirleitnum skilaboðum. Aðkasti í garð dómara. Hann segir fyrst og fremst umbreytingu þurfa að eiga sér stað hjá dómurum. Svona áreiti eigi ekki að stinga í vasann. Hann vill skítkastið upp á yfirborðið. Þá fyrst sé möguleiki á því að þeir sem sendi slík skilaboð sjái að sér. Körfubolti 30. apríl 2024 10:30
„Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki parsáttur með frammistöðu sinna manna þegar deildarmeistararnir lutu í gras á heimavelli gegn Njarðvík, 84-105, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2024 23:15
„Skákin er bara byrjuð“ Valsmenn hafa verið þekktir fyrir traustan varnarleik í vetur en Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið á þessu tímabil sem nær að setja yfir 100 stig á Val í venjulegum leiktíma þegar liðið lagði Vals á Hlíðarenda í kvöld, 84-105. Körfubolti 29. apríl 2024 22:46
Uppgjör: Valur - Njarðvík 84 - 105 | Deildarmeistararnir fengu kjaftshögg Undanúrslit Subway-deildar karla rúlluðu af stað í kvöld þar sem deildarmeistarar Vals tóku á móti Njarðvíkingum. Gestirnir höfðu tekið lengstu mögulegu leið inn í undanúrslitin eftir að hafa farið í oddaleik gegn Þórsurum en það var þó ekki að sjá að þeir væru þreyttir né úttaugaðir eftir þau átök. Körfubolti 29. apríl 2024 21:54
Tók sinn tíma að jafna sig Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum. Það einvígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leikmönnum Njarðvíkur sem mæta aftur til leiks í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2024 15:00
Landsliðsmaður blandar sér í umræðuna um umdeilda sigurkörfu Njarðvíkinga Njarðvíkingar hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt á móti Val í Subway deild karla í körfubolta. Þeir eru þar þökk sé magnaðri flautukörfu Þorvaldar Orra Árnasonar. Körfubolti 29. apríl 2024 10:01
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 93-65 | Ótrúlegur seinni hálfleikur og Keflavík leiðir Keflavík tók í dag á móti Stjörnunni í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Um var að ræða fyrsta leik liðanna og var Stjarnan tíu stigum yfir í hálfleik. Í þeim síðari sýndu deildarmeistararnir allar sínu bestu hliðar og unnu á endanum gríðarlega sannfærandi 28 stiga sigur. Körfubolti 27. apríl 2024 18:00
Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum í fyrsta sinn í tuttugu ár Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið. Körfubolti 26. apríl 2024 15:30
Davíð Tómasi bárust ljót skilaboð eftir leik: „Fokking mongolitið þitt“ Körfuboltadómaranum Davíð Tómasi Tómassyni bárust miður falleg skilaboð eftir oddaleik Njarðvíkur og Þórs Þ. í átta liða úrslitum Subway deildar karla í gær. Körfubolti 26. apríl 2024 14:04
„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. Körfubolti 26. apríl 2024 13:01
Sjáðu ótrúlegan flautuþrist Þorvaldar Orra Dramatíkin í jafnasta einvígi 8-liða úrslita Subway-deildar karla ætlaði engan endi að taka en oddaleikur Njarðvíkur og Þórs í kvöld var hnífjafn og fór að lokum í framlengingu. Körfubolti 25. apríl 2024 23:10
„Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. Körfubolti 25. apríl 2024 23:06
„Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2024 22:50
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 98-97 | Þorvaldur Orri tryggði Njarðvík sigur með flautukörfu í framlengingu Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvík sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með flautuþristi í framlengingu í oddaleik liðs við Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2024 21:14
Friðrik Ingi sæmdur gullmerki Njarðvíkur Friðrik Ingi Rúnarsson fékk gullmerki Njarðvíkur á dögunum en félagið fagnar nú áttatíu ára afmæli sínu. Körfubolti 25. apríl 2024 15:31