Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    María í markið hjá Val

    Valsmenn halda áfram að týna til sín leikmenn frá KR. Nú síðast var það markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir en áður hafði Embla Grétarsdóttir komið frá Vesturbæjarliðinu. Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Embla: Þarf stundum að hugsa um sjálfan sig

    „Ég hef sett mér ákveðin markmið sem ég held að ég nái ekki með KR. Það er aðalástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að söðla um og yfirgefa KR," sagði knattspyrnukonan Embla Sigríður Grétarsdóttir sem er á förum frá KR eftir 11 ára dvöl í Vesturbænum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjörnukonur skoruðu sex mörk á móti KR

    Stjarnan vann 6-1 stórsigur á KR í Lengjubikar kvenna í kvöld. Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Garðabæjarliðið. KR-liðið hefur misst marga leikmenn frá því í fyrra á meðan að Stjörnuliðið hefur styrkt sig mikið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Prince æfir með KR

    Prince Rajcomar er kominn aftur til landsins og æfir þessa stundina með KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson í samtali við fréttastofu.

    Íslenski boltinn