#1: Böðvar Tandri - Viðmót og nálgun þjálfara

Böðvar Tandri Reynisson, betur þekktur sem Böddi er viðmælandi minn í þessum öðrum (semi fyrsta) þætti af Aðeins meira en bara GYM. Böddi, er 22 ára gamall, hann er að læra verkfræði í HR, æfir lyftingar og er (að mínu mati) mjög góður í að lyfta þungu. Hann hefur verið að þjálfa í nokkur ár núna, bæði einkaþjálfun og hópþjálfun og er í dag yfirþjálfari Víkingaþreksins í Mjölni. Ég get vottað fyrir það að Böddi er góður þjálfari þar sem hann hefur pússað ýmsar hreyfingar hjá mér og hjálpað mér að ná ótrúlegustu þyngdum upp. Um er að ræða einlægt og innihaldsríkt spjall þar sem Böddi fer yfir reynslu sína sem þjálfari, markmið, áherslur og algeng mistök hjá þjálfurum. Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

97
30:49

Vinsælt í flokknum Aðeins meira en bara GYM