Reyndust vera hnúðlaxar

Stór hluti þeirra fiska sem voru taldir eldislaxar í Haukadalsá reyndust vera hnúðlaxar. Fiskistofa greinir frá því að þetta hafi komið í ljós við nánari skoðun á myndefni sem eftirlitsmaður tók við ána í gær. Sýni frá löxum úr ánni með eldiseinkenni eru í erfðagreningu til að varpa ljósi á uppruna þeirra og búist er við niðurstöðu í næstu viku.

9
00:58

Vinsælt í flokknum Fréttir