Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“

    „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara

    Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna sím­tala Arnars

    Á­frýjunar­dóm­stóll KSÍ hefur komist að þeirri niður­stöðu að sekta Knatt­spyrnu­deild Víkings Reykja­víkur um 250 þúsund krónur vegna hátt­semi Arnars Gunn­laugs­sonar, þjálfara karla­liðs fé­lagsins, sem var í sam­bandi við starfs­lið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leik­bann.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli

    Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtal: Fylkir - KA 2-4 | Ár­bæingum mis­tókst að slíta sig frá fall­sætunum

    Fylkir tók á móti KA í annarri umferð neðri hluta Bestu deild karla nú í dag. Fyrir leikinn var KA með 32 stig í efsta sæti neðri hluta deildarinnar á meðan Fylkir var tveimur sætum neðar en þó aðeins einu stigi frá fallsæti. Svo fór að lokum að KA vann mjög góðan 4-2 sigur sigur og styrki stöðu sína í 7. sætinu í leiðinni.

    Íslenski boltinn