#4: Unnar Helgason - Ofþjálfun og mikilvægi endurheimtar

Unnar Helgason er gestur minn að sinni en Unnar veit sitt hvað um þjálfun, heilsu og álag við líkamsrækt. Sjálfur er hann í hörkuformi og er einn af þessum sem byrjaði í CrossFit áður en allir byrjuðu í CrossFit. Hann hefur lagt sitt af mörkum við að efla CrossFit samfélagið á Íslandi og var til dæmis meðal þeirra sem komu CrossFit Akureyri á laggirnar en sömuleiðis hefur hann þjálfað CrossFit út um allan bæ. Ekki nóg með að vera fáranlega mikill CrossFit nagli heldur þá er hann líka búinn að vera að taka íþróttamenn eins og Gunnar Nelson í gegn og hjálpað til við að koma þeim í sitt besta form. Í þættinum töluðum við um muninn á ofþjálfun og of mikilli þjálfun, mikilvægi endurheimar og hvort öll þau tæki og tól sem fyrirtæki segja að hjálpi við endurheimt raunverulega skili árangur. Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

308
36:58

Vinsælt í flokknum Aðeins meira en bara GYM