Sandkorn - 4. þáttur: Um kindina, kynhvötina og harðhausinn að sunnan

Baldvin Z leikstjóri og Tómas Valgeirsson bíófíkill grandskoða áfram sjónvarpsseríuna Svörtu sanda og eru komnir hálfa leið með söguna. Í fjórða þætti er meira lagt á Anítu og vinnuálagið þegar lögreglan á Glerársandi neyðist til að taka á móti „hot-shottanum“ að sunnan og þungum farangri hans. Einnig eru kynlífssenur þáttarins skoðaðar út og inn ásamt umræðum um umdeilda hljóðvinnslu á frumsýningardegi fyrsta þáttar.

1355
1:00:10

Vinsælt í flokknum Sandkorn