Pepsi-mörkin: Ellismellurinn | Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Víkings í 1. deild karla, var í aðalhlutverki í ellismellinum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Þar var birt bútur úr viðtali sem tekið var við Ólaf árið 1996 þegar hann hætti að leika með íslenska landsliðinu.